Lögverndaðar dauðagildrur 29. desember 2004 00:01 Þegar fólk heyrir sögur um spilafíkla sem eyða mörgum milljónum á mánuði í spilakassa trúa fæstir sínum eigin eyrum. Í hugum flestra er það einfaldlega ekki hægt. Sjálfur er ég tvítugur og hef verið að berjast við spilafíkn síðastliðin þrjú ár. Í mínu tilviki tók það einungis tvær vikur að þróast úr byrjanda sem aldrei hafði lagt meira en þúsund krónur undir í veðmálum, í það að eyða um hundrað þúsund krónum á dag í spilakassa. Á þessum tíma var ég nemi og hafði þess vegna ekki mikið fé á milli handanna en fjármagnaði fíknina með því að taka lán bæði hjá vinum og lánastofnunum, ásamt því að stela öllum þeim peningum sem ég komst í, jafnvel af yngri systkinum mínum. Skólinn varð svo auðvitað að víkja stuttu síðar vegna mikillar vanlíðunar og skulda. Með hjápl fjölskyldu minnar fór ég að stunda fundi hjá "Gamblers anonymous", samtökum spilafíkla sem halda fundi nánast daglega. Með hjálp fundanna tókst mér að halda mig frá spilakössum í nokkra mánuði en á þessum þremur árum hef ég fallið fimm sinnum, eytt tæplega tveimur milljónum króna í spilakassa og það sem verst er, misst góðan kunningja yfir móðuna miklu. Sá strákur var í blóma lífsins og sérstaklega geðslegur en sá því miður ekkert annað fært en að stytta sér aldur vegna spilaskulda. Hvers vegna eru spilakassar í hverri einustu sjoppu á landinu? Er besta leiðin fyrir líknarfélög að fjármagna starfsemi sína með peningum mjög sjúkra og varnarlausra einstaklinga á þennan hátt? Ég leyfi mér að fullyrða að vel yfir helmingur tekna af spilakössum komi frá spilafíklum. Þykir einhverjum það forsvaranlegt? Þau rök að fólk muni færa fíkn sína yfir í aðrar tegundir fjárhættuspila standast aðeins að litlum hluta til vegna þess að spilafíklar á Íslandi spila nánast einungis í spilakössum. Ég hef til dæmis aldrei hitt spilafíkil sem veðjar meira í annarri tegund fjárhættuspila en í spilakössum. Það hæfir einfaldlega ekki flestum spilafíklum að kaupa sér lottómiða í miðri viku og bíða svo til næsta laugardags eftir drættinum. Því styttri tíma sem það tekur veðmál að klárast þeim mun meiri líkur eru á því að spilafíkill falli fyrir því. Ég vil því biðja ráðamenn og -konur þessa lands í einlægni að endurskoða lög um fjárhættuspil. Það hljóta að vera til einhverjar mannsæmandi leiðir fyrir líknarfélögin að fjármagna starfsemi sína í þessu auðuga landi. Tökum öll saman höndum og upprætum spilakassadjöfulinn í nafni þeirra sem að látist hafa af völdum spilafíknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Löng barátta XD fyrir jafnrétti og frelsi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar fólk heyrir sögur um spilafíkla sem eyða mörgum milljónum á mánuði í spilakassa trúa fæstir sínum eigin eyrum. Í hugum flestra er það einfaldlega ekki hægt. Sjálfur er ég tvítugur og hef verið að berjast við spilafíkn síðastliðin þrjú ár. Í mínu tilviki tók það einungis tvær vikur að þróast úr byrjanda sem aldrei hafði lagt meira en þúsund krónur undir í veðmálum, í það að eyða um hundrað þúsund krónum á dag í spilakassa. Á þessum tíma var ég nemi og hafði þess vegna ekki mikið fé á milli handanna en fjármagnaði fíknina með því að taka lán bæði hjá vinum og lánastofnunum, ásamt því að stela öllum þeim peningum sem ég komst í, jafnvel af yngri systkinum mínum. Skólinn varð svo auðvitað að víkja stuttu síðar vegna mikillar vanlíðunar og skulda. Með hjápl fjölskyldu minnar fór ég að stunda fundi hjá "Gamblers anonymous", samtökum spilafíkla sem halda fundi nánast daglega. Með hjálp fundanna tókst mér að halda mig frá spilakössum í nokkra mánuði en á þessum þremur árum hef ég fallið fimm sinnum, eytt tæplega tveimur milljónum króna í spilakassa og það sem verst er, misst góðan kunningja yfir móðuna miklu. Sá strákur var í blóma lífsins og sérstaklega geðslegur en sá því miður ekkert annað fært en að stytta sér aldur vegna spilaskulda. Hvers vegna eru spilakassar í hverri einustu sjoppu á landinu? Er besta leiðin fyrir líknarfélög að fjármagna starfsemi sína með peningum mjög sjúkra og varnarlausra einstaklinga á þennan hátt? Ég leyfi mér að fullyrða að vel yfir helmingur tekna af spilakössum komi frá spilafíklum. Þykir einhverjum það forsvaranlegt? Þau rök að fólk muni færa fíkn sína yfir í aðrar tegundir fjárhættuspila standast aðeins að litlum hluta til vegna þess að spilafíklar á Íslandi spila nánast einungis í spilakössum. Ég hef til dæmis aldrei hitt spilafíkil sem veðjar meira í annarri tegund fjárhættuspila en í spilakössum. Það hæfir einfaldlega ekki flestum spilafíklum að kaupa sér lottómiða í miðri viku og bíða svo til næsta laugardags eftir drættinum. Því styttri tíma sem það tekur veðmál að klárast þeim mun meiri líkur eru á því að spilafíkill falli fyrir því. Ég vil því biðja ráðamenn og -konur þessa lands í einlægni að endurskoða lög um fjárhættuspil. Það hljóta að vera til einhverjar mannsæmandi leiðir fyrir líknarfélögin að fjármagna starfsemi sína í þessu auðuga landi. Tökum öll saman höndum og upprætum spilakassadjöfulinn í nafni þeirra sem að látist hafa af völdum spilafíknar.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun