Öruggasta öldurhús í heimi 7. desember 2004 00:01 Mjög hefur verið hert á allri öryggisgæslu í heiminum eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001 og þykir mörgum nóg um. Í höfuðborg Þýskalands er ástandið orðið þannig að erfitt er að fá sér bjór, að minnsta kosti á Windhorst-barnum í Mitte-hverfinu. Nágrannar bandaríska sendiráðsins á Laufásvegi hafa kvartað sáran yfir nábýlinu við það. Götunni hefur verið lokað í annan endann og fólk hefur ekki aðgang að lóðum í kringum hús sín. Öryggisráðstafanir við bandarísk sendiráð eiga sér þó eðlilegar skýringar enda hafa þau verið skotmark hryðjuverkamanna víða um heim. Skemmst er að minnast árásarinnar á ræðismannsskrifstofuna í Jeddah á mánudaginn og fyrir nokkrum árum voru sendiráð Bandaríkjamanna í Kenýa og Tansaníu sprengd í loft upp með þeim afleiðingum að hundruð manna létu lífið. Bandaríska sendiráðið í Berlín stendur við götu í Mitte-hverfinu en þar var áður fyrr mikil umferð. Fyrir þremur árum var götunni hins vegar lokað og kemst enginn að byggingunni nema að þungvopnuð sveit lögreglumanna hleypi viðkomandi inn eftir vegabréfsskoðun og vopnaleit. Hjólreiðamönnum sem leið eiga um er gert að teyma hjólhesta sína. Næsti nágranni sendiráðsins er Windhorst-barinn og vill þannig til að kráin er innan víggirðingarinnar. Barinn var eitt sinn vinsæll á meðal kaupsýslumanna í nágrenninu en viðskiptin hrundu eftir 11. september enda þótti fastakúnnunum fyrrverandi lítt spennandi að vera þuklaðir af lögreglumönnum og þurfa að sýna vegabréf í hvert skipti sem þeir vildu svala þorsta sínum. Leit um tíma út fyrir að Windhorst-barnum yrði lokað enda kvartaði eigandi hans, Günther Windhorst, sáran yfir hag sínum fyrsta kastið. "Margir sem vinna í nágrenninu voru vanir að fá sér einn kaldan á leið sinni á neðanjarðarlestarstöðina. Nú fara þeir beint á stöðina," sagði hann í viðtali við CBS-sjónvarpsstöðina fyrir nokkrum misserum. Nú hefur Günther hins vegar snúið vörn í markaðssókn undir slagorðinu "öruggasta öldurhús í heimi". Þarna getur nú fólk bergt á miðinum í vernduðu umhverfi undir gínandi vélbyssukjöftum og hafa viðtökurnar ekki látið á sér standa. Ferðamenn hafa flykkst á barinn og er hann vinsælli en nokkru sinni fyrr. Erlent Menning Mest lesið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Menning Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Fleiri fréttir Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sjá meira
Mjög hefur verið hert á allri öryggisgæslu í heiminum eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001 og þykir mörgum nóg um. Í höfuðborg Þýskalands er ástandið orðið þannig að erfitt er að fá sér bjór, að minnsta kosti á Windhorst-barnum í Mitte-hverfinu. Nágrannar bandaríska sendiráðsins á Laufásvegi hafa kvartað sáran yfir nábýlinu við það. Götunni hefur verið lokað í annan endann og fólk hefur ekki aðgang að lóðum í kringum hús sín. Öryggisráðstafanir við bandarísk sendiráð eiga sér þó eðlilegar skýringar enda hafa þau verið skotmark hryðjuverkamanna víða um heim. Skemmst er að minnast árásarinnar á ræðismannsskrifstofuna í Jeddah á mánudaginn og fyrir nokkrum árum voru sendiráð Bandaríkjamanna í Kenýa og Tansaníu sprengd í loft upp með þeim afleiðingum að hundruð manna létu lífið. Bandaríska sendiráðið í Berlín stendur við götu í Mitte-hverfinu en þar var áður fyrr mikil umferð. Fyrir þremur árum var götunni hins vegar lokað og kemst enginn að byggingunni nema að þungvopnuð sveit lögreglumanna hleypi viðkomandi inn eftir vegabréfsskoðun og vopnaleit. Hjólreiðamönnum sem leið eiga um er gert að teyma hjólhesta sína. Næsti nágranni sendiráðsins er Windhorst-barinn og vill þannig til að kráin er innan víggirðingarinnar. Barinn var eitt sinn vinsæll á meðal kaupsýslumanna í nágrenninu en viðskiptin hrundu eftir 11. september enda þótti fastakúnnunum fyrrverandi lítt spennandi að vera þuklaðir af lögreglumönnum og þurfa að sýna vegabréf í hvert skipti sem þeir vildu svala þorsta sínum. Leit um tíma út fyrir að Windhorst-barnum yrði lokað enda kvartaði eigandi hans, Günther Windhorst, sáran yfir hag sínum fyrsta kastið. "Margir sem vinna í nágrenninu voru vanir að fá sér einn kaldan á leið sinni á neðanjarðarlestarstöðina. Nú fara þeir beint á stöðina," sagði hann í viðtali við CBS-sjónvarpsstöðina fyrir nokkrum misserum. Nú hefur Günther hins vegar snúið vörn í markaðssókn undir slagorðinu "öruggasta öldurhús í heimi". Þarna getur nú fólk bergt á miðinum í vernduðu umhverfi undir gínandi vélbyssukjöftum og hafa viðtökurnar ekki látið á sér standa. Ferðamenn hafa flykkst á barinn og er hann vinsælli en nokkru sinni fyrr.
Erlent Menning Mest lesið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Menning Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Fleiri fréttir Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sjá meira