Sport

Vilhelm Gauti hættur að æfa

Meistaraefnin í HK hafa orðið fyrir mikilli blóðtöku en nú hefur stórskyttan Vilhelm Gauti Bergsveinsson tilkynnt að hann sé hættur að æfa. Hann hefur átt við þrálát axlarmeiðsli að stríða í langan tíma og var meira og minna úr leik á síðasta tímabili. Vilhelm er að vonast til að með góðri hvíld geti hann snúið aftur á völlinn af fullum styrk en hvenær af því verði er alls óljóst á þessari stundu. Vilhelm tók reyndar við þjálfun HK undir lok síðasta tímabils þegar Árni Jakob Stefánsson var látinn taka pokann sinn og þótti standa sig ljómandi vel í því hlutverki og er án efa framtíðarþjálfari. Hann þjálfar nú 4. flokk karla hjá félaginu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×