Innlent

Minnsti fiskafli síðan árið 1998

Afli íslenskra skipa á árinu 2004 er áætlaður 1.725 þúsund lestir samkvæmt Fiskistofu. Það er minnsti afli síðan árið 1998 þegar aflinn var 1.678 þúsund lestir. Samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskistofu verður heildaraflinn í ár um 255 þúsundum lestum minni en árið 2003. Heildarafli botnfisks verður hins vegar aðeins meiri en í fyrra og munar töluvert um aukinn þorskafla sem er áætlaður 221 þúsund lestir miðað við 200 þúsund í fyrra. Afli uppsjávartegunda minnkar verulega frá fyrra ári eða úr 1.431 þúsund lestum árið 2003 í 1.171 þúsund lestir í ár. Heildarafli skel- og krabbadýra minnkar einnig milli ára. Áætlað er að aflaverðmæti árið 2004 verði svipað og árið 2003 miðað við fast verð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×