Gerðu Portúgölum grikk 15. júní 2004 00:01 Grikkland vann Portúgal 2–1 í fyrsta leik Evrópumótsins í knattspyrnu í gær. Spánverjar byrjuðu mun betur en nágrannar þeirra og unnu Rússa, 1–0, í seinni leik dagsins. Pressan á Portúgölum var þeim kannski ofviða í fyrsta leik þeirra á Evrópumótinu. Tvö mörk Grikkja í upphafi hvors hálfleiks lögðu gruninn að 2–1 sigri þeirra og þrátt fyrir þunga sókn heimamanna tókst þeim ekki að skora fyrr en þrjár mínútur voru komnar fram í uppbótartíma. Nágrannar Portúgala, Spánverjar, unnu hinsvegar Rússa, 1–0, þökk sé meistaraskiptingu þjálfarans, Inaki Saez í seinni hálfleik. Allir vonsviknir „Þetta þýðir að næsti leikur er upp á líf og dauða fyrir okkur,“ sagði Luis Scolari, þjálfari Portúgala eftir leik. „Við misstum ekki tökin á miðjunni við misstum tökin á öllum leiknum. Bæði ég og leikmennirnir erum mjög vonsviknir eftir þessi úrslit.“ Grikkir komu Portúgölum í opna skjöldu með góðri byrjun en flestir höfðu spáð því að gríska liðið myndi falla aftur á völlinn og treysta á sína sterku vörn. En annað kom á daginn og eftir sjö mínútur voru heimamenn komnir undir og áhorfendurnir tóku andköf. Í upphafi seinni hálfleiks fengu Grikkir síðan víti sem Angelo Basinas skoraði af öryggi úr og þrátt fyrir að Luis Felipe Scolari setti inn hvern sóknarmanninn á fætur öðrum tókst þeim ekki að skora fyrr en rétt fyrir lokaflautið þegar Christiano Ronaldo skallaði inn hornspyrnu Luis Figo. Ronaldo hafði komið inn á sem varamaður í hálfleik og var búinn að gefa víti eftir aðeins sex mínútur. Ronaldo varð annar yngsti leikmaðurinn í sögunni til að skora í úrslitum EM en hann er aðeins 19 ára og 4 mánaða gamall. „Þetta er stærsti sigur í sögu Grikklands,“ sagði Þjóðverjinn og þjálfarinn Otto Rehagel sem hefur gerbreytt hugsunarhætti leikmanna liðsins. „Leikaðferðin og skipulagið gekk fullkomlega upp og ég býst við að Grikkir fagni þessi vel en við þurfum að komast aftur niður á jörðina því það eru bara 4 dagar í næsta leik.“ Varamaðurinn Valerón Varamaðurinn Juan Carlos Valerón var hetja Spánverja gegn Rússum en hann skoraði eina markið í leiknum með sinni fyrstu snertingu. Valerón leysti Fernando Morientes af hólmi og skoraði aðeins nokkrum sekúndum síðar. Spánverjar höfðu mikla yfirburði stærsta hluta leiksins en tókst ekki að skora nema einu sinni. A-riðillPortúgal–Grikkland 1–2 0–1 Karagounis (7.), 0–2 Basinas, víti (51.), 1–2 Ronaldo (90.) Spánn–Rússland 1–0 1–0 Valerón (60.) Staðan í riðlinum Grikkland 1 1 0 0 2–1 3 Spánn 1 1 0 0 1–0 3 Portúgal 1 0 0 1 1–2 0 Rússland 1 0 0 1 0–1 0 Næstu leikir í riðlinum Grikkland–Spánn Mið. 16. júní 16:00 Rússland–Portúgal Mið. 16. júní 18:45 Íslenski boltinn Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sjá meira
Grikkland vann Portúgal 2–1 í fyrsta leik Evrópumótsins í knattspyrnu í gær. Spánverjar byrjuðu mun betur en nágrannar þeirra og unnu Rússa, 1–0, í seinni leik dagsins. Pressan á Portúgölum var þeim kannski ofviða í fyrsta leik þeirra á Evrópumótinu. Tvö mörk Grikkja í upphafi hvors hálfleiks lögðu gruninn að 2–1 sigri þeirra og þrátt fyrir þunga sókn heimamanna tókst þeim ekki að skora fyrr en þrjár mínútur voru komnar fram í uppbótartíma. Nágrannar Portúgala, Spánverjar, unnu hinsvegar Rússa, 1–0, þökk sé meistaraskiptingu þjálfarans, Inaki Saez í seinni hálfleik. Allir vonsviknir „Þetta þýðir að næsti leikur er upp á líf og dauða fyrir okkur,“ sagði Luis Scolari, þjálfari Portúgala eftir leik. „Við misstum ekki tökin á miðjunni við misstum tökin á öllum leiknum. Bæði ég og leikmennirnir erum mjög vonsviknir eftir þessi úrslit.“ Grikkir komu Portúgölum í opna skjöldu með góðri byrjun en flestir höfðu spáð því að gríska liðið myndi falla aftur á völlinn og treysta á sína sterku vörn. En annað kom á daginn og eftir sjö mínútur voru heimamenn komnir undir og áhorfendurnir tóku andköf. Í upphafi seinni hálfleiks fengu Grikkir síðan víti sem Angelo Basinas skoraði af öryggi úr og þrátt fyrir að Luis Felipe Scolari setti inn hvern sóknarmanninn á fætur öðrum tókst þeim ekki að skora fyrr en rétt fyrir lokaflautið þegar Christiano Ronaldo skallaði inn hornspyrnu Luis Figo. Ronaldo hafði komið inn á sem varamaður í hálfleik og var búinn að gefa víti eftir aðeins sex mínútur. Ronaldo varð annar yngsti leikmaðurinn í sögunni til að skora í úrslitum EM en hann er aðeins 19 ára og 4 mánaða gamall. „Þetta er stærsti sigur í sögu Grikklands,“ sagði Þjóðverjinn og þjálfarinn Otto Rehagel sem hefur gerbreytt hugsunarhætti leikmanna liðsins. „Leikaðferðin og skipulagið gekk fullkomlega upp og ég býst við að Grikkir fagni þessi vel en við þurfum að komast aftur niður á jörðina því það eru bara 4 dagar í næsta leik.“ Varamaðurinn Valerón Varamaðurinn Juan Carlos Valerón var hetja Spánverja gegn Rússum en hann skoraði eina markið í leiknum með sinni fyrstu snertingu. Valerón leysti Fernando Morientes af hólmi og skoraði aðeins nokkrum sekúndum síðar. Spánverjar höfðu mikla yfirburði stærsta hluta leiksins en tókst ekki að skora nema einu sinni. A-riðillPortúgal–Grikkland 1–2 0–1 Karagounis (7.), 0–2 Basinas, víti (51.), 1–2 Ronaldo (90.) Spánn–Rússland 1–0 1–0 Valerón (60.) Staðan í riðlinum Grikkland 1 1 0 0 2–1 3 Spánn 1 1 0 0 1–0 3 Portúgal 1 0 0 1 1–2 0 Rússland 1 0 0 1 0–1 0 Næstu leikir í riðlinum Grikkland–Spánn Mið. 16. júní 16:00 Rússland–Portúgal Mið. 16. júní 18:45
Íslenski boltinn Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sjá meira