Sport

ÍBV vann meistarakeppnina

ÍBV vann meistarakeppni HSÍ hjá konunum en leikið var í Vestmannaeyjum í kvöld. Leikurinn var gegn Haukum og sigur ÍBV kom eftir framlengingu. Eftir venjulegan leiktíma var staðan 27-27 en ÍBV vann, 33-31, eftir framlengingu. Anastasia Patsiou átti stórleik hjá ÍBV og skoraði 9 mörk, Zofia Pastor gerði 7 en Eva Hlöðversdóttir og Darinka Stefanovic skoruðu 5. Best var þó markvörðurinn Florentina Grecu en hún varði 26 skot í leiknum. Hanna Guðrún Stefánsdóttir og Ramune Pekarskyte voru langbestar hjá Haukum. Hanna skoraði 11 mörk en Ramune 10.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×