Sport

Ingólfur til liðs við Fram

Handknattleiksmaðurinn Ingólfur Ragnar Axelsson hefur gengið til liðs við Fram frá bikarmeisturum KA. Ingólfur er 21 árs gamall og þykir efnilegur. Hann er rétthentur útispilari sem getur leyst nokkrar stöður þótt oftast leiki hann á miðjunni. Ingólfur er áræðinn og fjölhæfur en hefur átt það til að láta skapið hlaupa með sig í gönur. Heimir Ríkarðsson, þjálfari Fram, verður þó væntanlega ekki í neinum vandræðum með að tjónka við sveinka.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×