Lögverndaðar dauðagildrur 29. desember 2004 00:01 Þegar fólk heyrir sögur um spilafíkla sem eyða mörgum milljónum á mánuði í spilakassa trúa fæstir sínum eigin eyrum. Í hugum flestra er það einfaldlega ekki hægt. Sjálfur er ég tvítugur og hef verið að berjast við spilafíkn síðastliðin þrjú ár. Í mínu tilviki tók það einungis tvær vikur að þróast úr byrjanda sem aldrei hafði lagt meira en þúsund krónur undir í veðmálum, í það að eyða um hundrað þúsund krónum á dag í spilakassa. Á þessum tíma var ég nemi og hafði þess vegna ekki mikið fé á milli handanna en fjármagnaði fíknina með því að taka lán bæði hjá vinum og lánastofnunum, ásamt því að stela öllum þeim peningum sem ég komst í, jafnvel af yngri systkinum mínum. Skólinn varð svo auðvitað að víkja stuttu síðar vegna mikillar vanlíðunar og skulda. Með hjápl fjölskyldu minnar fór ég að stunda fundi hjá "Gamblers anonymous", samtökum spilafíkla sem halda fundi nánast daglega. Með hjálp fundanna tókst mér að halda mig frá spilakössum í nokkra mánuði en á þessum þremur árum hef ég fallið fimm sinnum, eytt tæplega tveimur milljónum króna í spilakassa og það sem verst er, misst góðan kunningja yfir móðuna miklu. Sá strákur var í blóma lífsins og sérstaklega geðslegur en sá því miður ekkert annað fært en að stytta sér aldur vegna spilaskulda. Hvers vegna eru spilakassar í hverri einustu sjoppu á landinu? Er besta leiðin fyrir líknarfélög að fjármagna starfsemi sína með peningum mjög sjúkra og varnarlausra einstaklinga á þennan hátt? Ég leyfi mér að fullyrða að vel yfir helmingur tekna af spilakössum komi frá spilafíklum. Þykir einhverjum það forsvaranlegt? Þau rök að fólk muni færa fíkn sína yfir í aðrar tegundir fjárhættuspila standast aðeins að litlum hluta til vegna þess að spilafíklar á Íslandi spila nánast einungis í spilakössum. Ég hef til dæmis aldrei hitt spilafíkil sem veðjar meira í annarri tegund fjárhættuspila en í spilakössum. Það hæfir einfaldlega ekki flestum spilafíklum að kaupa sér lottómiða í miðri viku og bíða svo til næsta laugardags eftir drættinum. Því styttri tíma sem það tekur veðmál að klárast þeim mun meiri líkur eru á því að spilafíkill falli fyrir því. Ég vil því biðja ráðamenn og -konur þessa lands í einlægni að endurskoða lög um fjárhættuspil. Það hljóta að vera til einhverjar mannsæmandi leiðir fyrir líknarfélögin að fjármagna starfsemi sína í þessu auðuga landi. Tökum öll saman höndum og upprætum spilakassadjöfulinn í nafni þeirra sem að látist hafa af völdum spilafíknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Þegar fólk heyrir sögur um spilafíkla sem eyða mörgum milljónum á mánuði í spilakassa trúa fæstir sínum eigin eyrum. Í hugum flestra er það einfaldlega ekki hægt. Sjálfur er ég tvítugur og hef verið að berjast við spilafíkn síðastliðin þrjú ár. Í mínu tilviki tók það einungis tvær vikur að þróast úr byrjanda sem aldrei hafði lagt meira en þúsund krónur undir í veðmálum, í það að eyða um hundrað þúsund krónum á dag í spilakassa. Á þessum tíma var ég nemi og hafði þess vegna ekki mikið fé á milli handanna en fjármagnaði fíknina með því að taka lán bæði hjá vinum og lánastofnunum, ásamt því að stela öllum þeim peningum sem ég komst í, jafnvel af yngri systkinum mínum. Skólinn varð svo auðvitað að víkja stuttu síðar vegna mikillar vanlíðunar og skulda. Með hjápl fjölskyldu minnar fór ég að stunda fundi hjá "Gamblers anonymous", samtökum spilafíkla sem halda fundi nánast daglega. Með hjálp fundanna tókst mér að halda mig frá spilakössum í nokkra mánuði en á þessum þremur árum hef ég fallið fimm sinnum, eytt tæplega tveimur milljónum króna í spilakassa og það sem verst er, misst góðan kunningja yfir móðuna miklu. Sá strákur var í blóma lífsins og sérstaklega geðslegur en sá því miður ekkert annað fært en að stytta sér aldur vegna spilaskulda. Hvers vegna eru spilakassar í hverri einustu sjoppu á landinu? Er besta leiðin fyrir líknarfélög að fjármagna starfsemi sína með peningum mjög sjúkra og varnarlausra einstaklinga á þennan hátt? Ég leyfi mér að fullyrða að vel yfir helmingur tekna af spilakössum komi frá spilafíklum. Þykir einhverjum það forsvaranlegt? Þau rök að fólk muni færa fíkn sína yfir í aðrar tegundir fjárhættuspila standast aðeins að litlum hluta til vegna þess að spilafíklar á Íslandi spila nánast einungis í spilakössum. Ég hef til dæmis aldrei hitt spilafíkil sem veðjar meira í annarri tegund fjárhættuspila en í spilakössum. Það hæfir einfaldlega ekki flestum spilafíklum að kaupa sér lottómiða í miðri viku og bíða svo til næsta laugardags eftir drættinum. Því styttri tíma sem það tekur veðmál að klárast þeim mun meiri líkur eru á því að spilafíkill falli fyrir því. Ég vil því biðja ráðamenn og -konur þessa lands í einlægni að endurskoða lög um fjárhættuspil. Það hljóta að vera til einhverjar mannsæmandi leiðir fyrir líknarfélögin að fjármagna starfsemi sína í þessu auðuga landi. Tökum öll saman höndum og upprætum spilakassadjöfulinn í nafni þeirra sem að látist hafa af völdum spilafíknar.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar