Skoðun

Dúkka Sjálfstæðisflokksins

Kristján Sig. Kristjánsson skrifar um kosningasjónvarpið. Dúkka Sjálfstæðisflokksins var óvenju vel upptrekkt í ríkissjónvarpinu kosningakvöldið. Svo vel höfðu Valhellingar trekkt fjöðrina að það hélt henni á línunni allt kvöldið og dugði hér um bil til að sanna að Ólafur Ragnar hefði verið kosinn með minnihluta atkvæða. Aðeins vantaði að Vestur-Íslendingum væri blandað í málið til að þynna atkvæðatölur forsetans. Hún talaði ávallt um "frú Vigdísi" sem tekin hefur verið inn í Heimastjórnarflokkinn, en lét vera að herra hinn óvirðulega Norðurljósaforseta, enda er hann ekki með nema fimm prósent atkvæða á bak við sig ef Færeyingar og Vestur-Íslendingar eru reiknaðir með inn í dæmið, þeir sem mættu ekki einu sinni á kjörstað í mótmælaskyni. Þannig sést ef vel er að gáð hve djúp gjá hefur myndast á milli forsetans og þjóðarinnar, svo ekki sé minnst á vestur-íslensku þjóðina.



Skoðun

Sjá meira


×