Ruglið um ruglið 8. desember 2004 00:01 Svar við skrifum í Fréttablaðinu - Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra Leiðari Fréttablaðsins mánudaginn 6. desember "Ruglið í Berlingske Tidende" var kostuleg lesning. Það hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir ritstjórn þess ágæta blaðs, sem nú státar af mestum lestri á dagblaðamarkaði, að slíkur leiðari skuli settur fram. Höfundur leiðarans er Hafliði Helgason blaðamaður, sem skrifar að jafnaði um viðskiptamál. Fjallar leiðarahöfundur þar um skrif í danska blaðinu um útrás íslenskra fjárfesta, m.a. kaup á Magasin du Nord. Ekki verður farið nánar út í þau mál hér en athygli vekur hvernig Hafliði Helgason fjallar um undirritaða. Hann segir: "Óskiljanlegra er þó svar viðskiptaráðherra við vangaveltum Berlinske Tidende á hættu á skammtímasjónarmiðum vegna stórs eignarhluta starfsmanna KB banka í bankanum. Valgerður Sverrisdóttir kýs að svara ekki spurningum um áhættu í bankakerfinu, en segir málið stórt í samtali við fréttamann Stöðvar 2, svo stórt að það krefjist nánari athugunar." Leiðaraskrif Hafliða byggja síðan alfarið á þessu sem haft er eftir mér í fréttum Stöðvar 2. Það er rétt að fréttamaður Stöðvar 2 bað um viðtal við mig vegna skrifa BT þegar ég hitti hann á göngum Alþingis. Ég sagði honum að ég þyrfti að kynna mér málið fyrst enda væri það stórt. Það er hins vegar í mínum huga algerlega með ólíkindum að leiðarahöfundur Fréttablaðsins skuli fjalla um "svör" mín með þeim hætti sem hann gerir. Svör mín voru engin. Ég neitaði viðtali við Stöð 2 þar sem ég hafði ekki kynnt mér nægilega vel efni þeirrar fréttar sem þar var verið að vinna. Blaðamaður Fréttablaðsins gerði hins vegar enga tilraun til að hafa samband við mig vegna þessa máls, og ræða það við mig. Hann hringdi ekki eitt símtal til að ræða málið og upplýsa það, eins og ég hélt að starf hans fælist í. Hann byggir hins vegar hálfan leiðara á því sem ég sagði ekki í fréttum Stöðvar 2. Í leiðara Hafliða sagði síðan: "Með þessu rær ráðherrann undir með þeim sjónarmiðum að danskir fjölmiðlar hafi með rangfærslum sínum uppgötvað nýjan sannleik um íslenska fjármálakerfið. Ráðherra viðskipta á að vita betur en að gefa undir fótinn sögusögnum sem geta dregið úr trúverðugleika kerfisins." Það eru engar smá ásakanir sem leiðarahöfundur ber á viðskiptaráðherra. Vegna þess sem ráðherra sagði ekki! Og þrátt fyrir alvarleika málsins að mati blaðamannsins reyndi hann ekki með einu símtali að nálgast ráðherrann til að bera málið undir hann. Geta þessi vinnubrögð verið Fréttablaðinu samboðin? Nú kann vel að vera að Hafliða Helgasyni hafi þótt sem fréttamaður Stöðvar 2 hafi gengið fulllangt í umfjöllun sinni um skrif danskra fjölmiðla um íslenska banka. En það verður hann að eiga við fréttastofu Stöðvar 2 en ekki mig. Ekki veit ég hvað býr að baki skrifum Hafliða Helgasonar frá síðasta mánudegi. Kannski vill hann sýna íslenskum fyrirtækjum að hann standi með þeim þegar fjölmiðlar sækja að og reyni þannig að upphefja sjálfan sig. Blaðamaðurinn getur hins vegar ekki byggt leiðaraskrif sín á jafn veikum grunni og síðastliðinn mánudag. Ég veit, eftir símaviðtal við leiðarahöfund í gær, að Fréttablaðið muni telja sig hafa viðhaft fagleg vinnubrögð við leiðaraskrifin enda hef ég lært að ef eitthvað er ólíklegra en að stjórnmálamaður viðurkenni mistök, þá mun það vera það að blaðamaður geri slíkt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Svar við skrifum í Fréttablaðinu - Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra Leiðari Fréttablaðsins mánudaginn 6. desember "Ruglið í Berlingske Tidende" var kostuleg lesning. Það hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir ritstjórn þess ágæta blaðs, sem nú státar af mestum lestri á dagblaðamarkaði, að slíkur leiðari skuli settur fram. Höfundur leiðarans er Hafliði Helgason blaðamaður, sem skrifar að jafnaði um viðskiptamál. Fjallar leiðarahöfundur þar um skrif í danska blaðinu um útrás íslenskra fjárfesta, m.a. kaup á Magasin du Nord. Ekki verður farið nánar út í þau mál hér en athygli vekur hvernig Hafliði Helgason fjallar um undirritaða. Hann segir: "Óskiljanlegra er þó svar viðskiptaráðherra við vangaveltum Berlinske Tidende á hættu á skammtímasjónarmiðum vegna stórs eignarhluta starfsmanna KB banka í bankanum. Valgerður Sverrisdóttir kýs að svara ekki spurningum um áhættu í bankakerfinu, en segir málið stórt í samtali við fréttamann Stöðvar 2, svo stórt að það krefjist nánari athugunar." Leiðaraskrif Hafliða byggja síðan alfarið á þessu sem haft er eftir mér í fréttum Stöðvar 2. Það er rétt að fréttamaður Stöðvar 2 bað um viðtal við mig vegna skrifa BT þegar ég hitti hann á göngum Alþingis. Ég sagði honum að ég þyrfti að kynna mér málið fyrst enda væri það stórt. Það er hins vegar í mínum huga algerlega með ólíkindum að leiðarahöfundur Fréttablaðsins skuli fjalla um "svör" mín með þeim hætti sem hann gerir. Svör mín voru engin. Ég neitaði viðtali við Stöð 2 þar sem ég hafði ekki kynnt mér nægilega vel efni þeirrar fréttar sem þar var verið að vinna. Blaðamaður Fréttablaðsins gerði hins vegar enga tilraun til að hafa samband við mig vegna þessa máls, og ræða það við mig. Hann hringdi ekki eitt símtal til að ræða málið og upplýsa það, eins og ég hélt að starf hans fælist í. Hann byggir hins vegar hálfan leiðara á því sem ég sagði ekki í fréttum Stöðvar 2. Í leiðara Hafliða sagði síðan: "Með þessu rær ráðherrann undir með þeim sjónarmiðum að danskir fjölmiðlar hafi með rangfærslum sínum uppgötvað nýjan sannleik um íslenska fjármálakerfið. Ráðherra viðskipta á að vita betur en að gefa undir fótinn sögusögnum sem geta dregið úr trúverðugleika kerfisins." Það eru engar smá ásakanir sem leiðarahöfundur ber á viðskiptaráðherra. Vegna þess sem ráðherra sagði ekki! Og þrátt fyrir alvarleika málsins að mati blaðamannsins reyndi hann ekki með einu símtali að nálgast ráðherrann til að bera málið undir hann. Geta þessi vinnubrögð verið Fréttablaðinu samboðin? Nú kann vel að vera að Hafliða Helgasyni hafi þótt sem fréttamaður Stöðvar 2 hafi gengið fulllangt í umfjöllun sinni um skrif danskra fjölmiðla um íslenska banka. En það verður hann að eiga við fréttastofu Stöðvar 2 en ekki mig. Ekki veit ég hvað býr að baki skrifum Hafliða Helgasonar frá síðasta mánudegi. Kannski vill hann sýna íslenskum fyrirtækjum að hann standi með þeim þegar fjölmiðlar sækja að og reyni þannig að upphefja sjálfan sig. Blaðamaðurinn getur hins vegar ekki byggt leiðaraskrif sín á jafn veikum grunni og síðastliðinn mánudag. Ég veit, eftir símaviðtal við leiðarahöfund í gær, að Fréttablaðið muni telja sig hafa viðhaft fagleg vinnubrögð við leiðaraskrifin enda hef ég lært að ef eitthvað er ólíklegra en að stjórnmálamaður viðurkenni mistök, þá mun það vera það að blaðamaður geri slíkt.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar