Vísar ásökunum á bug 7. desember 2004 00:01 Valgerður Sverrisdóttir telur umfjöllun danska blaðsins Berlingske Tidende um íslenska fjárfesta í Danmörku ekki að öllu leyti sanngjarna. Þar hefur því verið haldið fram að hætta steðji að íslenska efnahagskerfinu vegna flókinna innbyrðis eignatengsla. "Mér finnst jákvætt að það sé tekið eftir því sem íslenskir fjárfestar eru að gera. Heimamarkaðurinn er lítill og ef íslensk fyrirtæki ætla að stækka þá þurfa þau að stækka út á við til útlanda," segir Valgerður. Hún segir að fyrirtækjum í útrás hafi gengið vel og því veki þau eftirtekt og því sé þess að vænta að fyrirtæki fái neikvæða umfjöllun. Ole Mikkelsen, blaðamaður á Berlingske Tidende, segir að gagnkvæm eignatengsl viðskiptabanka og fyrirtækja séu það sem valdi áhyggjum. Hann segir að þetta sé ekki leyft í Danmörku og sé raunar bannað víðast hvar í heiminum. Sérstaklega hefur Berlingske fjallað um KB banka og eignahlut hans í Baugi Group. Valgerður hafnar því að umhverfi íslensks viðskiptalífs sé ólíkt því sem annars staðar tíðkast og segir umfjöllun um KB banka vera ósanngjarna. "Það er verið að halda því fram að bankinn sé að gera hluti sem víðast hvar séu bannaðir. Það er bara ekki rétt. Hér gilda alveg sömu meginreglur og almennt á Evrópska efnahagssvæðinu og ég hef lagt mikla áherslu á það í minni tíð sem viðskiptaráðherra að þetta umhverfi sé sambærilegt," segir ráðherrann. Hún segir umfjöllunina bera með sér að Danir séu að reyna að átta sig á góðu gengi íslensku bankanna og að þeir "eigi erfitt með að sætta sig við það. Það var auðvitað eftirminnilegt hvaða umfjöllun KB banki fékk þegar hann geystist inn á sænska markaðinn. Þetta ber keim að því sama," segir hún. Hún segir umræðuna um gagnkvæm eignatengsl snúast í raun um hvort viðskiptabankar megi einnig vera fjárfestingarbankar. Hún hafi lýst því að slíkt eigi að leyfa. "Einmitt vegna þess að þannig er þetta í löndunum sem við berum okkur saman við," segir Valgerður. "Ég vil líka segja að það þarf að gæta ýtrustu varúðar í bankakerfinu. Fjármálaeftirlitið hefur bent á að útlánaaukning bankanna sé um þrjátíu prósent á ári og það kveikir ákveðin viðvörunarljós því slíkur vöxtur getur ekki til lengdar samræmst stöðugleika í efnahagslífinu," segir hún. Umfjöllunin í Berlingske kemur í kjölfar kaupa Baugs, Straums og Birgis Þór Bieltvedt á verslunarkeðjunni Magasin du Nord. Meðal seljenda voru eignarhaldsfélög í eigu Jyske bank og Nordea Bank í Danmörku. Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Valgerður Sverrisdóttir telur umfjöllun danska blaðsins Berlingske Tidende um íslenska fjárfesta í Danmörku ekki að öllu leyti sanngjarna. Þar hefur því verið haldið fram að hætta steðji að íslenska efnahagskerfinu vegna flókinna innbyrðis eignatengsla. "Mér finnst jákvætt að það sé tekið eftir því sem íslenskir fjárfestar eru að gera. Heimamarkaðurinn er lítill og ef íslensk fyrirtæki ætla að stækka þá þurfa þau að stækka út á við til útlanda," segir Valgerður. Hún segir að fyrirtækjum í útrás hafi gengið vel og því veki þau eftirtekt og því sé þess að vænta að fyrirtæki fái neikvæða umfjöllun. Ole Mikkelsen, blaðamaður á Berlingske Tidende, segir að gagnkvæm eignatengsl viðskiptabanka og fyrirtækja séu það sem valdi áhyggjum. Hann segir að þetta sé ekki leyft í Danmörku og sé raunar bannað víðast hvar í heiminum. Sérstaklega hefur Berlingske fjallað um KB banka og eignahlut hans í Baugi Group. Valgerður hafnar því að umhverfi íslensks viðskiptalífs sé ólíkt því sem annars staðar tíðkast og segir umfjöllun um KB banka vera ósanngjarna. "Það er verið að halda því fram að bankinn sé að gera hluti sem víðast hvar séu bannaðir. Það er bara ekki rétt. Hér gilda alveg sömu meginreglur og almennt á Evrópska efnahagssvæðinu og ég hef lagt mikla áherslu á það í minni tíð sem viðskiptaráðherra að þetta umhverfi sé sambærilegt," segir ráðherrann. Hún segir umfjöllunina bera með sér að Danir séu að reyna að átta sig á góðu gengi íslensku bankanna og að þeir "eigi erfitt með að sætta sig við það. Það var auðvitað eftirminnilegt hvaða umfjöllun KB banki fékk þegar hann geystist inn á sænska markaðinn. Þetta ber keim að því sama," segir hún. Hún segir umræðuna um gagnkvæm eignatengsl snúast í raun um hvort viðskiptabankar megi einnig vera fjárfestingarbankar. Hún hafi lýst því að slíkt eigi að leyfa. "Einmitt vegna þess að þannig er þetta í löndunum sem við berum okkur saman við," segir Valgerður. "Ég vil líka segja að það þarf að gæta ýtrustu varúðar í bankakerfinu. Fjármálaeftirlitið hefur bent á að útlánaaukning bankanna sé um þrjátíu prósent á ári og það kveikir ákveðin viðvörunarljós því slíkur vöxtur getur ekki til lengdar samræmst stöðugleika í efnahagslífinu," segir hún. Umfjöllunin í Berlingske kemur í kjölfar kaupa Baugs, Straums og Birgis Þór Bieltvedt á verslunarkeðjunni Magasin du Nord. Meðal seljenda voru eignarhaldsfélög í eigu Jyske bank og Nordea Bank í Danmörku.
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira