Sport

Hopkins sigrar De La Hoya

Boxarinn Bernard Hopkins skráði nafn sitt á spjöld boxsögunnar í nótt, þegar hann sigraði gulldrenginn Oscar De La Hoya og kom þar með í veg fyrir að hann næði sínum fjórða heimsmeistaratitli í millivigt. Hopkins, sem verður fertugur eftir 4 mánuði, kláraði gulldrenginn í miðri níundu lotu með skrokkhöggi og var bardaginn þá stöðvaður. Með sigrinum stimplaði Hopkins, sem gekk inn í hringinn við lagið "My Way" eftir Frank Sinatra, sig endanlega í hóp þeirra bestu, en ferill hans hefur verið nokkuð stormasamur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×