Innlent

Á skrifborðsæfingu um hryðjuverk

Þrír fulltrúar Víkingasveitarinnar fylgdust með æfingu norrænna lögregluyfirvalda nýlega þar sem verið var að æfa og samhæfa viðbrögð og samstarf við árás hryðjuverkamanna á farþegaskip á siglingu milli landanna þar sem gert var ráð fyrir að hryðjuverkamennirnir væru með sprengju um borð. "Þarna var fyrst og fremst verið að æfa skipulag Norðurlandanna og möguleika þeirra á samvinnu við hryðjuverk á sjó," segir Jón Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögregluembættinu. "Um svokallaða skrifborðsæfingu var að ræða. Þetta var æfing fyrir ríkislögreglustjóraembættin í þessum löndum."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×