Hundrað prósent lán út á andlitið 10. desember 2004 00:01 Kaupin á Magasin - Jónína Benediktsdóttir Jahérna, nú fékk fáránleikinn fullnægingu! Þegar Danir lesa í Berlingske Tidene að pizzasali frá Íslandi, Birgir Þór Bieltvedt, hafi fengið 1,5 milljarða að láni "út á andlitið á sér", til kaupa á fjórðungshlut í taprekstri Magasin, hljóta þeir að hafa lagt ölið frá sér. Nok, det ser man! "Íslendingar svona breyttir - í framan". Það er vissulega fagnaðarefni ef Birgir Þór treystir sér til þess að snúa taprekstri í hagnað á þessari gríðarlegu skemmtilegu dönsku kauphöll. En við hljótum að staldra við eftir lesturinn í Berlingske. Meðan fyrirtæki á Íslandi fá ekki nægilegt lánsfé til þess að byggja upp starfsemi sína hér og verða gjaldþrota í hundraða tali fær pizzasali lán "út á andlitið á sér" til þess að kaupa hálf gjaldþrota rekstur á Strikinu. Honum tókst, að eigin sögn, að ná tali af Jóni Ásgeiri. Til hamingju Birgir! Fólk missir andlitið fyrir minna. Er ekki vert að íslenskar fjármálastofnanir fari í alvarlega endurskoðun og "bankaleyndin" fái lagaramma sem er trúverðugur? Er til of mikils mælst að almenningur fái að sjá sannleikann um útrásaræðið og alla þessa "andlits-díla" í viðskiptalífinu í nafni Íslendinga og íslenskra bankastofnana? Bankarnir eiga t.d. sameiginlega innheimtufyrirtækið Intrum og ákveða þannig sameiginlega dráttarvexti. Má það? Þeir hafa sameiginlegt aðgengi að skuldum fyrirtækja og einstaklinga og hafa ákveðið afkomu einstaklinga eftir sérhagsmunum og í samráði. Er það gott í litlu landi? Bankaleyndin er engin þegar einstaklingar eiga í hlut. Hver er ábyrgð útfara–afsakið- útlána-stjóra bankanna gagnvart lántaka, fjölskyldu lántaka, hluthöfum bankanna, öðrum viðskiptavinum sem og lífeyrissjóðseigendum? Má lána fyrirtæki og um leið veðsetja heimili fjölskyldunnar? Er þar ef til vill brotið á rétti barna, heimavinnandi fólki jafnvel? Þeir sem greiða í ríkissjóði og lífeyrissjóði hljóta að eiga þá en það eru því miður þessir peningar sem hafa meðal annars skapað ójöfnuðinn og fákeppnina sem hér ríkir þegar nokkrir auðmenn gengu, er virðist, frjálst í þá á viðkvæmum tíma viðskiptasögunnar. Ákveðnir menn gerðu mistök. Verðaukning og mat íslenskra hlutabréfa er það hæsta í heimi (oft vegna "uppsafnaðs hagnaðar" en ekki rekstrarhagnaðar), verslað er með margföld fjárlögin erlendis og sérfræðingar bankanna boða aukna verðbólgu - vegna hækkunnar á áfengi! Enn er verið að hengja fjármálaráðherra fyrir bankastjóra eða hvernig sem þetta var nú aftur. Sjálfir drekka sérfræðingarnir sjaldan hér heima enda flestir fluttir af landi. Hér er ekki þægilegt að búa lengur. Er geggjunin ekki bara allsráðandi og sannast ekki enn að fáránleikinn er systir heimskunnar. Að vísu tala þeir mikið um öfundsýki og neikvæðni okkar sem þorum að gagnrýna starfshættina. Gæti verið að sannleikanum sé hver sárreiðastur. Menn geta líka blindast í öllu gullinu. Andlit pizzasalans. Halda bankamenn að fólk skilji ekki hvernig þeir eru að eignast allt með því að taka veð í hlutabréfum þeirra sem fronta kaupin? Birgir Þór sagði það sjálfur. Kaup Íslendinga á erlendum fyrirtækjum eru örugglega oftar en ekki góð en sennilega finnst Dönum kaup Birgis Þórs Bieltvedt á Magasin út á andlitið á sér einn mesti viðskiptadíll sögunnar. Svona vinnubrögð eru hins vegar ekki einkamál bankanna meðan þeir starfa undir íslenskum lögum. Svo er þeim velkomið að flytja sig annað þar sem þeir þekkja vel til og lagaumhverfið er annað, já eða jafnvel ekkert. Árið 2000 þegar America Online og Time Warner sameinuðust og tilkynnt var að þar með væri "viðskiptadíll sögunnar" að veruleika fóru samningar fram í bakherbergjum. Samningurinn skók fjölmiðlaheiminn sem og áhyggjufulla lýðræðissinna. Að vísu komst risinn í fjölmiðla á nýjan leik nokkrum árum seinna þar sem fjárfestar töpuðu billjónum dollara vegna blekkingarinnar.Samruninn er sagður í dag hafa verið mestu mistök í sögu fyrirtækis í heiminum. Það sem einkenndi samruna fjölmiðlarisanna eða "þjófnaðinn" á Time eins og sagt er í dag var bakherbergja-leynimakk og hnífsstungur valdasjúkra og gráðugra manna. Það skyldi þó ekki vera að Íslendingar hafi eignast Magasin í græðgiskasti í bakherbergi og jafnvel einhver stunginn í leiðinni? Þá gætu Danir tekið gleði sína að nýju. Þeir segðu jafnvel "Íslendingar hafa ekkert breyst og jafnvel forsetinn, sú mikla stríðshetja, fórnaði dönsku brúðkaupi til þess að koma í veg fyrir að sett væru lög um eignarhald á fjölmiðlum. Íslendingar skilja ekki reglur," segja Danir og kíma. Það er vissulega auðveldara að missa andlitið í viðskiptalífinu en að fá lán út á það. Bankar fela sig á bak við þá staðreynd að þeir eru ekki mennskir; bera ekki ábyrgð. En þegar vel gengur eru mennirnir sem þeim stjórna þjóðhetjur - fyrirgefiði drengir, alþjóðahetjur sem og þeir sem þá fronta með andliti sínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Kaupin á Magasin - Jónína Benediktsdóttir Jahérna, nú fékk fáránleikinn fullnægingu! Þegar Danir lesa í Berlingske Tidene að pizzasali frá Íslandi, Birgir Þór Bieltvedt, hafi fengið 1,5 milljarða að láni "út á andlitið á sér", til kaupa á fjórðungshlut í taprekstri Magasin, hljóta þeir að hafa lagt ölið frá sér. Nok, det ser man! "Íslendingar svona breyttir - í framan". Það er vissulega fagnaðarefni ef Birgir Þór treystir sér til þess að snúa taprekstri í hagnað á þessari gríðarlegu skemmtilegu dönsku kauphöll. En við hljótum að staldra við eftir lesturinn í Berlingske. Meðan fyrirtæki á Íslandi fá ekki nægilegt lánsfé til þess að byggja upp starfsemi sína hér og verða gjaldþrota í hundraða tali fær pizzasali lán "út á andlitið á sér" til þess að kaupa hálf gjaldþrota rekstur á Strikinu. Honum tókst, að eigin sögn, að ná tali af Jóni Ásgeiri. Til hamingju Birgir! Fólk missir andlitið fyrir minna. Er ekki vert að íslenskar fjármálastofnanir fari í alvarlega endurskoðun og "bankaleyndin" fái lagaramma sem er trúverðugur? Er til of mikils mælst að almenningur fái að sjá sannleikann um útrásaræðið og alla þessa "andlits-díla" í viðskiptalífinu í nafni Íslendinga og íslenskra bankastofnana? Bankarnir eiga t.d. sameiginlega innheimtufyrirtækið Intrum og ákveða þannig sameiginlega dráttarvexti. Má það? Þeir hafa sameiginlegt aðgengi að skuldum fyrirtækja og einstaklinga og hafa ákveðið afkomu einstaklinga eftir sérhagsmunum og í samráði. Er það gott í litlu landi? Bankaleyndin er engin þegar einstaklingar eiga í hlut. Hver er ábyrgð útfara–afsakið- útlána-stjóra bankanna gagnvart lántaka, fjölskyldu lántaka, hluthöfum bankanna, öðrum viðskiptavinum sem og lífeyrissjóðseigendum? Má lána fyrirtæki og um leið veðsetja heimili fjölskyldunnar? Er þar ef til vill brotið á rétti barna, heimavinnandi fólki jafnvel? Þeir sem greiða í ríkissjóði og lífeyrissjóði hljóta að eiga þá en það eru því miður þessir peningar sem hafa meðal annars skapað ójöfnuðinn og fákeppnina sem hér ríkir þegar nokkrir auðmenn gengu, er virðist, frjálst í þá á viðkvæmum tíma viðskiptasögunnar. Ákveðnir menn gerðu mistök. Verðaukning og mat íslenskra hlutabréfa er það hæsta í heimi (oft vegna "uppsafnaðs hagnaðar" en ekki rekstrarhagnaðar), verslað er með margföld fjárlögin erlendis og sérfræðingar bankanna boða aukna verðbólgu - vegna hækkunnar á áfengi! Enn er verið að hengja fjármálaráðherra fyrir bankastjóra eða hvernig sem þetta var nú aftur. Sjálfir drekka sérfræðingarnir sjaldan hér heima enda flestir fluttir af landi. Hér er ekki þægilegt að búa lengur. Er geggjunin ekki bara allsráðandi og sannast ekki enn að fáránleikinn er systir heimskunnar. Að vísu tala þeir mikið um öfundsýki og neikvæðni okkar sem þorum að gagnrýna starfshættina. Gæti verið að sannleikanum sé hver sárreiðastur. Menn geta líka blindast í öllu gullinu. Andlit pizzasalans. Halda bankamenn að fólk skilji ekki hvernig þeir eru að eignast allt með því að taka veð í hlutabréfum þeirra sem fronta kaupin? Birgir Þór sagði það sjálfur. Kaup Íslendinga á erlendum fyrirtækjum eru örugglega oftar en ekki góð en sennilega finnst Dönum kaup Birgis Þórs Bieltvedt á Magasin út á andlitið á sér einn mesti viðskiptadíll sögunnar. Svona vinnubrögð eru hins vegar ekki einkamál bankanna meðan þeir starfa undir íslenskum lögum. Svo er þeim velkomið að flytja sig annað þar sem þeir þekkja vel til og lagaumhverfið er annað, já eða jafnvel ekkert. Árið 2000 þegar America Online og Time Warner sameinuðust og tilkynnt var að þar með væri "viðskiptadíll sögunnar" að veruleika fóru samningar fram í bakherbergjum. Samningurinn skók fjölmiðlaheiminn sem og áhyggjufulla lýðræðissinna. Að vísu komst risinn í fjölmiðla á nýjan leik nokkrum árum seinna þar sem fjárfestar töpuðu billjónum dollara vegna blekkingarinnar.Samruninn er sagður í dag hafa verið mestu mistök í sögu fyrirtækis í heiminum. Það sem einkenndi samruna fjölmiðlarisanna eða "þjófnaðinn" á Time eins og sagt er í dag var bakherbergja-leynimakk og hnífsstungur valdasjúkra og gráðugra manna. Það skyldi þó ekki vera að Íslendingar hafi eignast Magasin í græðgiskasti í bakherbergi og jafnvel einhver stunginn í leiðinni? Þá gætu Danir tekið gleði sína að nýju. Þeir segðu jafnvel "Íslendingar hafa ekkert breyst og jafnvel forsetinn, sú mikla stríðshetja, fórnaði dönsku brúðkaupi til þess að koma í veg fyrir að sett væru lög um eignarhald á fjölmiðlum. Íslendingar skilja ekki reglur," segja Danir og kíma. Það er vissulega auðveldara að missa andlitið í viðskiptalífinu en að fá lán út á það. Bankar fela sig á bak við þá staðreynd að þeir eru ekki mennskir; bera ekki ábyrgð. En þegar vel gengur eru mennirnir sem þeim stjórna þjóðhetjur - fyrirgefiði drengir, alþjóðahetjur sem og þeir sem þá fronta með andliti sínu.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun