Blekkingar Tryggingastofnunar 10. nóvember 2004 00:01 Tannlæknakostnaður - Heimir Sindrason tannlæknir Í Fréttablaðinu þriðjudaginn 26. október síðastliðinn er haft eftir Reyni Jónssyni tryggingayfirtannlækni að einn tannlæknir verðleggi þjónustu sína 100% yfir plaggi sem kallast gjaldskrá heilbrigðisráðherra - að mismunur á þessari gjaldskrá ráðherra og verðskrá tannlækna sé hækkun af hálfu tannlækna og að um álagningu sé að ræða. Í textanum lætur Reynir einnig að því liggja að það sé verðlagningu tannlækna að kenna að fólk fari ekki oftar til tannlæknis. Fréttin gefur almenningi tilefni til að halda að tannlæknar svíni á skjólstæðingum sínum, rukki mun meira fyrir þjónustu sína en tilefni er til. Verið er að blekkja fólk og bæði ósanngjarnt og óforskammað af Reyni Jónssyni að setja hlutina fram með þessum hætti. Samkvæmt Reyni eru tannlæknar 15-20% yfir nefndri gjaldskrá að meðaltali. Sé það rétt hefur verð fyrir tannlæknaþjónustu á Íslandi lækkað umtalsvert að raungildi undanfarin ár. Fyrirsögn blaðsins, "Dýrasti tannlæknirinn tekur 100% yfir taxta", gefur fólki hins vegar ranghugmyndir sem ala á tortryggni í garð starfsstéttar sem rækir störf sín af samviskusemi og hefur bætta tannheilsu almennings að leiðarljósi. Þegar Tryggingastofnun ríkisins (TR) endurgreiðir tannlæknakostnað miðar stofnunin við svokallaða ráðherragjaldskrá sem heilbrigðisráðherra gefur út en ekki kostnað samkvæmt reikningi viðkomandi tannlæknis. Þetta þýðir t.d. að foreldrar barna fá ekki 75% af raunverulegum tannlæknakostnaði endurgreiddan, heldur 75% af upphæð sem er lægri, þ.e. svokallaðri ráðherragjaldskrá og er nær 50% eins og kemur fram í þingsályktunarfrumvarpi Þuríðar Bachman sem liggur frammi á Alþingi þessa dagana. Af hverju miða tannlæknar ekki verðlagningu sína við þessa ráðherragjaldskrá? Í fyrsta lagi er verðlagning tannlækna frjáls sem þýðir að tannlæknum er frjálst að verðleggja þjónustu sína í samræmi við eigin forsendur og mega ekki hafa samráð. Hag- og rekstrarnefnd Tannlæknafélags Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að ef tannlæknar miðuðu verðskrá sína við vinnuplagg TR mundi verða afar lítið afgangs til að greiða tannlæknum laun. Í öðru lagi er umrædd gjaldskrá markleysa. Samkvæmt áliti lögmanns Tannlæknafélagsins, Ragnars Hall hæstaréttarlögmanns, er gjaldskrá skrá yfir verð sem útgefandi slíkrar skrár tekur fyrir tilgreint verk. Hann segir svokallaða gjaldskrá, sem TR notar, ekki vera slíkt plagg þar sem TR selur ekki umrædda þjónustu og gefur engum kost á þjónustunni fyrir það verð sem þar er tilgreint. Þess vegna sé verið að afvegaleiða almenning þegar talað er um gjaldskrá TR sem einhverja viðmiðun um verð fyrir verk sem þar er fjallað um. Ragnar segir gjaldskrá TR yfir tannlæknaverk ekki vera annað en vinnuplagg sem inniheldur leiðbeiningar um hve háa fjárhæð stofnunin greiðir sjúkratryggðum sem rétt eiga á greiðsluþátttöku stofnunarinnar vegna tannlæknakostnaðar. Vinnuplagg TR er ekki í neinu sambandi við raunverulegan kostnað við tannlækningar og hækkanir sem ráðuneytið hefur verið að gefa í skyn breyta engu um eðli þess. TR getur því ekki leyft sér að hrópa að tannlæknir sé 100% yfir taxta. Vinnuplagg TR er marklaust í þessu samhengi. Ég vísa því ásökunum Reynis Jónssonar beint heim til föðurhúsanna, og ég leyfi mér að fullyrða að svona áróðri er ekki haldið úti gegn neinni annarri heilbrigðisstétt . Það er mál að linni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Tannlæknakostnaður - Heimir Sindrason tannlæknir Í Fréttablaðinu þriðjudaginn 26. október síðastliðinn er haft eftir Reyni Jónssyni tryggingayfirtannlækni að einn tannlæknir verðleggi þjónustu sína 100% yfir plaggi sem kallast gjaldskrá heilbrigðisráðherra - að mismunur á þessari gjaldskrá ráðherra og verðskrá tannlækna sé hækkun af hálfu tannlækna og að um álagningu sé að ræða. Í textanum lætur Reynir einnig að því liggja að það sé verðlagningu tannlækna að kenna að fólk fari ekki oftar til tannlæknis. Fréttin gefur almenningi tilefni til að halda að tannlæknar svíni á skjólstæðingum sínum, rukki mun meira fyrir þjónustu sína en tilefni er til. Verið er að blekkja fólk og bæði ósanngjarnt og óforskammað af Reyni Jónssyni að setja hlutina fram með þessum hætti. Samkvæmt Reyni eru tannlæknar 15-20% yfir nefndri gjaldskrá að meðaltali. Sé það rétt hefur verð fyrir tannlæknaþjónustu á Íslandi lækkað umtalsvert að raungildi undanfarin ár. Fyrirsögn blaðsins, "Dýrasti tannlæknirinn tekur 100% yfir taxta", gefur fólki hins vegar ranghugmyndir sem ala á tortryggni í garð starfsstéttar sem rækir störf sín af samviskusemi og hefur bætta tannheilsu almennings að leiðarljósi. Þegar Tryggingastofnun ríkisins (TR) endurgreiðir tannlæknakostnað miðar stofnunin við svokallaða ráðherragjaldskrá sem heilbrigðisráðherra gefur út en ekki kostnað samkvæmt reikningi viðkomandi tannlæknis. Þetta þýðir t.d. að foreldrar barna fá ekki 75% af raunverulegum tannlæknakostnaði endurgreiddan, heldur 75% af upphæð sem er lægri, þ.e. svokallaðri ráðherragjaldskrá og er nær 50% eins og kemur fram í þingsályktunarfrumvarpi Þuríðar Bachman sem liggur frammi á Alþingi þessa dagana. Af hverju miða tannlæknar ekki verðlagningu sína við þessa ráðherragjaldskrá? Í fyrsta lagi er verðlagning tannlækna frjáls sem þýðir að tannlæknum er frjálst að verðleggja þjónustu sína í samræmi við eigin forsendur og mega ekki hafa samráð. Hag- og rekstrarnefnd Tannlæknafélags Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að ef tannlæknar miðuðu verðskrá sína við vinnuplagg TR mundi verða afar lítið afgangs til að greiða tannlæknum laun. Í öðru lagi er umrædd gjaldskrá markleysa. Samkvæmt áliti lögmanns Tannlæknafélagsins, Ragnars Hall hæstaréttarlögmanns, er gjaldskrá skrá yfir verð sem útgefandi slíkrar skrár tekur fyrir tilgreint verk. Hann segir svokallaða gjaldskrá, sem TR notar, ekki vera slíkt plagg þar sem TR selur ekki umrædda þjónustu og gefur engum kost á þjónustunni fyrir það verð sem þar er tilgreint. Þess vegna sé verið að afvegaleiða almenning þegar talað er um gjaldskrá TR sem einhverja viðmiðun um verð fyrir verk sem þar er fjallað um. Ragnar segir gjaldskrá TR yfir tannlæknaverk ekki vera annað en vinnuplagg sem inniheldur leiðbeiningar um hve háa fjárhæð stofnunin greiðir sjúkratryggðum sem rétt eiga á greiðsluþátttöku stofnunarinnar vegna tannlæknakostnaðar. Vinnuplagg TR er ekki í neinu sambandi við raunverulegan kostnað við tannlækningar og hækkanir sem ráðuneytið hefur verið að gefa í skyn breyta engu um eðli þess. TR getur því ekki leyft sér að hrópa að tannlæknir sé 100% yfir taxta. Vinnuplagg TR er marklaust í þessu samhengi. Ég vísa því ásökunum Reynis Jónssonar beint heim til föðurhúsanna, og ég leyfi mér að fullyrða að svona áróðri er ekki haldið úti gegn neinni annarri heilbrigðisstétt . Það er mál að linni.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar