HK komið í undanúrslit 4. ágúst 2004 00:01 HK tryggði sig í undanúrslit bikarkeppninnar í knattspyrnu í gærkvöldi með því að leggja Valsmenn að velli, 1-0, á Kópavogsvelli en þetta er í fyrsta skipti sem þessi lið mætast í bikarkeppninni. Reyndar mættust þessi lið einnig í fyrsta skipti á Íslandsmóti fyrr í sumar og hafði Valur farið með sigur af hólmi í báðum deildarleikjunum, fyrst 5-1 og svo 0-1. Þessi bikarsigur HK er því kærkomin hefnd. Sigurmarkið gerði Hörður Már Magnússon á 74. mínútu en hann fékk góða sendingu frá Brynjari Víðissyni. Hann var öryggið uppmálað, lék af yfirvegun á markmann Vals og renndi knettinum í autt markið. Þetta var sjötta mark HK í bikarkeppninni í ár og hefur Hörður skorað fimm þeirra - Finnur Ólafsson skoraði sigurmarkið á móti Reyni í Sandgerði, 1-0, í 16-liða úrslitunum en þá var Hörður ekki með! Í það heila voru þessi úrslit sanngjörn því þó að gestirnir hafi verið meira með boltann þá var framlína þeirra hreint skelfilega bitlaus. HK-menn voru þéttir fyrir í vörn og þeir beittu skyndisóknum sem oftast sköpuðu mikinn usla í vörn Valsmanna og kom markið einmitt í einni slíkri. Þessi árangur HK í bikarkeppninni nú er sá langbesti í sögu félagsins en áður hafði liðið komist lengst í 16-liða úrslitin árið 1993. Óhætt er að segja að mikil og skemmtileg stemning ríki í kringum HK, liðið komið í undanúrslit bikarkeppninnar og þá er það í toppbaráttunni í 1. deildinni. Hörður Már Magnússon var enda sáttur þegar Fréttablaðið náði tali af honum í leikslok: "Þetta er bara ævintýri hjá okkur og búið að vera það síðan við unnum Skagamenn í 32-liða úrslitunum. Við höldum ótrauðir áfram og stefnum að sjálfsögðu á bikarúrslitaleikinn. Ég held að þessi árangur okkar í bikarkeppninni gefi liðinu aukið sjálfstraust í deildarkeppninni og það hyggjumst við nýta okkur," sagði markaskorarinn Hörður Már Magnússon. Þess má geta að Hörður hefur einu sinni orðið bikarmeistari - með Val árið 1992 eftir ævintýralegan sigur á KA. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Sjá meira
HK tryggði sig í undanúrslit bikarkeppninnar í knattspyrnu í gærkvöldi með því að leggja Valsmenn að velli, 1-0, á Kópavogsvelli en þetta er í fyrsta skipti sem þessi lið mætast í bikarkeppninni. Reyndar mættust þessi lið einnig í fyrsta skipti á Íslandsmóti fyrr í sumar og hafði Valur farið með sigur af hólmi í báðum deildarleikjunum, fyrst 5-1 og svo 0-1. Þessi bikarsigur HK er því kærkomin hefnd. Sigurmarkið gerði Hörður Már Magnússon á 74. mínútu en hann fékk góða sendingu frá Brynjari Víðissyni. Hann var öryggið uppmálað, lék af yfirvegun á markmann Vals og renndi knettinum í autt markið. Þetta var sjötta mark HK í bikarkeppninni í ár og hefur Hörður skorað fimm þeirra - Finnur Ólafsson skoraði sigurmarkið á móti Reyni í Sandgerði, 1-0, í 16-liða úrslitunum en þá var Hörður ekki með! Í það heila voru þessi úrslit sanngjörn því þó að gestirnir hafi verið meira með boltann þá var framlína þeirra hreint skelfilega bitlaus. HK-menn voru þéttir fyrir í vörn og þeir beittu skyndisóknum sem oftast sköpuðu mikinn usla í vörn Valsmanna og kom markið einmitt í einni slíkri. Þessi árangur HK í bikarkeppninni nú er sá langbesti í sögu félagsins en áður hafði liðið komist lengst í 16-liða úrslitin árið 1993. Óhætt er að segja að mikil og skemmtileg stemning ríki í kringum HK, liðið komið í undanúrslit bikarkeppninnar og þá er það í toppbaráttunni í 1. deildinni. Hörður Már Magnússon var enda sáttur þegar Fréttablaðið náði tali af honum í leikslok: "Þetta er bara ævintýri hjá okkur og búið að vera það síðan við unnum Skagamenn í 32-liða úrslitunum. Við höldum ótrauðir áfram og stefnum að sjálfsögðu á bikarúrslitaleikinn. Ég held að þessi árangur okkar í bikarkeppninni gefi liðinu aukið sjálfstraust í deildarkeppninni og það hyggjumst við nýta okkur," sagði markaskorarinn Hörður Már Magnússon. Þess má geta að Hörður hefur einu sinni orðið bikarmeistari - með Val árið 1992 eftir ævintýralegan sigur á KA.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Sjá meira