Forðast að fjalla um umdeild mál 30. desember 2004 00:01 Stjórnmálamenn virðast forðast að fjalla um umdeild mál. Eingöngu þau mál gera okkur kjósendum þó kleift að velja á milli þeirra. Núverandi ríkisstjórn er þar engin undantekning. Hún nýtur þess þó að hafa verið svo lengi að völdum að hægt er að dæma af verkum sínum í tveimur umdeildum málum sem stjórnarliðar vilja lítið fjalla um. Í stjórnartíð núverandi valdhafa hefur tekjudreifing orðið mun ójafnari. Hún var ein sú jafnasta í heimi en er nú ójafnari en á Norðurlöndunum og svipuð og í Bretlandi. Ef fram heldur sem horfir tekur það um 10 ár að ná svipuðum ójöfnuði og í Bandaríkjunum og eru fyrirhugaðar skattalækkanir fyrsta skrefið í þá átt. Þetta gerist þrátt fyrir innleiðingu markaðshagkerfis á seinustu árum sem á samkvæmt frjálshyggjumönnum að minnka ójöfnuð. Sérstakar aðgerðir hefur þurft til að auka ójöfnuðinn. Þær aðgerðir felast meðal annars í því að færa skattbyrði í auknum mæli á þá tekjulægri með lækkun eignarskatts, rýrnun persónuafsláttar, lækkun hátekjuskatts, og með hinum ósýnilega tekjuskatti, tryggingagjaldi, sem leggst á öll laun hversu lág sem þau eru. Sú staðreynd að stjórnarliðar hafa oftast handvalið kaupendur ríkisfyrirtækja í stað þess að selja þau hæstbjóðanda hefur einnig aukið á ójöfnuð. Baráttan við gróðurhúsaáhrifin hefur ekki farið hátt enda framlag Íslands umdeilanlegt. Á seinustu fjórum árum hefur t.d. meðaleyðsla nýs bíls aukist um 20% og er nú um 12 lítrar á hundraðið. Þannig eyða nýir íslenskir bílar tvöfalt meira en evrópskir og 20 % meira en bandarískir. Það eru því sterkar líkur á því að Íslendingar séu á eyðslufrekustu bílum í heimi og leggi því umtalsvert til gróðurhúsaáhrifanna. Á meðan er t.d. hægt að knýja 2000 bíla með umhverfisvænu gasi frá sorphaugunum á Álfsnesi,en aðeins 46 bílar nota það. Ástæður þessa má eflaust einnig rekja til stefnu stjórnvalda, en þau lækkuðu gjöld á eyðslufrekari bílum mun meir en á þá sparneytnari. Vonandi leggja stjórnarliðar áherslu á árangur sinn í ofangreindum málum í næstu kosningum, eins og í öðrum umdeildum málum. Þannig mun val okkar kjósenda síður byggjast á ímyndarauglýsingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Löng barátta XD fyrir jafnrétti og frelsi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnmálamenn virðast forðast að fjalla um umdeild mál. Eingöngu þau mál gera okkur kjósendum þó kleift að velja á milli þeirra. Núverandi ríkisstjórn er þar engin undantekning. Hún nýtur þess þó að hafa verið svo lengi að völdum að hægt er að dæma af verkum sínum í tveimur umdeildum málum sem stjórnarliðar vilja lítið fjalla um. Í stjórnartíð núverandi valdhafa hefur tekjudreifing orðið mun ójafnari. Hún var ein sú jafnasta í heimi en er nú ójafnari en á Norðurlöndunum og svipuð og í Bretlandi. Ef fram heldur sem horfir tekur það um 10 ár að ná svipuðum ójöfnuði og í Bandaríkjunum og eru fyrirhugaðar skattalækkanir fyrsta skrefið í þá átt. Þetta gerist þrátt fyrir innleiðingu markaðshagkerfis á seinustu árum sem á samkvæmt frjálshyggjumönnum að minnka ójöfnuð. Sérstakar aðgerðir hefur þurft til að auka ójöfnuðinn. Þær aðgerðir felast meðal annars í því að færa skattbyrði í auknum mæli á þá tekjulægri með lækkun eignarskatts, rýrnun persónuafsláttar, lækkun hátekjuskatts, og með hinum ósýnilega tekjuskatti, tryggingagjaldi, sem leggst á öll laun hversu lág sem þau eru. Sú staðreynd að stjórnarliðar hafa oftast handvalið kaupendur ríkisfyrirtækja í stað þess að selja þau hæstbjóðanda hefur einnig aukið á ójöfnuð. Baráttan við gróðurhúsaáhrifin hefur ekki farið hátt enda framlag Íslands umdeilanlegt. Á seinustu fjórum árum hefur t.d. meðaleyðsla nýs bíls aukist um 20% og er nú um 12 lítrar á hundraðið. Þannig eyða nýir íslenskir bílar tvöfalt meira en evrópskir og 20 % meira en bandarískir. Það eru því sterkar líkur á því að Íslendingar séu á eyðslufrekustu bílum í heimi og leggi því umtalsvert til gróðurhúsaáhrifanna. Á meðan er t.d. hægt að knýja 2000 bíla með umhverfisvænu gasi frá sorphaugunum á Álfsnesi,en aðeins 46 bílar nota það. Ástæður þessa má eflaust einnig rekja til stefnu stjórnvalda, en þau lækkuðu gjöld á eyðslufrekari bílum mun meir en á þá sparneytnari. Vonandi leggja stjórnarliðar áherslu á árangur sinn í ofangreindum málum í næstu kosningum, eins og í öðrum umdeildum málum. Þannig mun val okkar kjósenda síður byggjast á ímyndarauglýsingum.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun