Höfuðborg í einangrun? 21. desember 2004 00:01 Reykjavíkurflugvöllur - Þóroddur Bjarnason prófessor Aðstaða mótar afstöðu, um það er víst engum blöðum að fletta. Sú var tíðin að ég bjó á Reynimelnum, ég rölti yfir Suðurgötuna í háskólann á morgnana og Reykjavíkurflugvöllur angraði mig. Hann lúrði þarna í Vatnsmýrinni engum til ánægju á meðan borgin teygði sig til fjalla og miðpunktur hennar fluttist sífellt lengra frá miðbænum. Það var líka óttaleg hljóð-, sjón- og loftmengun af honum, gott ef ekki slysahætta líka. Auk þess hefði hann verið í vegi fyrir mér ef ég hefði spilað keilu og viljað fara fótgangandi í Keiluhöllina í Öskjuhlíð. Á þeim tíma hefði verið rakið að flytja innanlandsflugið til Keflavíkur, og í Vatnsmýrinni hefði eflaust risið vistvænt og krúttlegt háskólahverfi, borginni minni til heilla. Síðar flutti ég norður í land og Reykjavíkurflugvöllur varð skyndilega með eindæmum frábært og vel staðsett umferðarmannvirki. Vegna flugvallarins get ég lokið við morgunkaffið mitt heima í eldhúsi á Oddeyrargötunni klukkan hálfníu að morgni og samt verið kominn niður í Pósthússtræti í Reykjavík fyrir tíu. Ef ég er mættur í Vatnsmýrina fyrir klukkan fimm get ég verið kominn aftur heim til Akureyrar um sexleytið. Væri innanlandsflugið í Keflavík myndi slík bæjarferð kosta mig fjögurra tíma ferðalag báðar leiðir. Nú dreymir mig um iðandi mannlíf í nýrri flugstöðvarbyggingu í miðbænum í Reykjavík, líkt og Hovedbanegården í kóngsins København. Reykvíkingar þurfa ekki eins mikið á flugvellinum sínum að halda og þeir sem borgina sækja heim, svo einfalt er það. Þegar Reykvíkingar eiga erindi til útlanda fara þeir um Keflavíkurflugvöll, og í fljótu bragði finnst sumum að þeir sem erindi eiga til borgarinnar séu heldur ekkert of góðir til þess taka rútuna frá Keflavík. Nýráðinn borgarstjóri Reykjavíkur skapaði sér því nokkrar vinsældir í borginni með yfirlýsingum sínum um að flugvellinum í miðbænum skyldi lokað og svæðið nýtt í þágu borgarinnar. Óþægindin af þeirri ráðstöfun myndi fyrst og fremst bitna á fólki sem ekki hefur atkvæðisrétt í borginni, enda er borgarstjóri ekki kjörinn fulltrúi þeirra. Sú einangrun höfuðborgarinnar sem fylgja myndi lokun Reykjavíkurflugvallar yrði þó ekki að öllu leyti slæm fyrir landsbyggðarfólk. Með beinu flugi til Keflavíkur yrðu til dæmis ferðalög frá Akureyri til stórborga á borð við London, Kaupmannahöfn og New York mun greiðari, og þar með yrði kannski færra að sækja til Reykjavíkur. Með sama hætti myndi ferðamannaþjónusta víða á landsbyggðinni styrkjast við flugsamgöngur um Keflavík, án þess að ferðamenn og pyngjur þeirra hefðu viðkomu í Reykjavík. Fleiri kosti mætti eflaust finna við slíka einangrun Reykjavíkur frá daglegu lífi fólks annars staðar á landinu. Lokun flugvallarins hefði þannig kosti og galla, en hún getur varla talist vera einkamál Reykvíkinga. Æðsta yfirstjórn landsins er staðsett í borginni, og þar eiga einnig helstu stofnanir og fyrirtæki landsins höfuðstöðvar sínar. Það sveitarfélag sem hefur tekið að sér það ábyrgðarhlutverk að vera höfuðborg landsins ætti ekki að geta tekið einhliða ákvörðun um að flugsamgöngur þangað séu til óþurftar. Fólkið í landinu hlýtur að eiga rétt á greiðum samgöngum við höfuðborgina, og sú væna flís af miðbænum sem nú er lögð undir flugvöll ætti að einhverju leyti að vera sameign þjóðarinnar. Deilan um framtíð Reykjavíkurflugvallar stendur í vegi fyrir eðlilegu viðhaldi við þær loftbrýr sem enn tengja miðborgina við ýmsa stærri byggðarkjarna landsins. Flugstöðin í Reykjavík er löngu orðin úr sér gengin, áætlunarstöðum í innanlandsflugi hefur fækkað og samkeppni hefur að mestu lagst af. Fullt verð frá Akureyri til Reykjavík með Flugfélagi Íslands er til dæmis svipað og fullt verð frá Keflavík til Kaupmannahafnar með Iceland Express. Engu að síður er fullskipað í flestar vélar dagsins og farþegum í innanlandsflugi fjölgar ár frá ári. Mikilvægt er að finna samgöngum við höfuðborgina varanlegan farveg í góðri samvinnu við sveitarstjórnir um land allt. Endanleg ábyrgð í því máli hlýtur þó að liggja hjá Alþingi og ríkisstjórn landsins, ekki hjá borgarstjórn Reykjavíkur. Þar hljótum við því að treysta á kjörna fulltrúa okkar á Alþingi að standa vörð um sameiginlega hagsmuni landsbyggðar og höfuðborgar í samgöngumálum, bæði þá sem þegar hafa kvatt sér hljóðs og hina sem enn virðast halda sér til hlés í þessu mikilvæga máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Löng barátta XD fyrir jafnrétti og frelsi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavíkurflugvöllur - Þóroddur Bjarnason prófessor Aðstaða mótar afstöðu, um það er víst engum blöðum að fletta. Sú var tíðin að ég bjó á Reynimelnum, ég rölti yfir Suðurgötuna í háskólann á morgnana og Reykjavíkurflugvöllur angraði mig. Hann lúrði þarna í Vatnsmýrinni engum til ánægju á meðan borgin teygði sig til fjalla og miðpunktur hennar fluttist sífellt lengra frá miðbænum. Það var líka óttaleg hljóð-, sjón- og loftmengun af honum, gott ef ekki slysahætta líka. Auk þess hefði hann verið í vegi fyrir mér ef ég hefði spilað keilu og viljað fara fótgangandi í Keiluhöllina í Öskjuhlíð. Á þeim tíma hefði verið rakið að flytja innanlandsflugið til Keflavíkur, og í Vatnsmýrinni hefði eflaust risið vistvænt og krúttlegt háskólahverfi, borginni minni til heilla. Síðar flutti ég norður í land og Reykjavíkurflugvöllur varð skyndilega með eindæmum frábært og vel staðsett umferðarmannvirki. Vegna flugvallarins get ég lokið við morgunkaffið mitt heima í eldhúsi á Oddeyrargötunni klukkan hálfníu að morgni og samt verið kominn niður í Pósthússtræti í Reykjavík fyrir tíu. Ef ég er mættur í Vatnsmýrina fyrir klukkan fimm get ég verið kominn aftur heim til Akureyrar um sexleytið. Væri innanlandsflugið í Keflavík myndi slík bæjarferð kosta mig fjögurra tíma ferðalag báðar leiðir. Nú dreymir mig um iðandi mannlíf í nýrri flugstöðvarbyggingu í miðbænum í Reykjavík, líkt og Hovedbanegården í kóngsins København. Reykvíkingar þurfa ekki eins mikið á flugvellinum sínum að halda og þeir sem borgina sækja heim, svo einfalt er það. Þegar Reykvíkingar eiga erindi til útlanda fara þeir um Keflavíkurflugvöll, og í fljótu bragði finnst sumum að þeir sem erindi eiga til borgarinnar séu heldur ekkert of góðir til þess taka rútuna frá Keflavík. Nýráðinn borgarstjóri Reykjavíkur skapaði sér því nokkrar vinsældir í borginni með yfirlýsingum sínum um að flugvellinum í miðbænum skyldi lokað og svæðið nýtt í þágu borgarinnar. Óþægindin af þeirri ráðstöfun myndi fyrst og fremst bitna á fólki sem ekki hefur atkvæðisrétt í borginni, enda er borgarstjóri ekki kjörinn fulltrúi þeirra. Sú einangrun höfuðborgarinnar sem fylgja myndi lokun Reykjavíkurflugvallar yrði þó ekki að öllu leyti slæm fyrir landsbyggðarfólk. Með beinu flugi til Keflavíkur yrðu til dæmis ferðalög frá Akureyri til stórborga á borð við London, Kaupmannahöfn og New York mun greiðari, og þar með yrði kannski færra að sækja til Reykjavíkur. Með sama hætti myndi ferðamannaþjónusta víða á landsbyggðinni styrkjast við flugsamgöngur um Keflavík, án þess að ferðamenn og pyngjur þeirra hefðu viðkomu í Reykjavík. Fleiri kosti mætti eflaust finna við slíka einangrun Reykjavíkur frá daglegu lífi fólks annars staðar á landinu. Lokun flugvallarins hefði þannig kosti og galla, en hún getur varla talist vera einkamál Reykvíkinga. Æðsta yfirstjórn landsins er staðsett í borginni, og þar eiga einnig helstu stofnanir og fyrirtæki landsins höfuðstöðvar sínar. Það sveitarfélag sem hefur tekið að sér það ábyrgðarhlutverk að vera höfuðborg landsins ætti ekki að geta tekið einhliða ákvörðun um að flugsamgöngur þangað séu til óþurftar. Fólkið í landinu hlýtur að eiga rétt á greiðum samgöngum við höfuðborgina, og sú væna flís af miðbænum sem nú er lögð undir flugvöll ætti að einhverju leyti að vera sameign þjóðarinnar. Deilan um framtíð Reykjavíkurflugvallar stendur í vegi fyrir eðlilegu viðhaldi við þær loftbrýr sem enn tengja miðborgina við ýmsa stærri byggðarkjarna landsins. Flugstöðin í Reykjavík er löngu orðin úr sér gengin, áætlunarstöðum í innanlandsflugi hefur fækkað og samkeppni hefur að mestu lagst af. Fullt verð frá Akureyri til Reykjavík með Flugfélagi Íslands er til dæmis svipað og fullt verð frá Keflavík til Kaupmannahafnar með Iceland Express. Engu að síður er fullskipað í flestar vélar dagsins og farþegum í innanlandsflugi fjölgar ár frá ári. Mikilvægt er að finna samgöngum við höfuðborgina varanlegan farveg í góðri samvinnu við sveitarstjórnir um land allt. Endanleg ábyrgð í því máli hlýtur þó að liggja hjá Alþingi og ríkisstjórn landsins, ekki hjá borgarstjórn Reykjavíkur. Þar hljótum við því að treysta á kjörna fulltrúa okkar á Alþingi að standa vörð um sameiginlega hagsmuni landsbyggðar og höfuðborgar í samgöngumálum, bæði þá sem þegar hafa kvatt sér hljóðs og hina sem enn virðast halda sér til hlés í þessu mikilvæga máli.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun