Netaðgangur og nauðhyggja Símans 18. nóvember 2004 00:01 Skyldur Símans - Björgvin G. Sigurðsson Aðgengi að fyrsta flokks netaðgangi er grundvallaratriði þegar kemur að vali fólks á búsetu. Sé ekki um að ræða aðgang að háhraða nettengingu er byggðin annars flokks og ekki samkeppnishæf við þær sem búa betur að þessu leyti. Í ljósi þess hvernig samfélagið hefur þróast hlýtur það að teljast til grunnþarfa í samfélaginu að hafa kost á góðri nettenginu enda miðast þjóðfélagið við það. Þarna hafa stjórnvöld brugðist skyldu sinni á meðan þjóðareignin, Síminn, fjárhættuspilar með fé almennings í áhættufjárfestingum. Yfir 22.000 Íslendingar hafa ekki aðgang að háhraða nettengingu og eru þar með án tækifæra til að nýta sér möguleika fjarskiptabyltingarinnar. Þessar tölur koma fram í svari samgönguráðherra við fyrirspurn minni um málið. Þar með er íbúum þessara byggðarlaga haldið frá raunverulegri þátttöku í þjóðfélaginu, fjarnámi, fjarvinnslu og öllu viðunandi aðgengi að möguleikum og tækifærum sem netið og upplýsingatæknin gefur kost á. Um er að ræða dreifbýlið og smærri byggðarlög sem Síminn sér ekki hagnaðarvon í að tryggja aðgang að háhraða nettengingu. Þetta mál snertir ekki bara íbúa dreifbýlisins og smærri byggðarlaga, heldur ekki síður þær tugþúsundir Íslendinga sem eiga annað heimili í sumar- og heilsárshúsum úti um allt land. Síminn er hins vegar haldinn þeirri nauðhyggju að hann sé ekki þjónustufyrirtæki íslensku þjóðarinnar heldur harðsvírað gróðafyritæki. Á meðan ríkisvaldið hristir ekki upp í fyrirtækinu og skikkar til aðgerða er ekki breytinga að vænta. Á dögunum lagði ég fram þingsályktunartillögu á Alþingi til að breyta þessu. Hún fjallar um að Alþingi feli samgönguráðherra að undirbúa frumvarp til laga sem tryggi að allir landsmenn eigi kost á háhraða nettengingu óháð búsetu. Háhraða nettenging flokkast sem grunnþjónusta í nútímasamfélagi rétt eins orkuveita og símaþjónusta. Síminn metur það svo að ekki sé arðvænlegt að leggja ADSL-tengingar í byggðarlögum þar sem íbúar eru færri en 150. Gróðasjónarmiðin ráða för en kjarni málsins er sá að það er skylda samfélagsins að tryggja öllum Íslendingum háhraða nettengingu óháð búsetu. Án þess er ekki um að ræða jafnstöðu við aðra um þátttöku í nútímasamfélagi. Stjórnvöld eiga þess t.d. kost að skylda Símann til að veita, eða hafa milligöngu um að veita, slíka þjónustu eða gefa fjarskiptafyrirtækjunum kost á að bjóða í slíkan þjónustu pakka. Á meðan svo er að mikill fjöldi Íslendinga býr ekki við háhraðatengingar og góðan aðgang að upplýsingahraðbrautinni eru byggðir þeirra ekki að fullu keppnishæfar þegar kemur að vali fólks og fyrirtækja til búsetu. Byggðirnar eru annars flokks í þessu tilliti og íbúum þeirra er mismunað af hálfu samfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Flóttafólk er bara fólk Úlfhildur Ólafsdóttir Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Skyldur Símans - Björgvin G. Sigurðsson Aðgengi að fyrsta flokks netaðgangi er grundvallaratriði þegar kemur að vali fólks á búsetu. Sé ekki um að ræða aðgang að háhraða nettengingu er byggðin annars flokks og ekki samkeppnishæf við þær sem búa betur að þessu leyti. Í ljósi þess hvernig samfélagið hefur þróast hlýtur það að teljast til grunnþarfa í samfélaginu að hafa kost á góðri nettenginu enda miðast þjóðfélagið við það. Þarna hafa stjórnvöld brugðist skyldu sinni á meðan þjóðareignin, Síminn, fjárhættuspilar með fé almennings í áhættufjárfestingum. Yfir 22.000 Íslendingar hafa ekki aðgang að háhraða nettengingu og eru þar með án tækifæra til að nýta sér möguleika fjarskiptabyltingarinnar. Þessar tölur koma fram í svari samgönguráðherra við fyrirspurn minni um málið. Þar með er íbúum þessara byggðarlaga haldið frá raunverulegri þátttöku í þjóðfélaginu, fjarnámi, fjarvinnslu og öllu viðunandi aðgengi að möguleikum og tækifærum sem netið og upplýsingatæknin gefur kost á. Um er að ræða dreifbýlið og smærri byggðarlög sem Síminn sér ekki hagnaðarvon í að tryggja aðgang að háhraða nettengingu. Þetta mál snertir ekki bara íbúa dreifbýlisins og smærri byggðarlaga, heldur ekki síður þær tugþúsundir Íslendinga sem eiga annað heimili í sumar- og heilsárshúsum úti um allt land. Síminn er hins vegar haldinn þeirri nauðhyggju að hann sé ekki þjónustufyrirtæki íslensku þjóðarinnar heldur harðsvírað gróðafyritæki. Á meðan ríkisvaldið hristir ekki upp í fyrirtækinu og skikkar til aðgerða er ekki breytinga að vænta. Á dögunum lagði ég fram þingsályktunartillögu á Alþingi til að breyta þessu. Hún fjallar um að Alþingi feli samgönguráðherra að undirbúa frumvarp til laga sem tryggi að allir landsmenn eigi kost á háhraða nettengingu óháð búsetu. Háhraða nettenging flokkast sem grunnþjónusta í nútímasamfélagi rétt eins orkuveita og símaþjónusta. Síminn metur það svo að ekki sé arðvænlegt að leggja ADSL-tengingar í byggðarlögum þar sem íbúar eru færri en 150. Gróðasjónarmiðin ráða för en kjarni málsins er sá að það er skylda samfélagsins að tryggja öllum Íslendingum háhraða nettengingu óháð búsetu. Án þess er ekki um að ræða jafnstöðu við aðra um þátttöku í nútímasamfélagi. Stjórnvöld eiga þess t.d. kost að skylda Símann til að veita, eða hafa milligöngu um að veita, slíka þjónustu eða gefa fjarskiptafyrirtækjunum kost á að bjóða í slíkan þjónustu pakka. Á meðan svo er að mikill fjöldi Íslendinga býr ekki við háhraðatengingar og góðan aðgang að upplýsingahraðbrautinni eru byggðir þeirra ekki að fullu keppnishæfar þegar kemur að vali fólks og fyrirtækja til búsetu. Byggðirnar eru annars flokks í þessu tilliti og íbúum þeirra er mismunað af hálfu samfélagsins.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar