FH sleppir ekki takinu 3. ágúst 2004 00:01 Stórleikur átta liða úrslitanna er klárlega viðureign KR og FH í Frostaskjóli. Liðin hafa mæst oft síðustu ár og er óhætt að segja að FH sé komið með hreðjatak á KR en það er orðið ansi langt síðan Vesturbæjarrisinn lagði Fimleikafélagið. Ólafur Kristjánsson, þjálfari Fram, hefur leikið með báðum félögum og við fengum hann til þess að spá í spilin fyrir okkur. "Ég er mjög spenntur fyrir þessum leik því hann gæti orðið vendipunktur fyrir bæði lið. Ef FH sigrar staðfestist það að þeir geta virkilega barist á mörgum vígstöðvum og fyrir KR er þetta möguleiki til þess að rífa sig upp úr ládeyðu. Þannig að þetta er gríðarlega mikilvægur leikur," sagði Ólafur en hann telur KR virkilega þurfa á sigri að halda enda gerir hann ekki ráð fyrir því að þeir verji titil sinn í deildinni. "Mér finnst hafa verið mjög neikvæðir tónar í kringum KR. Leiðinlega neikvæðir síðan ég kom heim. Það er kvartað yfir öllu og það virðist ekki vera starfsfriður í Vesturbænum en það er ekkert nýtt enda virðist bara vera starfsfriður þar ef það næst árangur. Ég tel að FH hafi hópinn til þess að fara alla leið í bæði deild og bikar en ég efast um að KR hafi það." Eins og áður segir hefur FH haft gríðarlegt tak á KR síðustu mánuðum en telur Ólafur að slíkt hafi áhrif þegar út í svona leik er komið? "Þegar maðurer þjálfari og segir við lið sitt að tölfræðin hafi ekkert að segja þá er það bara til þess að reyna að gera lítið úr tölfræðinni. Það er aftur á móti staðreynd að svona lagað hefur áhrif á leikmenn og sérstaklega þá sem tóku þátt í leikjunum á undan. Engu að síður hlýtur að styttast í sigurleik hjá KR en sálfræðitakið er mjög sterkt hjá FH. Ég tel að FH-liðið í dag sé einfaldlega of sterkt til þess að tapa þessum leik þannig að ég tippa á FH-sigur," sagði Ólafur Kristjánsson. Hin viðureign kvöldsins fer fram á Kópavogsvelli þar sem liðið í fyrsta sæti 1. deildar, Valur, tekur á móti liðinu í þriðja sæti deildarinnar, HK. Valur hefur haft gott tak á HK í sumar og unnið báðar viðureignirnar, 5-1 og 1-0. Við fengum Bjarna Jóhannsson, þjálfara Breiðabliks, til að leiða okkur í allan sannleika um það hvernig þessi leikur fer. "Mér finnst eins og bæði þessi lið hafa verið með hugann við þennan leik frá því að drátturinn fór fram því ekki hafa þau verið að hala inn stigin í deildinni frá drættinum. Ég tel að bæði lið mæti vel undirbúin og að leikurinn endi í vítaspyrnukeppni þar sem HK fer með sigur," sagði Bjarni ákveðinn og greinilega búinn að rýna vel í kristalkúluna sína. Rétt er síðan að geta þess að leikirnir hefjast klukkan 18.30. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sjá meira
Stórleikur átta liða úrslitanna er klárlega viðureign KR og FH í Frostaskjóli. Liðin hafa mæst oft síðustu ár og er óhætt að segja að FH sé komið með hreðjatak á KR en það er orðið ansi langt síðan Vesturbæjarrisinn lagði Fimleikafélagið. Ólafur Kristjánsson, þjálfari Fram, hefur leikið með báðum félögum og við fengum hann til þess að spá í spilin fyrir okkur. "Ég er mjög spenntur fyrir þessum leik því hann gæti orðið vendipunktur fyrir bæði lið. Ef FH sigrar staðfestist það að þeir geta virkilega barist á mörgum vígstöðvum og fyrir KR er þetta möguleiki til þess að rífa sig upp úr ládeyðu. Þannig að þetta er gríðarlega mikilvægur leikur," sagði Ólafur en hann telur KR virkilega þurfa á sigri að halda enda gerir hann ekki ráð fyrir því að þeir verji titil sinn í deildinni. "Mér finnst hafa verið mjög neikvæðir tónar í kringum KR. Leiðinlega neikvæðir síðan ég kom heim. Það er kvartað yfir öllu og það virðist ekki vera starfsfriður í Vesturbænum en það er ekkert nýtt enda virðist bara vera starfsfriður þar ef það næst árangur. Ég tel að FH hafi hópinn til þess að fara alla leið í bæði deild og bikar en ég efast um að KR hafi það." Eins og áður segir hefur FH haft gríðarlegt tak á KR síðustu mánuðum en telur Ólafur að slíkt hafi áhrif þegar út í svona leik er komið? "Þegar maðurer þjálfari og segir við lið sitt að tölfræðin hafi ekkert að segja þá er það bara til þess að reyna að gera lítið úr tölfræðinni. Það er aftur á móti staðreynd að svona lagað hefur áhrif á leikmenn og sérstaklega þá sem tóku þátt í leikjunum á undan. Engu að síður hlýtur að styttast í sigurleik hjá KR en sálfræðitakið er mjög sterkt hjá FH. Ég tel að FH-liðið í dag sé einfaldlega of sterkt til þess að tapa þessum leik þannig að ég tippa á FH-sigur," sagði Ólafur Kristjánsson. Hin viðureign kvöldsins fer fram á Kópavogsvelli þar sem liðið í fyrsta sæti 1. deildar, Valur, tekur á móti liðinu í þriðja sæti deildarinnar, HK. Valur hefur haft gott tak á HK í sumar og unnið báðar viðureignirnar, 5-1 og 1-0. Við fengum Bjarna Jóhannsson, þjálfara Breiðabliks, til að leiða okkur í allan sannleika um það hvernig þessi leikur fer. "Mér finnst eins og bæði þessi lið hafa verið með hugann við þennan leik frá því að drátturinn fór fram því ekki hafa þau verið að hala inn stigin í deildinni frá drættinum. Ég tel að bæði lið mæti vel undirbúin og að leikurinn endi í vítaspyrnukeppni þar sem HK fer með sigur," sagði Bjarni ákveðinn og greinilega búinn að rýna vel í kristalkúluna sína. Rétt er síðan að geta þess að leikirnir hefjast klukkan 18.30.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sjá meira