Sport

FH í góðum málum og Fram að falla

Skagamenn eru tveimur mörkum yfir gegn ÍBV á Skipaskaga, á meðan FH er eitt núll yfir gegn KA á Akureyri. Verði úrslitin þessi þýðir það að FH verður íslandsmeistari í knattspyrnu. Á hinum enda töflunnar blæs ekki byrlega fyrir liði Fram, sem er tveimur mörkum undir gegn Keflavík, en Víkingar, sem berjast við þá um sæti í deildinni eru yfir gegn Grindavík.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×