Enginn tími til hátíðahalda 19. desember 2004 00:01 Lúðvík S. Georgsson verkfræðingur er fimmtíu og fimm ára í dag. Lúðvík er aðstoðarskólastjóri Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna. En Lúðvík er líka KR-ingur af lífi og sál. Hann hefur um árabil staðið fyrir flugeldasölu KR og tekur sér frí frá jarðhitaskólanum á meðan. Tímamótin hringdu í Lúðvík. Við byrjuðum á að spyrja um flugeldana. "Ég er búinn að vera í þessu í meira en tuttugu ár. Við flytjum inn flugelda, seljum flestum íþróttafélögum sem eru í þessu í heildsölu og svo seljum við líka sjálfir í KR-heimilinu. Þetta er ein aðalfjáröflunarleið knattspyrnudeildarinnar." Hvaðan koma þessar vítisvélar? "Þetta er mest frá Kína. En líka talsvert frá Þýskalandi. Þeir búa til bestu raketturnar og stjörnublysin." Þetta eru sérkennileg viðskipti. "Já, það má segja það. Þótt selja megi flugelda frá 28. desember til 6. janúar, þá er salan bundin við miklu færri daga. Við flugeldasalar verðum að vera í afar nánu sambandi við máttarvöldin, því aðalsalan er í raun á einum sólarhring, frá því klukkan fjögur 30. og til jafnlengdar á gamlársdag. Og ef það gerir stórhríð þennan sólarhring erum við í vondum málum. Og þótt við megum selja fram á þrettándann, þá er það smáræði nema á þrettándanum sjálfum." Og er þetta svo búið? "Nei, nei, maður er eitthvað að sýsla í þessu allt árið. Fara yfir pantanir, breyta hönnum umbúða og svo eru auðvitað pantanir næsta árs." En svo við víkjum að þínu aðalstarfi. Hefurðu verið lengi við Jarðhitaskólann? "Ég hef nú kennt þar frá upphafi. En ég hef verið aðstoðarskólastjóri í fimmtán ár." Eru einhverjar breytingar á döfinni þar? "Já, á næsta ári munum við fara með námskeið til Kenía. Við höfum notið mikils velvilja ríkisstjórnarinnar og fengið fjárveitingu til þess. Við vonumst til þess að geta farið með þetta námskeið líka til Asíu og Mið-Ameríku en flestir nemendur koma þaðan og frá löndum Austur-Evrópu. Við erum líka búnir að koma á meistaranámi hérna heima, í samvinnu við Háskóla Íslands, sem þeir sem hafa lokið hinu hefðbundna sex mánaða námskeiði geta farið í það og fá þá jarðhitaskólanámskeiðið viðurkennt sem hluta af meistaranáminu." En svo við víkjum að afmælinu. Heldurðu upp á það? "Ekki get ég sagt það. Ég hef ekki haldið upp á nema stórafmæli síðan ég byrjaði í flugeldunum. En það verður kannski eitthvað bakað. Ekki mikið." Innlent Menning Mest lesið Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
Lúðvík S. Georgsson verkfræðingur er fimmtíu og fimm ára í dag. Lúðvík er aðstoðarskólastjóri Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna. En Lúðvík er líka KR-ingur af lífi og sál. Hann hefur um árabil staðið fyrir flugeldasölu KR og tekur sér frí frá jarðhitaskólanum á meðan. Tímamótin hringdu í Lúðvík. Við byrjuðum á að spyrja um flugeldana. "Ég er búinn að vera í þessu í meira en tuttugu ár. Við flytjum inn flugelda, seljum flestum íþróttafélögum sem eru í þessu í heildsölu og svo seljum við líka sjálfir í KR-heimilinu. Þetta er ein aðalfjáröflunarleið knattspyrnudeildarinnar." Hvaðan koma þessar vítisvélar? "Þetta er mest frá Kína. En líka talsvert frá Þýskalandi. Þeir búa til bestu raketturnar og stjörnublysin." Þetta eru sérkennileg viðskipti. "Já, það má segja það. Þótt selja megi flugelda frá 28. desember til 6. janúar, þá er salan bundin við miklu færri daga. Við flugeldasalar verðum að vera í afar nánu sambandi við máttarvöldin, því aðalsalan er í raun á einum sólarhring, frá því klukkan fjögur 30. og til jafnlengdar á gamlársdag. Og ef það gerir stórhríð þennan sólarhring erum við í vondum málum. Og þótt við megum selja fram á þrettándann, þá er það smáræði nema á þrettándanum sjálfum." Og er þetta svo búið? "Nei, nei, maður er eitthvað að sýsla í þessu allt árið. Fara yfir pantanir, breyta hönnum umbúða og svo eru auðvitað pantanir næsta árs." En svo við víkjum að þínu aðalstarfi. Hefurðu verið lengi við Jarðhitaskólann? "Ég hef nú kennt þar frá upphafi. En ég hef verið aðstoðarskólastjóri í fimmtán ár." Eru einhverjar breytingar á döfinni þar? "Já, á næsta ári munum við fara með námskeið til Kenía. Við höfum notið mikils velvilja ríkisstjórnarinnar og fengið fjárveitingu til þess. Við vonumst til þess að geta farið með þetta námskeið líka til Asíu og Mið-Ameríku en flestir nemendur koma þaðan og frá löndum Austur-Evrópu. Við erum líka búnir að koma á meistaranámi hérna heima, í samvinnu við Háskóla Íslands, sem þeir sem hafa lokið hinu hefðbundna sex mánaða námskeiði geta farið í það og fá þá jarðhitaskólanámskeiðið viðurkennt sem hluta af meistaranáminu." En svo við víkjum að afmælinu. Heldurðu upp á það? "Ekki get ég sagt það. Ég hef ekki haldið upp á nema stórafmæli síðan ég byrjaði í flugeldunum. En það verður kannski eitthvað bakað. Ekki mikið."
Innlent Menning Mest lesið Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp