Lífið

Spila lögin þó þeir kunni þau ekki

Sumarboðinn ljúfi á Rás 2, óskalagaþáttur Sniglabandsins í beinni útsendingu á föstudögum milli 11-12 er kominn á dagskrá. Að sögn Pálma Sigurhjartarsonar bassaleikara er þetta alltaf jafn gaman, "við spilum óskalög hlustenda í klukkutíma, innlend og útlend, hvort sem við kunnum þau eða ekki. Við komum um 10 lögum að í hverjum þætti og síðasti hlustandinn þarf að segja okkur hlægilega lífsreynslusögu af sjálfum sér, svo söfnum við þeim saman í lok sumars." "Í fyrra fékk síðasti hlustandinn í hverjum þætti að leggja inn uppskrift að lagi," heldur Pálmi áfram. "Sagt að hann vildi ballöðu um heita sumarást á Djúpavogi. Viku seinna mættum við svo tilbúnir með lagið og spiluðum. Nú höfum við safnað þessum pöntuðu lögum saman á disk og hann kemur út í sumar. Nú og fyrir utan að spila óskalögin spjöllum við saman og við hlustendur." Pálmi segir Sniglabandið hafa verið gesti á Aðalstöðinni 1993, "í morgunþætti Jakobs Bjarnars og Davíðs Þórs. Við vorum að kynna plötu, spiluðum og spjölluðum. En svo þótti okkur svo gaman að þessu að við spiluðum yfir aðra dagskrárliði og gátum varla hætt. Þá eiginlega kviknaði hugmyndin að þessum óskalagaþætti. Sem við trommuðum upp með á Rás 2 á næstu tveimur árum. Svo kom hlé en í fyrra byrjuðum við á þessu aftur og sér ekki fyrir endann á óskalagaþáttunum," segir Pálmi Sigurhjartarson í Sniglabandinu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.