Netaðgangur og nauðhyggja Símans 18. nóvember 2004 00:01 Skyldur Símans - Björgvin G. Sigurðsson Aðgengi að fyrsta flokks netaðgangi er grundvallaratriði þegar kemur að vali fólks á búsetu. Sé ekki um að ræða aðgang að háhraða nettengingu er byggðin annars flokks og ekki samkeppnishæf við þær sem búa betur að þessu leyti. Í ljósi þess hvernig samfélagið hefur þróast hlýtur það að teljast til grunnþarfa í samfélaginu að hafa kost á góðri nettenginu enda miðast þjóðfélagið við það. Þarna hafa stjórnvöld brugðist skyldu sinni á meðan þjóðareignin, Síminn, fjárhættuspilar með fé almennings í áhættufjárfestingum. Yfir 22.000 Íslendingar hafa ekki aðgang að háhraða nettengingu og eru þar með án tækifæra til að nýta sér möguleika fjarskiptabyltingarinnar. Þessar tölur koma fram í svari samgönguráðherra við fyrirspurn minni um málið. Þar með er íbúum þessara byggðarlaga haldið frá raunverulegri þátttöku í þjóðfélaginu, fjarnámi, fjarvinnslu og öllu viðunandi aðgengi að möguleikum og tækifærum sem netið og upplýsingatæknin gefur kost á. Um er að ræða dreifbýlið og smærri byggðarlög sem Síminn sér ekki hagnaðarvon í að tryggja aðgang að háhraða nettengingu. Þetta mál snertir ekki bara íbúa dreifbýlisins og smærri byggðarlaga, heldur ekki síður þær tugþúsundir Íslendinga sem eiga annað heimili í sumar- og heilsárshúsum úti um allt land. Síminn er hins vegar haldinn þeirri nauðhyggju að hann sé ekki þjónustufyrirtæki íslensku þjóðarinnar heldur harðsvírað gróðafyritæki. Á meðan ríkisvaldið hristir ekki upp í fyrirtækinu og skikkar til aðgerða er ekki breytinga að vænta. Á dögunum lagði ég fram þingsályktunartillögu á Alþingi til að breyta þessu. Hún fjallar um að Alþingi feli samgönguráðherra að undirbúa frumvarp til laga sem tryggi að allir landsmenn eigi kost á háhraða nettengingu óháð búsetu. Háhraða nettenging flokkast sem grunnþjónusta í nútímasamfélagi rétt eins orkuveita og símaþjónusta. Síminn metur það svo að ekki sé arðvænlegt að leggja ADSL-tengingar í byggðarlögum þar sem íbúar eru færri en 150. Gróðasjónarmiðin ráða för en kjarni málsins er sá að það er skylda samfélagsins að tryggja öllum Íslendingum háhraða nettengingu óháð búsetu. Án þess er ekki um að ræða jafnstöðu við aðra um þátttöku í nútímasamfélagi. Stjórnvöld eiga þess t.d. kost að skylda Símann til að veita, eða hafa milligöngu um að veita, slíka þjónustu eða gefa fjarskiptafyrirtækjunum kost á að bjóða í slíkan þjónustu pakka. Á meðan svo er að mikill fjöldi Íslendinga býr ekki við háhraðatengingar og góðan aðgang að upplýsingahraðbrautinni eru byggðir þeirra ekki að fullu keppnishæfar þegar kemur að vali fólks og fyrirtækja til búsetu. Byggðirnar eru annars flokks í þessu tilliti og íbúum þeirra er mismunað af hálfu samfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Sjá meira
Skyldur Símans - Björgvin G. Sigurðsson Aðgengi að fyrsta flokks netaðgangi er grundvallaratriði þegar kemur að vali fólks á búsetu. Sé ekki um að ræða aðgang að háhraða nettengingu er byggðin annars flokks og ekki samkeppnishæf við þær sem búa betur að þessu leyti. Í ljósi þess hvernig samfélagið hefur þróast hlýtur það að teljast til grunnþarfa í samfélaginu að hafa kost á góðri nettenginu enda miðast þjóðfélagið við það. Þarna hafa stjórnvöld brugðist skyldu sinni á meðan þjóðareignin, Síminn, fjárhættuspilar með fé almennings í áhættufjárfestingum. Yfir 22.000 Íslendingar hafa ekki aðgang að háhraða nettengingu og eru þar með án tækifæra til að nýta sér möguleika fjarskiptabyltingarinnar. Þessar tölur koma fram í svari samgönguráðherra við fyrirspurn minni um málið. Þar með er íbúum þessara byggðarlaga haldið frá raunverulegri þátttöku í þjóðfélaginu, fjarnámi, fjarvinnslu og öllu viðunandi aðgengi að möguleikum og tækifærum sem netið og upplýsingatæknin gefur kost á. Um er að ræða dreifbýlið og smærri byggðarlög sem Síminn sér ekki hagnaðarvon í að tryggja aðgang að háhraða nettengingu. Þetta mál snertir ekki bara íbúa dreifbýlisins og smærri byggðarlaga, heldur ekki síður þær tugþúsundir Íslendinga sem eiga annað heimili í sumar- og heilsárshúsum úti um allt land. Síminn er hins vegar haldinn þeirri nauðhyggju að hann sé ekki þjónustufyrirtæki íslensku þjóðarinnar heldur harðsvírað gróðafyritæki. Á meðan ríkisvaldið hristir ekki upp í fyrirtækinu og skikkar til aðgerða er ekki breytinga að vænta. Á dögunum lagði ég fram þingsályktunartillögu á Alþingi til að breyta þessu. Hún fjallar um að Alþingi feli samgönguráðherra að undirbúa frumvarp til laga sem tryggi að allir landsmenn eigi kost á háhraða nettengingu óháð búsetu. Háhraða nettenging flokkast sem grunnþjónusta í nútímasamfélagi rétt eins orkuveita og símaþjónusta. Síminn metur það svo að ekki sé arðvænlegt að leggja ADSL-tengingar í byggðarlögum þar sem íbúar eru færri en 150. Gróðasjónarmiðin ráða för en kjarni málsins er sá að það er skylda samfélagsins að tryggja öllum Íslendingum háhraða nettengingu óháð búsetu. Án þess er ekki um að ræða jafnstöðu við aðra um þátttöku í nútímasamfélagi. Stjórnvöld eiga þess t.d. kost að skylda Símann til að veita, eða hafa milligöngu um að veita, slíka þjónustu eða gefa fjarskiptafyrirtækjunum kost á að bjóða í slíkan þjónustu pakka. Á meðan svo er að mikill fjöldi Íslendinga býr ekki við háhraðatengingar og góðan aðgang að upplýsingahraðbrautinni eru byggðir þeirra ekki að fullu keppnishæfar þegar kemur að vali fólks og fyrirtækja til búsetu. Byggðirnar eru annars flokks í þessu tilliti og íbúum þeirra er mismunað af hálfu samfélagsins.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar