Tæpur sigur Tékka 15. júní 2004 00:01 Fyrirfram var talið að leikur Tékka og Letta í C-riðli Evrópumótsins í Portúgal yrði leikur kattarins að músinni. Lettar, sem hafa aldrei áður spilað í úrslitakeppni stórmóts, áttu einfaldlega að vera fallbyssufóður fyrir gríðarsterkt lið Tékka en svo fór þó aldeilis ekki þegar út í alvöruna var komið. Tékkar voru mikið meira með boltann en þeir þurftu á tveimur mörkum á síðustu sautján mínútunum að halda til að ná naumum sigri, 2-1. Lettar börðust eins og ljón í fyrri hálfleik og þrátt fyrir að Tékkar héldu uppi stórsókn að marki þeirra þá gáfu þeir ekkert eftir. Þeir voru stórhættulegir þegar þeir komust fram og úr einni skyndisókninni, rétt undir lok fyrri hálfleiks, náðu þeir óvænt forystunni. Andrejs Prohorenkovs braust upp vinstri kantinn og gaf fyrir á markahrókinn Maris Verpakovskis sem renndi boltann auðveldlega í netið á fjærstöng. Í síðari hálfleik héldu Tékkar upp stanslausri pressu á lettneska markið en gekk illa að koma boltanum fram hjá Aleksandrs Kolinko sem varði oft á tíðum frábærlega. Þeim tókst þó að brjóta ísinn á 73. mínútu þegar Milan Baros, framherji Liverpool, jafnaði metin eftir góðan undirbúning Karels Poborsky. Það var síðan varamaðurinn Marke Heinz sem tryggði Tékkum sigur með marki fimm mínútum fyrir leikslok. Karel Brückner, þjálfari Tékka, var ánægður með að hans menn hefðu ekki farið á taugum þegar þeir lentu undir. "Við byrjuðum vel en seinni hluti fyrri hálfleiks var lélegur. Mínir menn lögðu ekki árar í bát þrátt fyrir að fá mark á sig undir lok hálfleiksins því við vissum að það væri nægur tími eftir til að jafna leikinn og vinna hann. Við fórum ekki á taugum og það skóp sigurinn," sagði Brückner. Hann hrósaði einnig Lettum og sagði þá vera með mjög sterkt lið sem gæti gert Hollendingum og Þjóðverjum skráveifu. Stuðningsmenn lettneska liðsins voru himinlifandi með sína menn og gáfu þeim standandi lófaklapp að leik loknum. Aleksandrs Starkovs, þjálfari Tékka, var afskaplega sáttur eftir leikinn og sagði frammistöðu liðsins gefa því sjálfstraust í leikjunum sem framundan eru. Íslenski boltinn Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Sjá meira
Fyrirfram var talið að leikur Tékka og Letta í C-riðli Evrópumótsins í Portúgal yrði leikur kattarins að músinni. Lettar, sem hafa aldrei áður spilað í úrslitakeppni stórmóts, áttu einfaldlega að vera fallbyssufóður fyrir gríðarsterkt lið Tékka en svo fór þó aldeilis ekki þegar út í alvöruna var komið. Tékkar voru mikið meira með boltann en þeir þurftu á tveimur mörkum á síðustu sautján mínútunum að halda til að ná naumum sigri, 2-1. Lettar börðust eins og ljón í fyrri hálfleik og þrátt fyrir að Tékkar héldu uppi stórsókn að marki þeirra þá gáfu þeir ekkert eftir. Þeir voru stórhættulegir þegar þeir komust fram og úr einni skyndisókninni, rétt undir lok fyrri hálfleiks, náðu þeir óvænt forystunni. Andrejs Prohorenkovs braust upp vinstri kantinn og gaf fyrir á markahrókinn Maris Verpakovskis sem renndi boltann auðveldlega í netið á fjærstöng. Í síðari hálfleik héldu Tékkar upp stanslausri pressu á lettneska markið en gekk illa að koma boltanum fram hjá Aleksandrs Kolinko sem varði oft á tíðum frábærlega. Þeim tókst þó að brjóta ísinn á 73. mínútu þegar Milan Baros, framherji Liverpool, jafnaði metin eftir góðan undirbúning Karels Poborsky. Það var síðan varamaðurinn Marke Heinz sem tryggði Tékkum sigur með marki fimm mínútum fyrir leikslok. Karel Brückner, þjálfari Tékka, var ánægður með að hans menn hefðu ekki farið á taugum þegar þeir lentu undir. "Við byrjuðum vel en seinni hluti fyrri hálfleiks var lélegur. Mínir menn lögðu ekki árar í bát þrátt fyrir að fá mark á sig undir lok hálfleiksins því við vissum að það væri nægur tími eftir til að jafna leikinn og vinna hann. Við fórum ekki á taugum og það skóp sigurinn," sagði Brückner. Hann hrósaði einnig Lettum og sagði þá vera með mjög sterkt lið sem gæti gert Hollendingum og Þjóðverjum skráveifu. Stuðningsmenn lettneska liðsins voru himinlifandi með sína menn og gáfu þeim standandi lófaklapp að leik loknum. Aleksandrs Starkovs, þjálfari Tékka, var afskaplega sáttur eftir leikinn og sagði frammistöðu liðsins gefa því sjálfstraust í leikjunum sem framundan eru.
Íslenski boltinn Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Sjá meira