Innlent

Gleðilegt ár 2005

Starfsfólk Vísis óskar landsmönnum öllum árs og friðar. Árið 2004 var viðburðaríkt. Vísir er meðal elstu netmiðla landsins en nýr og betri Vísir fór í loftið að morgni dags, 16.júní. Þá var bryddað upp á ýmsum nýjungum, meðal annars boðið upp á VefTíví með fréttum, íþróttum, afþreyingu og fleiru. Daglega geta notendur því gengið að dagskrá Stöðvar 2, fréttum, afþreyingu og mörgu fleiru vísu á VefTívíi Vísis og notið þess þegar þeim hentar. Fram að þeim tíma er nýr Vísir fór í loftið sat einn aðili að því að miðla fréttum til netnotenda með sínu nefi en óhætt er að fullyrða að endurnýjun Vísis hefur breytt landslaginu umtalsvert. Að undanförnu hafa tveir fjölsóttir vefir, folk.is og einkamal.is, verið sameinaðir undir hatt Vísis og náin samvinna er við netmiðla Íslenska útvarpsfélagsins. Viðtökurnar við nýjum Vísi og þeim breytingum og nýjungum sem boðið hefur verið upp á,  voru frábærar. Um og yfir 100.000 manns nota nú Vísi í hverri viku en vefurinn er nú orðinn einn sá stærsti á landinu, samkvæmt samræmdri vefmælingu Modernuss. Við þökkum móttökurnar og óskum landsmönnum gæfu og gleði á nýju ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×