Viðskipti innlent

Ný umboð hjá Ölgerðinni

Ölgerðin Egill Skallagrímsson sagði frá því í gær að fyrirtækið hefði fengið umboð fyrir vörur frá nokkrum þekktum vínframleiðendum. Meðal þeirra eru framleiðendur af hinu fræga Dom Perignon kampavíni. "Dom Perignon er náttúrlega toppurinn á kampavíninu og við höfum fulla trú á því að þessi vara sé það sem menn vilji sjá á markaðinum. Við gerum ráð fyrir því að menn vilji það besta," segir Kjartan Reinholdsson hjá Ölgerðinni. Í fréttatilkynningu frá Ölgerðinni segir að sala á léttvínum sem Ölgerðin flytur inn hafi aukist mjög í ár. Mesta aukningin fyrstu átta mánuði ársins var í sölu ítalska vínsins Masi en sala þess jókst um 149,6 prósent frá í fyrra. Önnur umboð sem Ölgerðin hefur tekið við eru meðal annars fyrir Linderman´s vínin og Hennessy koníak. Einnig hefur Ölgerðin fest sér umboð fyrir vín bandaríska framleiðandans The Wine Group sem er með næst mestu markaðshlutdeild í léttvínum á Bandaríkjamarkaði.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×