Sport

HK þjarmar að Val

HK er farið að anda ofan í hálsmálið hjá Valsmönnum eftir leiki gærdagsins í 1. deildinni. Þeir lögðu Þrótt á Valbjarnarvelli, 0-1, með marki Viktors Knúts Viktorssonar en á sama tíma gerðu Valsmenn jafntefli við Breiðablik í Kópavogi, 1-1. Pétur Sigurðsson kom Blikum yfir á 9. mínútu en Matthías Guðmundsson jafnaði fyrir Val í upphafi síðari hálfleiks. Valsmenn voru betri aðilinn í leiknum en nýttu færi sín illa. Njarðvík er áfram í þriðja sæti eftir markalaust jafntefli gegn Þór en Fjölnismenn hoppuðu upp í sjöunda sæti með góðum sigri á Stjörnunni í Garðabæ, 2-3. Dragoslav Stojanovic og Valdimar Kristófersson komu Stjörnunni tvisvar yfir í leiknum en það dugði ekki til þar sem Stanisa Mitic skoraði í þrígang fyrir Fjölnismenn og tryggði þeim stigin þrjú. Svo gerðu Völsungur og Haukar jafntefli á Húsavík í sex stiga leik. Sævar Eyjólfsson kom Haukum yfir á 38. mínútu en Hermann Aðalgeirsson jafnaði fyrir Völsung á 58. mínútu og þar við sat.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×