Forðast að fjalla um umdeild mál 30. desember 2004 00:01 Stjórnmálamenn virðast forðast að fjalla um umdeild mál. Eingöngu þau mál gera okkur kjósendum þó kleift að velja á milli þeirra. Núverandi ríkisstjórn er þar engin undantekning. Hún nýtur þess þó að hafa verið svo lengi að völdum að hægt er að dæma af verkum sínum í tveimur umdeildum málum sem stjórnarliðar vilja lítið fjalla um. Í stjórnartíð núverandi valdhafa hefur tekjudreifing orðið mun ójafnari. Hún var ein sú jafnasta í heimi en er nú ójafnari en á Norðurlöndunum og svipuð og í Bretlandi. Ef fram heldur sem horfir tekur það um 10 ár að ná svipuðum ójöfnuði og í Bandaríkjunum og eru fyrirhugaðar skattalækkanir fyrsta skrefið í þá átt. Þetta gerist þrátt fyrir innleiðingu markaðshagkerfis á seinustu árum sem á samkvæmt frjálshyggjumönnum að minnka ójöfnuð. Sérstakar aðgerðir hefur þurft til að auka ójöfnuðinn. Þær aðgerðir felast meðal annars í því að færa skattbyrði í auknum mæli á þá tekjulægri með lækkun eignarskatts, rýrnun persónuafsláttar, lækkun hátekjuskatts, og með hinum ósýnilega tekjuskatti, tryggingagjaldi, sem leggst á öll laun hversu lág sem þau eru. Sú staðreynd að stjórnarliðar hafa oftast handvalið kaupendur ríkisfyrirtækja í stað þess að selja þau hæstbjóðanda hefur einnig aukið á ójöfnuð. Baráttan við gróðurhúsaáhrifin hefur ekki farið hátt enda framlag Íslands umdeilanlegt. Á seinustu fjórum árum hefur t.d. meðaleyðsla nýs bíls aukist um 20% og er nú um 12 lítrar á hundraðið. Þannig eyða nýir íslenskir bílar tvöfalt meira en evrópskir og 20 % meira en bandarískir. Það eru því sterkar líkur á því að Íslendingar séu á eyðslufrekustu bílum í heimi og leggi því umtalsvert til gróðurhúsaáhrifanna. Á meðan er t.d. hægt að knýja 2000 bíla með umhverfisvænu gasi frá sorphaugunum á Álfsnesi,en aðeins 46 bílar nota það. Ástæður þessa má eflaust einnig rekja til stefnu stjórnvalda, en þau lækkuðu gjöld á eyðslufrekari bílum mun meir en á þá sparneytnari. Vonandi leggja stjórnarliðar áherslu á árangur sinn í ofangreindum málum í næstu kosningum, eins og í öðrum umdeildum málum. Þannig mun val okkar kjósenda síður byggjast á ímyndarauglýsingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Stjórnmálamenn virðast forðast að fjalla um umdeild mál. Eingöngu þau mál gera okkur kjósendum þó kleift að velja á milli þeirra. Núverandi ríkisstjórn er þar engin undantekning. Hún nýtur þess þó að hafa verið svo lengi að völdum að hægt er að dæma af verkum sínum í tveimur umdeildum málum sem stjórnarliðar vilja lítið fjalla um. Í stjórnartíð núverandi valdhafa hefur tekjudreifing orðið mun ójafnari. Hún var ein sú jafnasta í heimi en er nú ójafnari en á Norðurlöndunum og svipuð og í Bretlandi. Ef fram heldur sem horfir tekur það um 10 ár að ná svipuðum ójöfnuði og í Bandaríkjunum og eru fyrirhugaðar skattalækkanir fyrsta skrefið í þá átt. Þetta gerist þrátt fyrir innleiðingu markaðshagkerfis á seinustu árum sem á samkvæmt frjálshyggjumönnum að minnka ójöfnuð. Sérstakar aðgerðir hefur þurft til að auka ójöfnuðinn. Þær aðgerðir felast meðal annars í því að færa skattbyrði í auknum mæli á þá tekjulægri með lækkun eignarskatts, rýrnun persónuafsláttar, lækkun hátekjuskatts, og með hinum ósýnilega tekjuskatti, tryggingagjaldi, sem leggst á öll laun hversu lág sem þau eru. Sú staðreynd að stjórnarliðar hafa oftast handvalið kaupendur ríkisfyrirtækja í stað þess að selja þau hæstbjóðanda hefur einnig aukið á ójöfnuð. Baráttan við gróðurhúsaáhrifin hefur ekki farið hátt enda framlag Íslands umdeilanlegt. Á seinustu fjórum árum hefur t.d. meðaleyðsla nýs bíls aukist um 20% og er nú um 12 lítrar á hundraðið. Þannig eyða nýir íslenskir bílar tvöfalt meira en evrópskir og 20 % meira en bandarískir. Það eru því sterkar líkur á því að Íslendingar séu á eyðslufrekustu bílum í heimi og leggi því umtalsvert til gróðurhúsaáhrifanna. Á meðan er t.d. hægt að knýja 2000 bíla með umhverfisvænu gasi frá sorphaugunum á Álfsnesi,en aðeins 46 bílar nota það. Ástæður þessa má eflaust einnig rekja til stefnu stjórnvalda, en þau lækkuðu gjöld á eyðslufrekari bílum mun meir en á þá sparneytnari. Vonandi leggja stjórnarliðar áherslu á árangur sinn í ofangreindum málum í næstu kosningum, eins og í öðrum umdeildum málum. Þannig mun val okkar kjósenda síður byggjast á ímyndarauglýsingum.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar