Fjöldatakmarkanir í framhaldsskóla 30. júní 2004 00:01 Framhaldsskólarnir - Björgvin G. Sigurðsson Sú fráleita staða sem uppi hefur verið í málefnum framhaldsskólanna krefst skýringa af hálfu menntamálaráðherra. Samkvæmt fjárlaganefndarmönnum stjórnarflokkanna var það meðvituð ákvörðun af þeirra hálfu að takmarka aðgang að framhaldsskólunum. Á því róti og uppnámi sem fjöldatakmarkanirnar hafa valdið hundruðum fjölskyldna skuldar ráðherra menntamála boðlegar skýringar sem byggja á staðreyndum, ekki tómu tali um aukna aðsókn. Legið hefur fyrir frá árinu 1988 í hvað stefndi. Fjöldatakmarkanir í framhaldsskóla eru ísköld pólitísk ákvörðun af hálfu stjórnarflokkanna, ákvörðun sem ráðherrann þarf að skýra. Lögin eru skýr, allir skulu fá aðgang að framhaldsskóla. Stakkur ríkisvaldsins er hins vegar svo þröngt sniðinn að því fer fjarri að skólarnir geti uppfyllt lagaskylduna. Hundruð eru enn á milli vonar og ótta um hver staða þeirra verður í haust. Svona koma menn ekki fram við unglinga á miðri skólagöngu sinni. Þessum hópi skuldar ráðherrann afdráttarlausa afsökun og skýringar. Metnaðarleysi Sjálfstæðisflokksins í skólamálum er með ólíkindum. Háskólinn er þvingaður til að taka upp harkalegar fjöldatakmarkanir og sveltur til að kalla á aukin skólagjöld og framhaldsskólarnir vísa hundruðum unglinga frá! Flokkurinn og ráðherrar hans hafa brugðist í menntamálum þjóðarinnar. Að mínu mati á að flytja framhaldsskólann til sveitarfélaganna. Slík tilhögun varð til að bæta grunnskólana verulega á sínum tíma og yrði einnig raunin með framhaldsskólann. Frelsa þarf hann frá metnaðarlausu ríkisvaldi og koma til sveitarfélaganna sem hafa metnað og kraft til að reka hann með reisn. Í stað þess að fjársvelta framhaldsskólana ætti að vera forgangsatriði að efla starfsnám og styttri námsbrautir. Íslensk menntastefna hefur lengi verið á villigötum hvað varðar framgang starfsnáms. Of mikið verið lagt upp úr bóknámi með þeim afleiðingum að margir fóta sig ekki í framhaldsskólunum og hætta námi. Með eflingu starfsnáms yrði ekki síður og kannski fyrst og fremst, eytt úreltri aðgreiningu verknáms og bóknáms. Endurskoða þarf samsetningu náms í grunnskólum, efla framhaldsskólastigið markvisst og tryggja framboð á verkmenntuðu fólki. Hefðbundið bóknám hentar augljóslega ekki öllum. Verkefnið er m.a. að brjóta niður múra á milli bóknáms og starfsnáms, með það að leiðarljósi að allt starfsnám og styttri námsbrautir geti komi til viðbótar við aðra menntun, sýnist námsmanninum svo síðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Framhaldsskólarnir - Björgvin G. Sigurðsson Sú fráleita staða sem uppi hefur verið í málefnum framhaldsskólanna krefst skýringa af hálfu menntamálaráðherra. Samkvæmt fjárlaganefndarmönnum stjórnarflokkanna var það meðvituð ákvörðun af þeirra hálfu að takmarka aðgang að framhaldsskólunum. Á því róti og uppnámi sem fjöldatakmarkanirnar hafa valdið hundruðum fjölskyldna skuldar ráðherra menntamála boðlegar skýringar sem byggja á staðreyndum, ekki tómu tali um aukna aðsókn. Legið hefur fyrir frá árinu 1988 í hvað stefndi. Fjöldatakmarkanir í framhaldsskóla eru ísköld pólitísk ákvörðun af hálfu stjórnarflokkanna, ákvörðun sem ráðherrann þarf að skýra. Lögin eru skýr, allir skulu fá aðgang að framhaldsskóla. Stakkur ríkisvaldsins er hins vegar svo þröngt sniðinn að því fer fjarri að skólarnir geti uppfyllt lagaskylduna. Hundruð eru enn á milli vonar og ótta um hver staða þeirra verður í haust. Svona koma menn ekki fram við unglinga á miðri skólagöngu sinni. Þessum hópi skuldar ráðherrann afdráttarlausa afsökun og skýringar. Metnaðarleysi Sjálfstæðisflokksins í skólamálum er með ólíkindum. Háskólinn er þvingaður til að taka upp harkalegar fjöldatakmarkanir og sveltur til að kalla á aukin skólagjöld og framhaldsskólarnir vísa hundruðum unglinga frá! Flokkurinn og ráðherrar hans hafa brugðist í menntamálum þjóðarinnar. Að mínu mati á að flytja framhaldsskólann til sveitarfélaganna. Slík tilhögun varð til að bæta grunnskólana verulega á sínum tíma og yrði einnig raunin með framhaldsskólann. Frelsa þarf hann frá metnaðarlausu ríkisvaldi og koma til sveitarfélaganna sem hafa metnað og kraft til að reka hann með reisn. Í stað þess að fjársvelta framhaldsskólana ætti að vera forgangsatriði að efla starfsnám og styttri námsbrautir. Íslensk menntastefna hefur lengi verið á villigötum hvað varðar framgang starfsnáms. Of mikið verið lagt upp úr bóknámi með þeim afleiðingum að margir fóta sig ekki í framhaldsskólunum og hætta námi. Með eflingu starfsnáms yrði ekki síður og kannski fyrst og fremst, eytt úreltri aðgreiningu verknáms og bóknáms. Endurskoða þarf samsetningu náms í grunnskólum, efla framhaldsskólastigið markvisst og tryggja framboð á verkmenntuðu fólki. Hefðbundið bóknám hentar augljóslega ekki öllum. Verkefnið er m.a. að brjóta niður múra á milli bóknáms og starfsnáms, með það að leiðarljósi að allt starfsnám og styttri námsbrautir geti komi til viðbótar við aðra menntun, sýnist námsmanninum svo síðar.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun