Leiðandi risi með kaupum á Geest 12. desember 2004 00:01 Það fór eins og margan grunaði að Bakkavör myndi hefja yfirtökutilraunir á breska matvælafyrirtækinu Geest hið fyrsta eftir að tækifæri gafst. Bakkavör mátti hefja vinnu við yfirtöku 29. nóvember og þá var þegar hafist handa. Opinbert ferli hófst svo 9. desember. Á breskum markaði fá menn ekki góðar móttökur ef sýnt er fram á að vinna við yfirtöku hefjist fyrr en heimilt er. Bakkavör gat því ekki hafið viðræður við ráðgjafa fyrr en eftir að sex mánuðir voru liðnir frá því að stjórnendur fyrirtækisins lýstu því yfir að ekki stæði til að taka fyrirtækið yfir að sinni. Forsvarsmenn Bakkavarar hreyfðu því hvorki legg né lið fyrr en heimilt var. Bakkavör á fyrir ríflega fimmtungshlut í Geest og hefur því góða innsýn í reksturinn. Það að fyrirtækið leggi strax til atlögu bendir til þess að það sjái mikla möguleika í rekstrinum og telji að ekki sé eftir neinu að bíða. Eignarhluturinn tryggir að ekki komast aðrir að borðinu og ef Bakkavör hefði viljað hefði fyrirtækið getað beðið og freistað þess að sú spenna í gengi Geest sem tilkomin er vegna væntinga um yfirtöku Bakkavarar hyrfi úr verðlagningu félagsins. Viðræðurnar um yfirtöku nú sýna að bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir vilja hefjast handa við að móta Geest að sínum hugmyndum. Betri nýting Bakkavör og Geest eru ólík félög á margan hátt. Geest er með miklu meiri veltu en Bakkavör, en Bakkavör nýtir fjármuni sína og framleiðslutæki miklu betur. Geest er með hátt hlutfall eigin fjár miðað við það sem tíðkast í íslenskum fyrirtækjum. Bakkavör getur því skuldsett fyrirtækið meira en nú er. Bakkavör þarf því ekki að sækja sér nema hluta af kaupverðinu á markað í hlutafjáraukningu. Víst er að stjórnendur Bakkavarar sjá tækifæri í að nýta framleiðslutæki og fjármuni Geest mun betur en raunin er nú. Það er fleira sem hangir á spýtunni. "Eftir kaup á Geest verður Bakkavör áhættudreifðara félag," segir Bjarki Logason, sérfræðingur hjá greiningardeild Landsbankans. Hann segir að kennitölur úr rekstri Bakkavarar séu mun hærri en hjá Geest. Með sameiningu lækka kennitölur Bakkavarar. Framleiðsluvörur Geest eru mun fleiri, auk þess sem Geest er þegar með starfsemi á meginlandi Evrópu og í Asíu. Smásölukeðjan Tesco er stærsti viðskiptavinur Bakkavarar og yrði það áfram eftir sameiningu. Hlutfall Tesco í viðskiptamannahópi Bakkavarar minnkar úr rúmum 60 prósentum í rúm 50 prósent. Sameinað félag yrði langstærsta félagið á sínu sviði á Bretlandi. Stærðin nýtist Bjarki segir að stærðin muni nýtast félaginu vel. Bæði náist fram hagræðing í innkaupum og sterkari samningsstaða gagnvart birgjum. Þá standi svo stórt fyrirtæki betur að vígi í samningum við smásöluaðila. Hörð samkeppni er á breskum matvörumarkaði, sem hefur þýtt að framlegð fyrirtækja sem framleiða vörur fyrir stórmarkaði hefur lækkað. Geest hefur ekki farið varhluta af þeirri þróun. Bakkavör hefur hins vegar tekist að halda framlegð mun hærri en hjá samkeppnisaðilunum. Bjarki segir að það liggi fyrst og fremst í því að framleiðsluvörur Bakkavarar séu gæðavörur. "Á þeim hluta markaðarins ræðst markaðsstaðan fremur af gæðum vörunnar en verði." Bakkavör hefur einnig verið í mun hraðari vexti en Geest. Búast má við að sameinað félag vaxi hægar í fyrstu en Bakkavör hefur gert undanfarin ár. Hagsaukinn fyrir hluthafa Bakkavarar með kaupum liggur í að með þeim hraðar Bakkavör þróun sinni og tryggir sig í sessi sem leiðandi fyrirtæki á heimsvísu í sinni grein. Sú staða getur skipt sköpum þegar horft er til framtíðar. Auk þess kæmi beinn hagsauki í samlegð og hagræðingu í rekstri félaganna. Stærð og styrkur félagsins myndi gera samningsstöðu þess mun sterkari, bæði gagnvart innkaupum og í sölusamningum við smásölukeðjur. Þess utan gætu legið möguleikar á sölu þeirra rekstarþátta Geest sem ekki falla að kröfum Bakkavarar um vöxt og framlegð. Ólík fyrirtækjamenning Þrátt fyrir hægari vöxt Geest og að rekstur þess sé ekki jafn straumlínulagaður og hjá Bakkavör er ekki hægt að segja að félagið sé stirt og staðnað. Stjórnendur þess hafa sótt fram og leitað nýrra tækifæra. Geest hefur að undanförnu fjárfest í félögum í sömu grein og leitað á ný mið. Enda þótt bæði Bakkavör og Geest séu skráð almenningshlutafélög er eignarhaldið ólíkt. Stofnendur Bakkavarar eru kjölfestueigendur og stjórnendur fyrirtækisins. Ráðdeild og góð nýting einkennir gjarnan slík fyrirtæki í meiri mæli en fyrirtæki í dreifðri eignaraðild eins og Geest. Eigendur Bakkavarar bera mikla virðingu fyrir stjórnendum Geest og líklegt að lykilstjórnendur verði áfram og komi inn í hluthafahóp sameinaðs félags. Miðað við rekstrartölur Bakkavarar og Geest fyrir síðasta ár er samanlögð velta 132 milljarðar króna og hagnaður fyrir skatta 7,6 milljarðar. Miðað við þær tölur er félagið komið í forystu íslenskra fyrirtækja hvað varðar helstu rekstrartölur. Starfsfólk sameinaðs fyrirtækis verða á þrettánda þúsund. Bakkavör væri því komin í stærð sem stjórnendur félagsins reiknuðu með að yrði raunin árið 2013 og menn voru mistrúaðir á. Kaupin á Geest eru hins vegar ekki frágengin. Eftir er að semja um verð. Á breska markaðnum er talið að stjórn Geest vilji fá 700 pens fyrir hlutinn, en að Bakkavör hafi boðið mun lægra. Sérfræðingar telja líklegt að endanlegt verð muni liggja á bilinu 625 til 700 pens fyrir hlutinn. Ekki er talið ólíklegt að lending geti náðst á verðinu 670 til 680 pens fyrir hlutinn í Geest. Eigendur Geest eru fagfjárfestar og því þarf ekki að taka tillit til tilfinningatengsla eigenda við fyrirtækið. Það verður því verðið eitt sem ræður niðurstöðu í yfirtöku Bakkavarar á Geest. Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Það fór eins og margan grunaði að Bakkavör myndi hefja yfirtökutilraunir á breska matvælafyrirtækinu Geest hið fyrsta eftir að tækifæri gafst. Bakkavör mátti hefja vinnu við yfirtöku 29. nóvember og þá var þegar hafist handa. Opinbert ferli hófst svo 9. desember. Á breskum markaði fá menn ekki góðar móttökur ef sýnt er fram á að vinna við yfirtöku hefjist fyrr en heimilt er. Bakkavör gat því ekki hafið viðræður við ráðgjafa fyrr en eftir að sex mánuðir voru liðnir frá því að stjórnendur fyrirtækisins lýstu því yfir að ekki stæði til að taka fyrirtækið yfir að sinni. Forsvarsmenn Bakkavarar hreyfðu því hvorki legg né lið fyrr en heimilt var. Bakkavör á fyrir ríflega fimmtungshlut í Geest og hefur því góða innsýn í reksturinn. Það að fyrirtækið leggi strax til atlögu bendir til þess að það sjái mikla möguleika í rekstrinum og telji að ekki sé eftir neinu að bíða. Eignarhluturinn tryggir að ekki komast aðrir að borðinu og ef Bakkavör hefði viljað hefði fyrirtækið getað beðið og freistað þess að sú spenna í gengi Geest sem tilkomin er vegna væntinga um yfirtöku Bakkavarar hyrfi úr verðlagningu félagsins. Viðræðurnar um yfirtöku nú sýna að bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir vilja hefjast handa við að móta Geest að sínum hugmyndum. Betri nýting Bakkavör og Geest eru ólík félög á margan hátt. Geest er með miklu meiri veltu en Bakkavör, en Bakkavör nýtir fjármuni sína og framleiðslutæki miklu betur. Geest er með hátt hlutfall eigin fjár miðað við það sem tíðkast í íslenskum fyrirtækjum. Bakkavör getur því skuldsett fyrirtækið meira en nú er. Bakkavör þarf því ekki að sækja sér nema hluta af kaupverðinu á markað í hlutafjáraukningu. Víst er að stjórnendur Bakkavarar sjá tækifæri í að nýta framleiðslutæki og fjármuni Geest mun betur en raunin er nú. Það er fleira sem hangir á spýtunni. "Eftir kaup á Geest verður Bakkavör áhættudreifðara félag," segir Bjarki Logason, sérfræðingur hjá greiningardeild Landsbankans. Hann segir að kennitölur úr rekstri Bakkavarar séu mun hærri en hjá Geest. Með sameiningu lækka kennitölur Bakkavarar. Framleiðsluvörur Geest eru mun fleiri, auk þess sem Geest er þegar með starfsemi á meginlandi Evrópu og í Asíu. Smásölukeðjan Tesco er stærsti viðskiptavinur Bakkavarar og yrði það áfram eftir sameiningu. Hlutfall Tesco í viðskiptamannahópi Bakkavarar minnkar úr rúmum 60 prósentum í rúm 50 prósent. Sameinað félag yrði langstærsta félagið á sínu sviði á Bretlandi. Stærðin nýtist Bjarki segir að stærðin muni nýtast félaginu vel. Bæði náist fram hagræðing í innkaupum og sterkari samningsstaða gagnvart birgjum. Þá standi svo stórt fyrirtæki betur að vígi í samningum við smásöluaðila. Hörð samkeppni er á breskum matvörumarkaði, sem hefur þýtt að framlegð fyrirtækja sem framleiða vörur fyrir stórmarkaði hefur lækkað. Geest hefur ekki farið varhluta af þeirri þróun. Bakkavör hefur hins vegar tekist að halda framlegð mun hærri en hjá samkeppnisaðilunum. Bjarki segir að það liggi fyrst og fremst í því að framleiðsluvörur Bakkavarar séu gæðavörur. "Á þeim hluta markaðarins ræðst markaðsstaðan fremur af gæðum vörunnar en verði." Bakkavör hefur einnig verið í mun hraðari vexti en Geest. Búast má við að sameinað félag vaxi hægar í fyrstu en Bakkavör hefur gert undanfarin ár. Hagsaukinn fyrir hluthafa Bakkavarar með kaupum liggur í að með þeim hraðar Bakkavör þróun sinni og tryggir sig í sessi sem leiðandi fyrirtæki á heimsvísu í sinni grein. Sú staða getur skipt sköpum þegar horft er til framtíðar. Auk þess kæmi beinn hagsauki í samlegð og hagræðingu í rekstri félaganna. Stærð og styrkur félagsins myndi gera samningsstöðu þess mun sterkari, bæði gagnvart innkaupum og í sölusamningum við smásölukeðjur. Þess utan gætu legið möguleikar á sölu þeirra rekstarþátta Geest sem ekki falla að kröfum Bakkavarar um vöxt og framlegð. Ólík fyrirtækjamenning Þrátt fyrir hægari vöxt Geest og að rekstur þess sé ekki jafn straumlínulagaður og hjá Bakkavör er ekki hægt að segja að félagið sé stirt og staðnað. Stjórnendur þess hafa sótt fram og leitað nýrra tækifæra. Geest hefur að undanförnu fjárfest í félögum í sömu grein og leitað á ný mið. Enda þótt bæði Bakkavör og Geest séu skráð almenningshlutafélög er eignarhaldið ólíkt. Stofnendur Bakkavarar eru kjölfestueigendur og stjórnendur fyrirtækisins. Ráðdeild og góð nýting einkennir gjarnan slík fyrirtæki í meiri mæli en fyrirtæki í dreifðri eignaraðild eins og Geest. Eigendur Bakkavarar bera mikla virðingu fyrir stjórnendum Geest og líklegt að lykilstjórnendur verði áfram og komi inn í hluthafahóp sameinaðs félags. Miðað við rekstrartölur Bakkavarar og Geest fyrir síðasta ár er samanlögð velta 132 milljarðar króna og hagnaður fyrir skatta 7,6 milljarðar. Miðað við þær tölur er félagið komið í forystu íslenskra fyrirtækja hvað varðar helstu rekstrartölur. Starfsfólk sameinaðs fyrirtækis verða á þrettánda þúsund. Bakkavör væri því komin í stærð sem stjórnendur félagsins reiknuðu með að yrði raunin árið 2013 og menn voru mistrúaðir á. Kaupin á Geest eru hins vegar ekki frágengin. Eftir er að semja um verð. Á breska markaðnum er talið að stjórn Geest vilji fá 700 pens fyrir hlutinn, en að Bakkavör hafi boðið mun lægra. Sérfræðingar telja líklegt að endanlegt verð muni liggja á bilinu 625 til 700 pens fyrir hlutinn. Ekki er talið ólíklegt að lending geti náðst á verðinu 670 til 680 pens fyrir hlutinn í Geest. Eigendur Geest eru fagfjárfestar og því þarf ekki að taka tillit til tilfinningatengsla eigenda við fyrirtækið. Það verður því verðið eitt sem ræður niðurstöðu í yfirtöku Bakkavarar á Geest.
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira