Erlent

Fjórir myrtir á skemmtistað

Fimm létu lífið og tveir særðust þegar maður hóf skothríð á skemmtistað í Ohio í fyrrinótt. Annar þeirra særðu er lífshættulega slasaður. Árásarmaðurinn steig upp á svið þar sem hljómsveitin Damageplan var að spila, skaut gítarleikarann Dimebag Darrell, fyrrum meðlim Pantera, nokkrum sinnum í andlitið, skaut á aðra hljómsveitarmeðlimi og síðan út í salinn. Árásarmaðurinn lét ekki af skothríðinni fyrr en lögreglumaður sem var í nágrenninu kom á vettvang og skaut hann til bana.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×