Erlent

Funda um Miðausturlönd í Bretlandi

Alþjóðleg ráðstefna um frið í Miðausturlöndum verður haldin á Bretlandi í janúar eða febrúar á næsta ári, samkvæmt frétt Daily Mirror í dag. Bandaríkjamenn eru sagðir hafa samþykkt fyrirætlanir Breta um að bjóða ísraelskum og palestínskum ráðamönnum til viðræðna, en Tony Blair hefur lagt áherslu á friðarumleitanir fyrir botni Miðjarðarhafs undanfarið. Óvíst er nákvæmlega hverjir sækja munu ráðstefnuna. Ljóst er að utanríkisráðherrar landanna sem málið snertir mæta, en hvort að Ísrael sendir heila sendinefnd liggur ekki fyrir. Skili ráðstefnan árangri, gæti það komið sér vel fyrir Blair, en kosningar verða á Bretlandi í síðasta lagi í maí á næsta ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×