Innlent

Guðlaugur Bergmann látinn

Guðlaugur Bergmann framkvæmdastjóri lést á heimili sínu aðfararnótt 27. desember, sextíu og sex ára að aldri. Guðlaugur stundaði verslunarstörf um áratugaskeið og var gjarnan kenndur við verslun sína Karnabæ. Undanfarin ár hefur hann rekið ferðaþjónustu að Hellnum á Snæfellsnesi og bókaútgáfu. Eftirlifandi eiginkona Guðlaugs er Guðrún G. Bergmann og eiga þau tvo syni en fyrir átti Guðlaugur þrjá syni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×