Enn buslað í Kleifarvatni 9. desember 2004 00:01 Skáldskapur og veruleiki - Þór Vigfússon fyrrverandi skólameistari Þökk Arnaldi Indriðasyni fyrir fína bók. Leiktjöld eru litrík, andrými og fólki lýst af nærfærni og innsæi. Meður því ég hóf nám í Leipzig 1956 og bjó á sama garði og Eysteinn Þorvaldsson, reyndi ég að máta mig við persónur Arnalds, árangurslaust. En ég hef skelfing gaman af svona bókum. Hvort hann fer nógu djúpt? Ansi finnst mér hann djúpur að fara niður í kjallara, ég mundi ekkert eftir meindýrunum. En upp rifjaðist að ég bjó á þriðju hæð og vissi lítt um undirdjúpin. Einhvern veginn varð Arnaldur að nefna skófluna til sögu. Ekki vil ég blanda mér í myndarmál Eysteins og Árna Snævars, finnst að vísu fúlt að ekki var valin mynd með mér á. En annað í grein Árna (Fréttablaðið 26.11) gefur tilefni, sú fullyrðing að við félagar hefðum í áratugi leynt eða reynt að leyna fyrir þjóðinni reynslu okkar af ástandi mála þar eystra. Ég játa ódugnað við að skrifa um þessi mál sem og við fjölmargt sem ég ætlaði að iðja mannkyni til heilla. Einhvern veginn finnst mér það vera mitt mál, sé ekki ástæðu til að biðja þjóð mína afsökunar, enda hefur hún ekki tekið eftir neinum missi og slík sjálfsgagnrýni er ekki til siðs í þessu landi. Hins vegar hef ég oft rætt þessi mál á samkomum og í fjömiðlum, m.a. við Árna Snævarr, og hvergi dregið af því sem ég þóttist vita. Enn er um meinta leynd mína að segja að allt sem máli skiptir kom fram í Morgunblaðinu vorið 1962. Hefur Árni Snævarr ekki frétt af því? Þar kemur það fram á þann hátt sem ekki verður betri, beint af skepnunni, hrátt og óslípað, með bæði fylliríi og kvennafari. Eins og þetta gerðist, þá vissi öll þjóðin um okkar frásagnir, einnig "skoðanabræður" sem við reyndum skv. Árna að "leiða... á villigötur með þögn". Mér finnst stundum Árni muna þetta í öðru orðinu en gleyma í hinu. Árni segir Eystein ekki hafa talað um þessi mál áratugum saman "ótilneyddur". Hann virðist meina að Eysteinn hafi verið neyddur til að tala þegar Árni tók viðtölin við hann vegna bókarinnar Liðsmenn Moskvu. Hann tók reyndar einnig viðtöl við mig á sama róli, ekki fannst mér ég vera þar tilneyddur, hafði heldur gaman af að tala við Árna og þá félaga, fann aldrei fyrir þumalskrúfum. Eitt fannst mér einna ógeðfelldast í mínum skóla þar eystra. Ef ekki tókst í umræðum að nappa þá sem grunaðir voru um andstöðuhugsun, sökum þess að þeir vörðu sig með þögninni, þá var sagt að eitthvað væri bogið við þessa aðila þar eð þeir færu aldrei með lofgjörð um hin "blessuðu" yfirvöld. Þessu lýsum við félagar í SÍA-skýrslunum. Mér finnst þessi klifan hjá Árna minna svolítið á þessa sömu kröfu: af hverju þegir mannhelvítið alltaf? Samt held ég ekki að Árni vilji koma hér upp þeim Stasi-sið að tugta til menn fyrir það sem þeir sögðu ekki. Annað mál væri, og ekki mitt einkamál, hefði ég framið morð, ég tala nú ekki um með skóflu. Verð þó að bæta við, svo að ég verði ekki sakaður um undandrátt, að ég er bráðflínkur að moka með skóflu. Hefði ég verið að reyna að leyna mannsmorði, þá vita allir að það tekst aldrei, þökk sé Erlendi Sveinssyni og Arnaldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Skáldskapur og veruleiki - Þór Vigfússon fyrrverandi skólameistari Þökk Arnaldi Indriðasyni fyrir fína bók. Leiktjöld eru litrík, andrými og fólki lýst af nærfærni og innsæi. Meður því ég hóf nám í Leipzig 1956 og bjó á sama garði og Eysteinn Þorvaldsson, reyndi ég að máta mig við persónur Arnalds, árangurslaust. En ég hef skelfing gaman af svona bókum. Hvort hann fer nógu djúpt? Ansi finnst mér hann djúpur að fara niður í kjallara, ég mundi ekkert eftir meindýrunum. En upp rifjaðist að ég bjó á þriðju hæð og vissi lítt um undirdjúpin. Einhvern veginn varð Arnaldur að nefna skófluna til sögu. Ekki vil ég blanda mér í myndarmál Eysteins og Árna Snævars, finnst að vísu fúlt að ekki var valin mynd með mér á. En annað í grein Árna (Fréttablaðið 26.11) gefur tilefni, sú fullyrðing að við félagar hefðum í áratugi leynt eða reynt að leyna fyrir þjóðinni reynslu okkar af ástandi mála þar eystra. Ég játa ódugnað við að skrifa um þessi mál sem og við fjölmargt sem ég ætlaði að iðja mannkyni til heilla. Einhvern veginn finnst mér það vera mitt mál, sé ekki ástæðu til að biðja þjóð mína afsökunar, enda hefur hún ekki tekið eftir neinum missi og slík sjálfsgagnrýni er ekki til siðs í þessu landi. Hins vegar hef ég oft rætt þessi mál á samkomum og í fjömiðlum, m.a. við Árna Snævarr, og hvergi dregið af því sem ég þóttist vita. Enn er um meinta leynd mína að segja að allt sem máli skiptir kom fram í Morgunblaðinu vorið 1962. Hefur Árni Snævarr ekki frétt af því? Þar kemur það fram á þann hátt sem ekki verður betri, beint af skepnunni, hrátt og óslípað, með bæði fylliríi og kvennafari. Eins og þetta gerðist, þá vissi öll þjóðin um okkar frásagnir, einnig "skoðanabræður" sem við reyndum skv. Árna að "leiða... á villigötur með þögn". Mér finnst stundum Árni muna þetta í öðru orðinu en gleyma í hinu. Árni segir Eystein ekki hafa talað um þessi mál áratugum saman "ótilneyddur". Hann virðist meina að Eysteinn hafi verið neyddur til að tala þegar Árni tók viðtölin við hann vegna bókarinnar Liðsmenn Moskvu. Hann tók reyndar einnig viðtöl við mig á sama róli, ekki fannst mér ég vera þar tilneyddur, hafði heldur gaman af að tala við Árna og þá félaga, fann aldrei fyrir þumalskrúfum. Eitt fannst mér einna ógeðfelldast í mínum skóla þar eystra. Ef ekki tókst í umræðum að nappa þá sem grunaðir voru um andstöðuhugsun, sökum þess að þeir vörðu sig með þögninni, þá var sagt að eitthvað væri bogið við þessa aðila þar eð þeir færu aldrei með lofgjörð um hin "blessuðu" yfirvöld. Þessu lýsum við félagar í SÍA-skýrslunum. Mér finnst þessi klifan hjá Árna minna svolítið á þessa sömu kröfu: af hverju þegir mannhelvítið alltaf? Samt held ég ekki að Árni vilji koma hér upp þeim Stasi-sið að tugta til menn fyrir það sem þeir sögðu ekki. Annað mál væri, og ekki mitt einkamál, hefði ég framið morð, ég tala nú ekki um með skóflu. Verð þó að bæta við, svo að ég verði ekki sakaður um undandrátt, að ég er bráðflínkur að moka með skóflu. Hefði ég verið að reyna að leyna mannsmorði, þá vita allir að það tekst aldrei, þökk sé Erlendi Sveinssyni og Arnaldi.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar