Öruggasta öldurhús í heimi 7. desember 2004 00:01 Mjög hefur verið hert á allri öryggisgæslu í heiminum eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001 og þykir mörgum nóg um. Í höfuðborg Þýskalands er ástandið orðið þannig að erfitt er að fá sér bjór, að minnsta kosti á Windhorst-barnum í Mitte-hverfinu. Nágrannar bandaríska sendiráðsins á Laufásvegi hafa kvartað sáran yfir nábýlinu við það. Götunni hefur verið lokað í annan endann og fólk hefur ekki aðgang að lóðum í kringum hús sín. Öryggisráðstafanir við bandarísk sendiráð eiga sér þó eðlilegar skýringar enda hafa þau verið skotmark hryðjuverkamanna víða um heim. Skemmst er að minnast árásarinnar á ræðismannsskrifstofuna í Jeddah á mánudaginn og fyrir nokkrum árum voru sendiráð Bandaríkjamanna í Kenýa og Tansaníu sprengd í loft upp með þeim afleiðingum að hundruð manna létu lífið. Bandaríska sendiráðið í Berlín stendur við götu í Mitte-hverfinu en þar var áður fyrr mikil umferð. Fyrir þremur árum var götunni hins vegar lokað og kemst enginn að byggingunni nema að þungvopnuð sveit lögreglumanna hleypi viðkomandi inn eftir vegabréfsskoðun og vopnaleit. Hjólreiðamönnum sem leið eiga um er gert að teyma hjólhesta sína. Næsti nágranni sendiráðsins er Windhorst-barinn og vill þannig til að kráin er innan víggirðingarinnar. Barinn var eitt sinn vinsæll á meðal kaupsýslumanna í nágrenninu en viðskiptin hrundu eftir 11. september enda þótti fastakúnnunum fyrrverandi lítt spennandi að vera þuklaðir af lögreglumönnum og þurfa að sýna vegabréf í hvert skipti sem þeir vildu svala þorsta sínum. Leit um tíma út fyrir að Windhorst-barnum yrði lokað enda kvartaði eigandi hans, Günther Windhorst, sáran yfir hag sínum fyrsta kastið. "Margir sem vinna í nágrenninu voru vanir að fá sér einn kaldan á leið sinni á neðanjarðarlestarstöðina. Nú fara þeir beint á stöðina," sagði hann í viðtali við CBS-sjónvarpsstöðina fyrir nokkrum misserum. Nú hefur Günther hins vegar snúið vörn í markaðssókn undir slagorðinu "öruggasta öldurhús í heimi". Þarna getur nú fólk bergt á miðinum í vernduðu umhverfi undir gínandi vélbyssukjöftum og hafa viðtökurnar ekki látið á sér standa. Ferðamenn hafa flykkst á barinn og er hann vinsælli en nokkru sinni fyrr. Erlent Menning Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Fleiri fréttir Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Sjá meira
Mjög hefur verið hert á allri öryggisgæslu í heiminum eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001 og þykir mörgum nóg um. Í höfuðborg Þýskalands er ástandið orðið þannig að erfitt er að fá sér bjór, að minnsta kosti á Windhorst-barnum í Mitte-hverfinu. Nágrannar bandaríska sendiráðsins á Laufásvegi hafa kvartað sáran yfir nábýlinu við það. Götunni hefur verið lokað í annan endann og fólk hefur ekki aðgang að lóðum í kringum hús sín. Öryggisráðstafanir við bandarísk sendiráð eiga sér þó eðlilegar skýringar enda hafa þau verið skotmark hryðjuverkamanna víða um heim. Skemmst er að minnast árásarinnar á ræðismannsskrifstofuna í Jeddah á mánudaginn og fyrir nokkrum árum voru sendiráð Bandaríkjamanna í Kenýa og Tansaníu sprengd í loft upp með þeim afleiðingum að hundruð manna létu lífið. Bandaríska sendiráðið í Berlín stendur við götu í Mitte-hverfinu en þar var áður fyrr mikil umferð. Fyrir þremur árum var götunni hins vegar lokað og kemst enginn að byggingunni nema að þungvopnuð sveit lögreglumanna hleypi viðkomandi inn eftir vegabréfsskoðun og vopnaleit. Hjólreiðamönnum sem leið eiga um er gert að teyma hjólhesta sína. Næsti nágranni sendiráðsins er Windhorst-barinn og vill þannig til að kráin er innan víggirðingarinnar. Barinn var eitt sinn vinsæll á meðal kaupsýslumanna í nágrenninu en viðskiptin hrundu eftir 11. september enda þótti fastakúnnunum fyrrverandi lítt spennandi að vera þuklaðir af lögreglumönnum og þurfa að sýna vegabréf í hvert skipti sem þeir vildu svala þorsta sínum. Leit um tíma út fyrir að Windhorst-barnum yrði lokað enda kvartaði eigandi hans, Günther Windhorst, sáran yfir hag sínum fyrsta kastið. "Margir sem vinna í nágrenninu voru vanir að fá sér einn kaldan á leið sinni á neðanjarðarlestarstöðina. Nú fara þeir beint á stöðina," sagði hann í viðtali við CBS-sjónvarpsstöðina fyrir nokkrum misserum. Nú hefur Günther hins vegar snúið vörn í markaðssókn undir slagorðinu "öruggasta öldurhús í heimi". Þarna getur nú fólk bergt á miðinum í vernduðu umhverfi undir gínandi vélbyssukjöftum og hafa viðtökurnar ekki látið á sér standa. Ferðamenn hafa flykkst á barinn og er hann vinsælli en nokkru sinni fyrr.
Erlent Menning Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Fleiri fréttir Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið