Breyttir jeppar ekki hættulegri 12. júní 2004 00:01 "Niðurstaðan er sú að breyttir og upphækkaðir jeppar hafa hvorki hærri slysatíðni né verri meiðslatíðni en venjulegir jeppar," segir Skúli Þórðarson, einn höfunda nýrrar skýrslu um slysatíðni breyttra jeppa. Úrtakið var rúmlega 15 þúsund jeppar af 22 mismunandi tegundum sem nýskráðir höfðu verið á tímabilinu 199 -2001. Skýrslan var unnin af Orion ráðgjöf með sérstökum styrk frá Rannsóknarnefnd umferðarslysa. Skúli segir að niðurstaðan hafi að vissu leyti komið á óvart enda hafi goðsögnin um að breyttir jeppar séu hættulegri í umferðinni verið lífseig meðal almennings undanfarin ár. "Breyttir jeppar hafa löngum haft verra orð á sér en efni standa til en það hafa engin haldbær rök komið fram um að þeir valdi meiri hættu, fleiri slysum eða verri slysum og skýrslan staðfestir það." Samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar mælist ekki marktækur munur á meiðslum ökumanna sem lentu í árekstrum við breytta eða óbreytta jeppa á viðkomandi tímabili. Þó er tekið fram að stutt er síðan upphækkaðir jeppar komu fyrst á göturnar og tiltölulega fá slys vegna þeirra orðið hér á landi enn sem komið er. Skúli segir þetta alls engar lokaniðurstöður en þær sýni svo ekki verði um villst að sú ógn sem mörgum vegfarendum standi af upphækkuðum jeppum sé minni en flestir óttast og dekkjastærð skipti þar engu máli. "Aðalatriðið er að um er að ræða þunga bíla sem lenda á léttum bílum og slíkt er ávísun á alvarlegri slys þótt tölfræðin bendi til annars." Engar árekstarprófanir hafa farið fram hérlendis vegna þessara séríslensku risajeppa sem keyra á vegum landsins. Ágúst Mogensen hjá Rannsóknarnefnd umferðarslysa segir að vitað sé að stórir jeppar fara fram yfir öll öryggismörk í árekstrum. "Það er vissulega kominn tími til að kanna þetta til hlítar með prófunum en kannanir sem þessar kosta skildinginn og það er ekki til fjármagn til slíkra verka." Fréttir Innlent Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
"Niðurstaðan er sú að breyttir og upphækkaðir jeppar hafa hvorki hærri slysatíðni né verri meiðslatíðni en venjulegir jeppar," segir Skúli Þórðarson, einn höfunda nýrrar skýrslu um slysatíðni breyttra jeppa. Úrtakið var rúmlega 15 þúsund jeppar af 22 mismunandi tegundum sem nýskráðir höfðu verið á tímabilinu 199 -2001. Skýrslan var unnin af Orion ráðgjöf með sérstökum styrk frá Rannsóknarnefnd umferðarslysa. Skúli segir að niðurstaðan hafi að vissu leyti komið á óvart enda hafi goðsögnin um að breyttir jeppar séu hættulegri í umferðinni verið lífseig meðal almennings undanfarin ár. "Breyttir jeppar hafa löngum haft verra orð á sér en efni standa til en það hafa engin haldbær rök komið fram um að þeir valdi meiri hættu, fleiri slysum eða verri slysum og skýrslan staðfestir það." Samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar mælist ekki marktækur munur á meiðslum ökumanna sem lentu í árekstrum við breytta eða óbreytta jeppa á viðkomandi tímabili. Þó er tekið fram að stutt er síðan upphækkaðir jeppar komu fyrst á göturnar og tiltölulega fá slys vegna þeirra orðið hér á landi enn sem komið er. Skúli segir þetta alls engar lokaniðurstöður en þær sýni svo ekki verði um villst að sú ógn sem mörgum vegfarendum standi af upphækkuðum jeppum sé minni en flestir óttast og dekkjastærð skipti þar engu máli. "Aðalatriðið er að um er að ræða þunga bíla sem lenda á léttum bílum og slíkt er ávísun á alvarlegri slys þótt tölfræðin bendi til annars." Engar árekstarprófanir hafa farið fram hérlendis vegna þessara séríslensku risajeppa sem keyra á vegum landsins. Ágúst Mogensen hjá Rannsóknarnefnd umferðarslysa segir að vitað sé að stórir jeppar fara fram yfir öll öryggismörk í árekstrum. "Það er vissulega kominn tími til að kanna þetta til hlítar með prófunum en kannanir sem þessar kosta skildinginn og það er ekki til fjármagn til slíkra verka."
Fréttir Innlent Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira