Hætta af lánum og viðskiptahalla 10. desember 2004 00:01 :Raungengi krónunnar er hátt um þessar mundir og sterk fylgni er milli þess og mikils viðskiptahalla. Sigurður Einarsson, stjórnarformaður KB banka, sagði á fjölsóttum fundi KB banka um krónuna og þróun hennar að mikill viðskiptahall væri helsta ógn við stöðugleika fjármálakerfisins. Erlend skuldsetning þeirra sem hafa eignir á móti og/eða tekjur skapaði hættu á vandræðum þegar viðskiptahallinn leiðréttist með lækkun á gengi krónunnar. "Því fyrr sem krónan lækkar, því betra. Hættan er sú að ef þetta gerist seint verði aðlögunin harkalegri með tilheyrandi vandamálum fyrir þá sem eru skuldsettir í erlendum myntum. Það hefur svo aftur áhrif á fjármálafyrirtæki." Sigurður hvatti menn eindregið til þess að forðast skuldsetningu í erlendri mynt á móti innlendum eignum. Hann sagði bankann bregðast við þessari hættu með því að gera ríkari kröfur til lántakenda um eiginfjárstöðu við lán í erlendum myntum. "Ef við fengjum aðra lækkun á innlendum hlutabréfamarkaði sem væri í líkingu við þá sem varð á dögunum gæti það haft mjög slæmar afleiðingar." Ásgeir Jónsson, hagfræðingur greiningardeildar KB banka, gerði grein fyrir spá bankans um þróun krónunnar. Ásgeir segir að krónan geti átt eftir að verða mun sterkari en nú er. Greiningardeildin gerir ráð fyrir að gengisvísitalan geti farið lægst í 110, en býst við því að hún fari að veikjast næsta haust. "Ástæðan er sú að gjaldeyrismarkaðurinn er framsýnn og því líklegt að krónan lækki áður en stóriðjuframkvæmdir ná hámarki." Hann segir að Seðlabankinn hafi sent skýr skilaboð með vaxtahækkun sinni á dögunum um að bankanum sé full alvara í því að halda í verðbólgumarkmið sín. Ásgeir segir að innstreymi vegna stóriðjuframkvæmda muni ýta undir styrk krónunnar næsta sumar. Hins vegar sé margt annað að gerast í fjármagnshreyfingum landsins sem tengist aukinni alþjóðavæðingu fjármálakerfisins. "Gengi krónunnar er að öllum líkindum mun sterkara en hægt er að skýra með stóriðjuframkvæmdum, enda eru þær ekki hafnar nema að litlu leyti." Hann segir að aukning í erlendum lántökum vegna fjárfestinga og endurlána hafi vegið á móti útflæði vegna viðskiptahalla og fjárfestinga Íslendinga erlendis. Fjármagnsmarkaður hafi því meiri áhrif á gengi krónunnar en áður og það geti þýtt meiri óstöðugleika í gengi krónunnar. Vilhjálmur Egilsson, ráðneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, var einnig meðal frummælenda. Hann sagði að sjávarútvegurinn myndi standa af sér styrkingu krónunnar. Það hefði sýnt sig að bestu ár atvinnugreinarinnar hefðu komið í kjölfar tímabila með sterkri krónu. Fyrirtækin hefðu lagað sig að ástandinu, hagrætt og búið í haginn fyrir framtíðina. Hann sagði meiri ástæðu til þess að hafa áhyggjur af áhrifum krónunnar á ferðaþjónustu. "Atvinnulífið hefur sýnt sig vera sveigjanlegt og laga sig að aðstæðum," sagði Vilhjálmur, sem býst við því að svo verði einnig í komandi uppsveiflu. Hann sagði að ríkisstjórnin beitti ekki skattalækkunum sem skammtíma hagstjórnartæki heldur til að minnka hlut ríkisins í hagkerfinu til frambúðar. Það þýddi að sveiflujöfnun yrði hjá atvinnulífinu sjálfu. Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
:Raungengi krónunnar er hátt um þessar mundir og sterk fylgni er milli þess og mikils viðskiptahalla. Sigurður Einarsson, stjórnarformaður KB banka, sagði á fjölsóttum fundi KB banka um krónuna og þróun hennar að mikill viðskiptahall væri helsta ógn við stöðugleika fjármálakerfisins. Erlend skuldsetning þeirra sem hafa eignir á móti og/eða tekjur skapaði hættu á vandræðum þegar viðskiptahallinn leiðréttist með lækkun á gengi krónunnar. "Því fyrr sem krónan lækkar, því betra. Hættan er sú að ef þetta gerist seint verði aðlögunin harkalegri með tilheyrandi vandamálum fyrir þá sem eru skuldsettir í erlendum myntum. Það hefur svo aftur áhrif á fjármálafyrirtæki." Sigurður hvatti menn eindregið til þess að forðast skuldsetningu í erlendri mynt á móti innlendum eignum. Hann sagði bankann bregðast við þessari hættu með því að gera ríkari kröfur til lántakenda um eiginfjárstöðu við lán í erlendum myntum. "Ef við fengjum aðra lækkun á innlendum hlutabréfamarkaði sem væri í líkingu við þá sem varð á dögunum gæti það haft mjög slæmar afleiðingar." Ásgeir Jónsson, hagfræðingur greiningardeildar KB banka, gerði grein fyrir spá bankans um þróun krónunnar. Ásgeir segir að krónan geti átt eftir að verða mun sterkari en nú er. Greiningardeildin gerir ráð fyrir að gengisvísitalan geti farið lægst í 110, en býst við því að hún fari að veikjast næsta haust. "Ástæðan er sú að gjaldeyrismarkaðurinn er framsýnn og því líklegt að krónan lækki áður en stóriðjuframkvæmdir ná hámarki." Hann segir að Seðlabankinn hafi sent skýr skilaboð með vaxtahækkun sinni á dögunum um að bankanum sé full alvara í því að halda í verðbólgumarkmið sín. Ásgeir segir að innstreymi vegna stóriðjuframkvæmda muni ýta undir styrk krónunnar næsta sumar. Hins vegar sé margt annað að gerast í fjármagnshreyfingum landsins sem tengist aukinni alþjóðavæðingu fjármálakerfisins. "Gengi krónunnar er að öllum líkindum mun sterkara en hægt er að skýra með stóriðjuframkvæmdum, enda eru þær ekki hafnar nema að litlu leyti." Hann segir að aukning í erlendum lántökum vegna fjárfestinga og endurlána hafi vegið á móti útflæði vegna viðskiptahalla og fjárfestinga Íslendinga erlendis. Fjármagnsmarkaður hafi því meiri áhrif á gengi krónunnar en áður og það geti þýtt meiri óstöðugleika í gengi krónunnar. Vilhjálmur Egilsson, ráðneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, var einnig meðal frummælenda. Hann sagði að sjávarútvegurinn myndi standa af sér styrkingu krónunnar. Það hefði sýnt sig að bestu ár atvinnugreinarinnar hefðu komið í kjölfar tímabila með sterkri krónu. Fyrirtækin hefðu lagað sig að ástandinu, hagrætt og búið í haginn fyrir framtíðina. Hann sagði meiri ástæðu til þess að hafa áhyggjur af áhrifum krónunnar á ferðaþjónustu. "Atvinnulífið hefur sýnt sig vera sveigjanlegt og laga sig að aðstæðum," sagði Vilhjálmur, sem býst við því að svo verði einnig í komandi uppsveiflu. Hann sagði að ríkisstjórnin beitti ekki skattalækkunum sem skammtíma hagstjórnartæki heldur til að minnka hlut ríkisins í hagkerfinu til frambúðar. Það þýddi að sveiflujöfnun yrði hjá atvinnulífinu sjálfu.
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira