Innlent

Röktu slóð þjófs

Lögreglumenn á Akureyri röktu spor innbrotsþjófs hátt í tveggja kílómetra leið frá innbrotsstað og að heimili hans, þar sem hann var handtekinn í nótt. Hann hafði brotist inn í Blómaval, en lagt á flótta þegar þjófavarnakerfi fór í gang. Hann uggði ekki að sér og þar sem nýfallinn snjór var á jörðu reyndist auðvelt að rekja spor hans. Þetta mun ekki vera í fyrsta skipti sem maðurinn reynir að auðgast á óhefðbundinn hátt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×