Íþróttamót lögð í einelti 28. júní 2004 00:01 Löggæslugjald -Sigurjón Þórðarson, alþingismaður Frjálslynda flokksins. Enn berast af því fréttir að dómsmálaráðherra leggi mótshald á landsbyggðinni í einelti með innheimtu gríðarhárra upphæða fyrir löggæslu á íþróttamótum. Væru mótin haldin í Reykjavík eða á Akureyri þyrfti ekki að greiða umræddan kostnað. Nýlega úrskurðaði ráðherra að Landsmót og Unglingalandsmót sem haldin verða á Sauðárkróki skyldu greiða 2,5 milljónir í löggæslukostnað. Óskiljanlegt er að dómsmálaráðherra leggi með þessum hætti stein í götu íþróttamóta á landsbyggðinni. Færa má góð og gild rök fyrir því að unglingalandsmótin um verslunarmannahelgar séu einmitt öflug forvörn fyrir æsku landsins og góður kostur fyrir krakka sem vilja skemmta sér án vímuefna og við íþróttaiðkun. Innheimta löggæslukostnaðarins hefur verið umdeild, en keyrði þó um þverbak þegar unglingalandsmót UMFÍ á Ísafirði var síðasta sumar krafið um þennan kostnað. Vegna þess hve umræddur löggæslukostnaður er ósanngjarn lagði ég fram frumvarp þess efnis að fella í burtu heimild til innheimtu hans. Frumvarpið fékk almennt jákvæða umsögn. T.d. sagði í umsögn lögreglustjóraembættisins í Reykjavík: "Flestir ef ekki allir landsmenn stunda skemmtanir af einu eða öðru tagi og fer mikill meirihluti þeirra fram undir almennri vernd lögreglu án þess að sérstök greiðsla komi fyrir. Undantekningum frá þessari meginreglu fer fækkandi og er nú svo komið að telja verður eðlilegt að jafna með öllu kostnað af skemmtanahaldi í landinu svo allir sitji við sama borð í þessu tilliti jafnt í þéttbýli sem dreifbýli en sem kunnugt er hefur þessi löggæslukostnaður helst lagst á skemmtanir í dreifbýli." Einhverra hluta vegna treystu þingmenn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks sér ekki til að veita málinu brautargengi. Í því endurspeglast hugur flokkanna til landsbyggðarinnar þegar á reynir. Ástæður þess að fella þarf burt heimildina til innheimtu löggæslukostnaðarins eru margvíslegar. Í fyrsta lagi er lagaramminn fyrir innheimtuna ótraustur. Í skýrslu starfshóps dómsmálaráðherra sem fara átti yfir reglur og lagaumgjörð varðandi útihátíðir og skemmtanir var komist að þeirri niðurstöðu að gildandi reglur væru mjög ótraustar. Í öðru lagi hefur notkun heimildarinnar til þess að innheimta gjaldið verið mjög handahófskennd og særir réttlætiskennd almennings. Til dæmis var lítil bæjarhátíð á Skagaströnd síðasta sumar látin greiða háan löggæslukostnað þrátt fyrir að þar hafi lítið annað farið fram en dansleikur og guðsþjónusta. Á sama tíma fór fram miklu stærri hátíð á Akureyri þar sem ekki var innheimt sérstak gjald, þrátt fyrir að þar væri mun meira að gera fyrir lögreglu. Í þriðja lagi er meginreglan sú að kostnaður vegna starfsemi lögreglu skuli greiddur úr ríkissjóði. Einu undantekningarnar eru löggæslukostnaður á skemmtunum og kostnaður vegna framkvæmda eða flutnings á óvenjulegum eða hættulegum farmi. Fjármunirnir sem innheimtir eru með þessum hætti skipta vart sköpum við fjármögnun löggæslunnar í landinu. Ríkið heldur uppi lögum og reglu í landinu og lögreglustjórum er falið að meta hvað til þurfi hverju sinni. Vonandi sjá stjórnvöld sóma sinn í því að fella niður þessa ósanngjörnu gjaldtöku. Ef ekki, þá hljóta þau skömm af. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Löggæslugjald -Sigurjón Þórðarson, alþingismaður Frjálslynda flokksins. Enn berast af því fréttir að dómsmálaráðherra leggi mótshald á landsbyggðinni í einelti með innheimtu gríðarhárra upphæða fyrir löggæslu á íþróttamótum. Væru mótin haldin í Reykjavík eða á Akureyri þyrfti ekki að greiða umræddan kostnað. Nýlega úrskurðaði ráðherra að Landsmót og Unglingalandsmót sem haldin verða á Sauðárkróki skyldu greiða 2,5 milljónir í löggæslukostnað. Óskiljanlegt er að dómsmálaráðherra leggi með þessum hætti stein í götu íþróttamóta á landsbyggðinni. Færa má góð og gild rök fyrir því að unglingalandsmótin um verslunarmannahelgar séu einmitt öflug forvörn fyrir æsku landsins og góður kostur fyrir krakka sem vilja skemmta sér án vímuefna og við íþróttaiðkun. Innheimta löggæslukostnaðarins hefur verið umdeild, en keyrði þó um þverbak þegar unglingalandsmót UMFÍ á Ísafirði var síðasta sumar krafið um þennan kostnað. Vegna þess hve umræddur löggæslukostnaður er ósanngjarn lagði ég fram frumvarp þess efnis að fella í burtu heimild til innheimtu hans. Frumvarpið fékk almennt jákvæða umsögn. T.d. sagði í umsögn lögreglustjóraembættisins í Reykjavík: "Flestir ef ekki allir landsmenn stunda skemmtanir af einu eða öðru tagi og fer mikill meirihluti þeirra fram undir almennri vernd lögreglu án þess að sérstök greiðsla komi fyrir. Undantekningum frá þessari meginreglu fer fækkandi og er nú svo komið að telja verður eðlilegt að jafna með öllu kostnað af skemmtanahaldi í landinu svo allir sitji við sama borð í þessu tilliti jafnt í þéttbýli sem dreifbýli en sem kunnugt er hefur þessi löggæslukostnaður helst lagst á skemmtanir í dreifbýli." Einhverra hluta vegna treystu þingmenn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks sér ekki til að veita málinu brautargengi. Í því endurspeglast hugur flokkanna til landsbyggðarinnar þegar á reynir. Ástæður þess að fella þarf burt heimildina til innheimtu löggæslukostnaðarins eru margvíslegar. Í fyrsta lagi er lagaramminn fyrir innheimtuna ótraustur. Í skýrslu starfshóps dómsmálaráðherra sem fara átti yfir reglur og lagaumgjörð varðandi útihátíðir og skemmtanir var komist að þeirri niðurstöðu að gildandi reglur væru mjög ótraustar. Í öðru lagi hefur notkun heimildarinnar til þess að innheimta gjaldið verið mjög handahófskennd og særir réttlætiskennd almennings. Til dæmis var lítil bæjarhátíð á Skagaströnd síðasta sumar látin greiða háan löggæslukostnað þrátt fyrir að þar hafi lítið annað farið fram en dansleikur og guðsþjónusta. Á sama tíma fór fram miklu stærri hátíð á Akureyri þar sem ekki var innheimt sérstak gjald, þrátt fyrir að þar væri mun meira að gera fyrir lögreglu. Í þriðja lagi er meginreglan sú að kostnaður vegna starfsemi lögreglu skuli greiddur úr ríkissjóði. Einu undantekningarnar eru löggæslukostnaður á skemmtunum og kostnaður vegna framkvæmda eða flutnings á óvenjulegum eða hættulegum farmi. Fjármunirnir sem innheimtir eru með þessum hætti skipta vart sköpum við fjármögnun löggæslunnar í landinu. Ríkið heldur uppi lögum og reglu í landinu og lögreglustjórum er falið að meta hvað til þurfi hverju sinni. Vonandi sjá stjórnvöld sóma sinn í því að fella niður þessa ósanngjörnu gjaldtöku. Ef ekki, þá hljóta þau skömm af.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun