Sport

3-0 fyrir Tékka

Tékkar eru komnir í 3-0 gegn Dönum. Mörk númer tvö og þrjú gerði Milan Baros, leikmaður Liverpool. Fyrra markið hjá Baros kom á 63. mínútu. Hann fékk laglega stungusendingu frá Karel Poborsky og vippaði boltanum smekklega yfir Sörensen í marki Dana. Þriðja markið kom þrem mínútum síðar. Í það skiptið kom stungusending frá Pavel Nedved og Baros kláraði það á einstakan hátt. Frábær mörk hjá Baros sem er þar með kominn með fimm mörk í fjórum leikjum og er orðinn markahæstur á mótinu. Danir höfðu pressaði nokkuð fram að þessum mörkum en þeir hafa svo gott sem lokið keppni eftir þessi snilldarmörk Baros.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×