Íþróttamót lögð í einelti 28. júní 2004 00:01 Löggæslugjald -Sigurjón Þórðarson, alþingismaður Frjálslynda flokksins. Enn berast af því fréttir að dómsmálaráðherra leggi mótshald á landsbyggðinni í einelti með innheimtu gríðarhárra upphæða fyrir löggæslu á íþróttamótum. Væru mótin haldin í Reykjavík eða á Akureyri þyrfti ekki að greiða umræddan kostnað. Nýlega úrskurðaði ráðherra að Landsmót og Unglingalandsmót sem haldin verða á Sauðárkróki skyldu greiða 2,5 milljónir í löggæslukostnað. Óskiljanlegt er að dómsmálaráðherra leggi með þessum hætti stein í götu íþróttamóta á landsbyggðinni. Færa má góð og gild rök fyrir því að unglingalandsmótin um verslunarmannahelgar séu einmitt öflug forvörn fyrir æsku landsins og góður kostur fyrir krakka sem vilja skemmta sér án vímuefna og við íþróttaiðkun. Innheimta löggæslukostnaðarins hefur verið umdeild, en keyrði þó um þverbak þegar unglingalandsmót UMFÍ á Ísafirði var síðasta sumar krafið um þennan kostnað. Vegna þess hve umræddur löggæslukostnaður er ósanngjarn lagði ég fram frumvarp þess efnis að fella í burtu heimild til innheimtu hans. Frumvarpið fékk almennt jákvæða umsögn. T.d. sagði í umsögn lögreglustjóraembættisins í Reykjavík: "Flestir ef ekki allir landsmenn stunda skemmtanir af einu eða öðru tagi og fer mikill meirihluti þeirra fram undir almennri vernd lögreglu án þess að sérstök greiðsla komi fyrir. Undantekningum frá þessari meginreglu fer fækkandi og er nú svo komið að telja verður eðlilegt að jafna með öllu kostnað af skemmtanahaldi í landinu svo allir sitji við sama borð í þessu tilliti jafnt í þéttbýli sem dreifbýli en sem kunnugt er hefur þessi löggæslukostnaður helst lagst á skemmtanir í dreifbýli." Einhverra hluta vegna treystu þingmenn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks sér ekki til að veita málinu brautargengi. Í því endurspeglast hugur flokkanna til landsbyggðarinnar þegar á reynir. Ástæður þess að fella þarf burt heimildina til innheimtu löggæslukostnaðarins eru margvíslegar. Í fyrsta lagi er lagaramminn fyrir innheimtuna ótraustur. Í skýrslu starfshóps dómsmálaráðherra sem fara átti yfir reglur og lagaumgjörð varðandi útihátíðir og skemmtanir var komist að þeirri niðurstöðu að gildandi reglur væru mjög ótraustar. Í öðru lagi hefur notkun heimildarinnar til þess að innheimta gjaldið verið mjög handahófskennd og særir réttlætiskennd almennings. Til dæmis var lítil bæjarhátíð á Skagaströnd síðasta sumar látin greiða háan löggæslukostnað þrátt fyrir að þar hafi lítið annað farið fram en dansleikur og guðsþjónusta. Á sama tíma fór fram miklu stærri hátíð á Akureyri þar sem ekki var innheimt sérstak gjald, þrátt fyrir að þar væri mun meira að gera fyrir lögreglu. Í þriðja lagi er meginreglan sú að kostnaður vegna starfsemi lögreglu skuli greiddur úr ríkissjóði. Einu undantekningarnar eru löggæslukostnaður á skemmtunum og kostnaður vegna framkvæmda eða flutnings á óvenjulegum eða hættulegum farmi. Fjármunirnir sem innheimtir eru með þessum hætti skipta vart sköpum við fjármögnun löggæslunnar í landinu. Ríkið heldur uppi lögum og reglu í landinu og lögreglustjórum er falið að meta hvað til þurfi hverju sinni. Vonandi sjá stjórnvöld sóma sinn í því að fella niður þessa ósanngjörnu gjaldtöku. Ef ekki, þá hljóta þau skömm af. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Löggæslugjald -Sigurjón Þórðarson, alþingismaður Frjálslynda flokksins. Enn berast af því fréttir að dómsmálaráðherra leggi mótshald á landsbyggðinni í einelti með innheimtu gríðarhárra upphæða fyrir löggæslu á íþróttamótum. Væru mótin haldin í Reykjavík eða á Akureyri þyrfti ekki að greiða umræddan kostnað. Nýlega úrskurðaði ráðherra að Landsmót og Unglingalandsmót sem haldin verða á Sauðárkróki skyldu greiða 2,5 milljónir í löggæslukostnað. Óskiljanlegt er að dómsmálaráðherra leggi með þessum hætti stein í götu íþróttamóta á landsbyggðinni. Færa má góð og gild rök fyrir því að unglingalandsmótin um verslunarmannahelgar séu einmitt öflug forvörn fyrir æsku landsins og góður kostur fyrir krakka sem vilja skemmta sér án vímuefna og við íþróttaiðkun. Innheimta löggæslukostnaðarins hefur verið umdeild, en keyrði þó um þverbak þegar unglingalandsmót UMFÍ á Ísafirði var síðasta sumar krafið um þennan kostnað. Vegna þess hve umræddur löggæslukostnaður er ósanngjarn lagði ég fram frumvarp þess efnis að fella í burtu heimild til innheimtu hans. Frumvarpið fékk almennt jákvæða umsögn. T.d. sagði í umsögn lögreglustjóraembættisins í Reykjavík: "Flestir ef ekki allir landsmenn stunda skemmtanir af einu eða öðru tagi og fer mikill meirihluti þeirra fram undir almennri vernd lögreglu án þess að sérstök greiðsla komi fyrir. Undantekningum frá þessari meginreglu fer fækkandi og er nú svo komið að telja verður eðlilegt að jafna með öllu kostnað af skemmtanahaldi í landinu svo allir sitji við sama borð í þessu tilliti jafnt í þéttbýli sem dreifbýli en sem kunnugt er hefur þessi löggæslukostnaður helst lagst á skemmtanir í dreifbýli." Einhverra hluta vegna treystu þingmenn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks sér ekki til að veita málinu brautargengi. Í því endurspeglast hugur flokkanna til landsbyggðarinnar þegar á reynir. Ástæður þess að fella þarf burt heimildina til innheimtu löggæslukostnaðarins eru margvíslegar. Í fyrsta lagi er lagaramminn fyrir innheimtuna ótraustur. Í skýrslu starfshóps dómsmálaráðherra sem fara átti yfir reglur og lagaumgjörð varðandi útihátíðir og skemmtanir var komist að þeirri niðurstöðu að gildandi reglur væru mjög ótraustar. Í öðru lagi hefur notkun heimildarinnar til þess að innheimta gjaldið verið mjög handahófskennd og særir réttlætiskennd almennings. Til dæmis var lítil bæjarhátíð á Skagaströnd síðasta sumar látin greiða háan löggæslukostnað þrátt fyrir að þar hafi lítið annað farið fram en dansleikur og guðsþjónusta. Á sama tíma fór fram miklu stærri hátíð á Akureyri þar sem ekki var innheimt sérstak gjald, þrátt fyrir að þar væri mun meira að gera fyrir lögreglu. Í þriðja lagi er meginreglan sú að kostnaður vegna starfsemi lögreglu skuli greiddur úr ríkissjóði. Einu undantekningarnar eru löggæslukostnaður á skemmtunum og kostnaður vegna framkvæmda eða flutnings á óvenjulegum eða hættulegum farmi. Fjármunirnir sem innheimtir eru með þessum hætti skipta vart sköpum við fjármögnun löggæslunnar í landinu. Ríkið heldur uppi lögum og reglu í landinu og lögreglustjórum er falið að meta hvað til þurfi hverju sinni. Vonandi sjá stjórnvöld sóma sinn í því að fella niður þessa ósanngjörnu gjaldtöku. Ef ekki, þá hljóta þau skömm af.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun