Sport

Ísland vann Belga í körfubolta

Íslenska landsliðið í körfubolta vann Belga með eins stigs mun í Stykkishólmi í gær. Staðan var 77 - 76 , í þriðju viðureign liðanna á jafn mörgum dögum, en Íslendingar töpuðu tveimur fyrstu leikjunum. Það var Páll Axel Vilbergsson sem tryggði Íslendingum sigur með körfu á síðustu sekúndum leiksins, en Páll Axel sem átti góðan leik skoraði 16 stig í leiknum. Maður leiksins var hins vegar Hlynur Bæringsson sem skoraði 23 stig og hirti 14 fráköst. Þá var Jakob Sigurðsson sem leikur í Bandaríkjunum öflugur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×