Íslendingar verðugir andstæðingar 12. október 2004 00:01 Henrik Larsson, leikmaður sænska landsliðsins í knattspyrnu, reiknar með mikilli mótspyrnu af hálfu Íslendinga í leiknum í kvöld. Ef rýnt er í viðureignir þessara tveggja liða við lið Möltu, ættu Svíarnir að vinna leikinn frekar auðveldlega. Þeir burstuðu Möltubúa, 7-0 en Ísland gerði 0-0 jafntefli. Larsson fer varlega í að einfalda hlutina á þennan hátt. "Þetta er ekki svo auðvelt," segir Larsson. "Ef við gætum reiknað dæmið þannig, þá væri það þægilegt. En þannig virkar þetta ekki. Við áttum stórleik gegn Möltu og þeir settu leik sinn öðruvísi upp gegn okkur heldur en Íslendingum, og gátu því veitt þeim meiri mótspyrnu en okkur." Að sögn Larssons mætir sænska liðið til leiks með það fyrir augum að Íslendingar séu verðugir andstæðingar. "Við vitum að við eigum erfiðan leik fyrir höndum. Meðal andstæðinga okkar eru atvinnumenn úr deildum í Evrópu, t.a.m. Englandi og Þýskalandi og þeir eiga að auki marga leikreynda leikmenn. Það er pressa á þeim og þeir munu reyna að gera okkur leikinn eins erfiðan og hægt er." Larsson sagðist þekkja vel til Eiðs Smára Guðjohnsen. "Hann þekkja náttúrulega allir og svo er náunginn hjá Charlton líka í liðinu. Maður þekkir andlitin betur en nöfnin þegar maður sér þá spila í stóru deildunum og Íslendingar virðast ekki vera á flæðiskeri staddir með atvinnumenn." Larsson fullyrðir að persónuleg frammistaða hans skipti ekki máli heldur verði liðið að standa sig vel í heild sinni. "Það hjálpar til að við Zlatan og Mackan erum farnir að þekkja hvor annan nokkuð vel og lesum hvor annan betur með hverjum leiknum. Svo verðum við að sjá til hvaða leikaðferð Íslendingar beita gegn okkur og gera viðeigandi ráðstafanir við því." Pilturinn segir Íslendingana vera vel á sig komna og leikurinn gæti því orðið í harkalegri kantinum. "Þeir eru sterkir og duglegir og eiga þar að auki mjög góða áhorfendur sem standa vel við bakið á þeim. Ef til kastanna kemur verðum við að vera fastir fyrir og verði einhver harka í leiknum þá þýðir ekkert að vera að væla yfir því. En það má alltaf búast við því þegar svona lið mætast að einhver harka verði fyrir hendi og þá er bara að taka á því. Taktíst séð verðum við að vera tilbúnir og þess er krafist af okkur að við getum spilað hraðan bolta og að það bitni ekki á taktísku hliðinni," sagði Henrik Larsson. smari@frettabladid.is Íslenski boltinn Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Í beinni: Afturelding - Fram | Hörkuleikur í Mosfellsbæ Í beinni: Svíþjóð - England | Hvort fer í undanúrslit? Í beinni: Víkingur R. - Malisheva | Standa vel að vígi Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Sjá meira
Henrik Larsson, leikmaður sænska landsliðsins í knattspyrnu, reiknar með mikilli mótspyrnu af hálfu Íslendinga í leiknum í kvöld. Ef rýnt er í viðureignir þessara tveggja liða við lið Möltu, ættu Svíarnir að vinna leikinn frekar auðveldlega. Þeir burstuðu Möltubúa, 7-0 en Ísland gerði 0-0 jafntefli. Larsson fer varlega í að einfalda hlutina á þennan hátt. "Þetta er ekki svo auðvelt," segir Larsson. "Ef við gætum reiknað dæmið þannig, þá væri það þægilegt. En þannig virkar þetta ekki. Við áttum stórleik gegn Möltu og þeir settu leik sinn öðruvísi upp gegn okkur heldur en Íslendingum, og gátu því veitt þeim meiri mótspyrnu en okkur." Að sögn Larssons mætir sænska liðið til leiks með það fyrir augum að Íslendingar séu verðugir andstæðingar. "Við vitum að við eigum erfiðan leik fyrir höndum. Meðal andstæðinga okkar eru atvinnumenn úr deildum í Evrópu, t.a.m. Englandi og Þýskalandi og þeir eiga að auki marga leikreynda leikmenn. Það er pressa á þeim og þeir munu reyna að gera okkur leikinn eins erfiðan og hægt er." Larsson sagðist þekkja vel til Eiðs Smára Guðjohnsen. "Hann þekkja náttúrulega allir og svo er náunginn hjá Charlton líka í liðinu. Maður þekkir andlitin betur en nöfnin þegar maður sér þá spila í stóru deildunum og Íslendingar virðast ekki vera á flæðiskeri staddir með atvinnumenn." Larsson fullyrðir að persónuleg frammistaða hans skipti ekki máli heldur verði liðið að standa sig vel í heild sinni. "Það hjálpar til að við Zlatan og Mackan erum farnir að þekkja hvor annan nokkuð vel og lesum hvor annan betur með hverjum leiknum. Svo verðum við að sjá til hvaða leikaðferð Íslendingar beita gegn okkur og gera viðeigandi ráðstafanir við því." Pilturinn segir Íslendingana vera vel á sig komna og leikurinn gæti því orðið í harkalegri kantinum. "Þeir eru sterkir og duglegir og eiga þar að auki mjög góða áhorfendur sem standa vel við bakið á þeim. Ef til kastanna kemur verðum við að vera fastir fyrir og verði einhver harka í leiknum þá þýðir ekkert að vera að væla yfir því. En það má alltaf búast við því þegar svona lið mætast að einhver harka verði fyrir hendi og þá er bara að taka á því. Taktíst séð verðum við að vera tilbúnir og þess er krafist af okkur að við getum spilað hraðan bolta og að það bitni ekki á taktísku hliðinni," sagði Henrik Larsson. smari@frettabladid.is
Íslenski boltinn Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Í beinni: Afturelding - Fram | Hörkuleikur í Mosfellsbæ Í beinni: Svíþjóð - England | Hvort fer í undanúrslit? Í beinni: Víkingur R. - Malisheva | Standa vel að vígi Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Sjá meira