Sport

Dagsformið skiptir öllu

Morten Olsen, landsliðsþjálfari Dana, sagði á blaðamannafundi í gær að hann væri rólegur fyrir leikinn gegn Ítalíu í dag þótt hann gerði sér grein fyrir því að ítalska liðið væri mjög sterkt. „Úrslit þessa leiks koma til með að ráðast á forminu. Dagsformið skiptir öllu því ég hef ekki trú á því að liðin geti komið hvort öðru á óvart leikfræðilega. Við verðum að vera tilbúnir í þennan leik annars verður okkur refsað grimmilega,“ sagði Olsen. Olsen tilkynnti ekki byrjunarlið sitt í gær og sagðist ætla að bíða með það þar til skömmu fyrir leik.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×