Borgar sig að fjárfesta í börnum? 5. nóvember 2004 00:01 Borgar sig að fjárfesta í börnum? - Hulda Bjarnadóttir ljósmóðir Nú þegar kennaraverkfall hefur staðið yfir í 6 vikur hefur lítið þokast í samkomulagsátt. Komin er fram miðlunartillaga. Ég get ekki lengur orðað bundist. Að mínu mati eru kennarar sú stétt, sem einna minnst er metin í okkar samfélagi. Þeir fá litla samúð í sinni kjarabaráttu. Það sýnir sig best í þessu verkfalli. Eða kannski má orða þetta á annan hátt, metum við börnin okkar ekki meir? Er það vegna þess að það er ekki peningalegur gróði af þeim? Þau færa okkur ekki arð í hlutabréfaviðskiftum. Er græðgi búin að blinda þessa þjóð svo mikið að við erum búin að missa sýn á það sem ætti að skipta okkur mestu, börnin okkar? Kennarastarfið hefur breyst mikið síðustu 20 ár. Þó kennslan sé enn jafn stór þáttur hefur stöðugt meira uppeldi færst á þeirra herðar. Okkur þykir gott að kennarar agi börnin og kenni þeim góða siði. Við foreldrar verðum stöðugt uppteknari af öðru en börnum okkar. Væri þá ekki rétt að styðja baráttu kennara fyrir bættum kjörum? Mikilvægi barna okkar ætti að koma fram í launum kennara. Ríkisstjórnin klifar stöðugt á því að hún ætli ekki að blanda sér í þessa deilu kennara og sveitarfélaga og þverskallast endalaust við. Ég tel að hún verði að koma að þessari deilu, ekki með lagasetningu heldur með auknu fjármagni til sveitarfélaga. Ef börnin væru metin á hlutabréfamarkaði og skólarnir bankastofnanir, verðbréfahallir eða stórfyrirtæki og kennarar starfsmenn þessara fyrirtækja væru laun þeirra miklu hærri. Eftir kvöldfréttir í ríkissjónvarpinu er vísitöluupptalning svo sem úrvalsvísitala, Nasdaq, Dow Jones og fl. Væri ekki betra að hafa eitthvað siðbætandi efni svona rétt fyrir svefninn, í stað þess að ýta sífellt undir gróða- og græðgishyggjuna? Það myndi skila sér í innihaldsríkara lífi. Verðmætamat fólks fellst að miklu leiti í hlutum og fjármagni og þessu endalausa kapphlaupi um að eiga allan fjandann. Stöðugt er auglýsingaáróður notaður til að ýta undir slíkar hvatir. Í öðru orðinu gera kennarar mest lítið að mati sumra, búnir að vinna kl. 14 á daginn. Kennslustundir eru aðeins 40 mín, þegar 6o mín eru í klukkutímunum hjá öðrum vinnandi stéttum. Menn telja upp jóla- og páskafrí og tala um 3ja mánaða sumarfrí. Það er mikill lúxus að vera kennari að mati fólks sem er uppfullt af svona ranghugmyndum. Í hugum þessa fólks eru skólar fyrst og fremst dagvistunarstofnanir. Foreldrar voru í vandræðum með að koma börnunum í pössun en minna fer fyrir áhyggjum af því að börnin missi úr námi, nema ef vera skyldi hjá foreldrum 10. bekkinga, vegna samræmdu prófanna í vor. Það var því mikill áfellisdómur fyrir foreldra, þegar fram kom í fréttum, eftir fyrstu viku verkfalls að börn væru úti langt fram yfir lögleyfðan útivistartíma. Menn óttuðust jafnvel að fíkniefnaneysla ungmenna ykist á meðan verkfallið stæði yfir. Þarna skýtur nú heldur betur skökku við. Getur verið að vandinn sem skapast hefur undanfarnar vikur sé vegna forgangsröðunnar fullorðinna en ekki einungis vegna kennarastéttarinnar einnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Flóttafólk er bara fólk Úlfhildur Ólafsdóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Borgar sig að fjárfesta í börnum? - Hulda Bjarnadóttir ljósmóðir Nú þegar kennaraverkfall hefur staðið yfir í 6 vikur hefur lítið þokast í samkomulagsátt. Komin er fram miðlunartillaga. Ég get ekki lengur orðað bundist. Að mínu mati eru kennarar sú stétt, sem einna minnst er metin í okkar samfélagi. Þeir fá litla samúð í sinni kjarabaráttu. Það sýnir sig best í þessu verkfalli. Eða kannski má orða þetta á annan hátt, metum við börnin okkar ekki meir? Er það vegna þess að það er ekki peningalegur gróði af þeim? Þau færa okkur ekki arð í hlutabréfaviðskiftum. Er græðgi búin að blinda þessa þjóð svo mikið að við erum búin að missa sýn á það sem ætti að skipta okkur mestu, börnin okkar? Kennarastarfið hefur breyst mikið síðustu 20 ár. Þó kennslan sé enn jafn stór þáttur hefur stöðugt meira uppeldi færst á þeirra herðar. Okkur þykir gott að kennarar agi börnin og kenni þeim góða siði. Við foreldrar verðum stöðugt uppteknari af öðru en börnum okkar. Væri þá ekki rétt að styðja baráttu kennara fyrir bættum kjörum? Mikilvægi barna okkar ætti að koma fram í launum kennara. Ríkisstjórnin klifar stöðugt á því að hún ætli ekki að blanda sér í þessa deilu kennara og sveitarfélaga og þverskallast endalaust við. Ég tel að hún verði að koma að þessari deilu, ekki með lagasetningu heldur með auknu fjármagni til sveitarfélaga. Ef börnin væru metin á hlutabréfamarkaði og skólarnir bankastofnanir, verðbréfahallir eða stórfyrirtæki og kennarar starfsmenn þessara fyrirtækja væru laun þeirra miklu hærri. Eftir kvöldfréttir í ríkissjónvarpinu er vísitöluupptalning svo sem úrvalsvísitala, Nasdaq, Dow Jones og fl. Væri ekki betra að hafa eitthvað siðbætandi efni svona rétt fyrir svefninn, í stað þess að ýta sífellt undir gróða- og græðgishyggjuna? Það myndi skila sér í innihaldsríkara lífi. Verðmætamat fólks fellst að miklu leiti í hlutum og fjármagni og þessu endalausa kapphlaupi um að eiga allan fjandann. Stöðugt er auglýsingaáróður notaður til að ýta undir slíkar hvatir. Í öðru orðinu gera kennarar mest lítið að mati sumra, búnir að vinna kl. 14 á daginn. Kennslustundir eru aðeins 40 mín, þegar 6o mín eru í klukkutímunum hjá öðrum vinnandi stéttum. Menn telja upp jóla- og páskafrí og tala um 3ja mánaða sumarfrí. Það er mikill lúxus að vera kennari að mati fólks sem er uppfullt af svona ranghugmyndum. Í hugum þessa fólks eru skólar fyrst og fremst dagvistunarstofnanir. Foreldrar voru í vandræðum með að koma börnunum í pössun en minna fer fyrir áhyggjum af því að börnin missi úr námi, nema ef vera skyldi hjá foreldrum 10. bekkinga, vegna samræmdu prófanna í vor. Það var því mikill áfellisdómur fyrir foreldra, þegar fram kom í fréttum, eftir fyrstu viku verkfalls að börn væru úti langt fram yfir lögleyfðan útivistartíma. Menn óttuðust jafnvel að fíkniefnaneysla ungmenna ykist á meðan verkfallið stæði yfir. Þarna skýtur nú heldur betur skökku við. Getur verið að vandinn sem skapast hefur undanfarnar vikur sé vegna forgangsröðunnar fullorðinna en ekki einungis vegna kennarastéttarinnar einnar.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar