Drottinn eða Mammon? 2. desember 2004 00:01 Það eru ekkert mörg ár síðan Langholtskirkju var skellt í lás, þegar saman tóku sig nokkrir trúarhópar sem ætluðu að sameinast í fyrirbæn kvöld eitt eftir að voveiflegir atburðir höfðu átt sér stað. Harmurinn risti svo djúpt að hópar fólks sem hversdagslega gátu ekki talað saman ákváðu að leggja stríðsaxir þverrifunnar til hliðar og sameinast í bæn til Guðs, þess eina afls í júníversinu sem velflestir trúarhópar eiga sameiginlegt (þótt ólíkar birtingarmyndir hafi). Ástæðan fyrir því að hurð þessarar tilteknu kirkju var skellt á nefið á trúuðu fólki í landinu var sú að yfirvöld í kirkjunni kærðu sig ekkert um alla þá kuklara og villutrúarmenn, sem höfðu af hreinni trúarþörf leyft sér að leita út fyrir bókstafstrúar heilaþvottinn úr prédikunum þjóðkirkju "þjónanna". Kirkjur landsins höfðu engan áhuga á fólki sem hugsaði, fólki sem var leitandi, fólki sem var ekki trúarlega fullnægt af því fólki sem hafði menntast í háskóla til þess að viðhalda hinni lögskipuðu íslensku trú. Hinni einu sönnu. Í ljós kom að gjörningurinn var bara hluti af hinu sanna og eðlilega sjálfseyðandi afli allra stofnana sem hafa vaxið sér yfir höfuð og kirkjunnar þjónum var í kjölfarið uppálagt að vera "næs" við leitandi fólk. Síðan hefur verið nokkur kyrrð á því mónópólíska trúartorgi. Þar til núna. Núna, þegar Hallgrímskirkja hefur orðið uppvís að því að taka hálfa milljón af tekjum af tónleikum til styrktar langveikum börnum og þeirra þjáðu og þjökuðu fjölskyldum. Rökin þau að kirkjan hefði mikinn kostnað af útleigu í "þessu tilfelli", legði fram starfsmenn, greiddi þrif og gríðarlega háan rafmagnsreikning. Svei mér þá, fyrir okkur fávísar sveitakonur ofan af Íslandi, hljómar þetta eins og hver önnur rómverska. Látum vera að kirkjan fái fyrir kostnaði þegar hún er leigð út til alls konar tónleikahalds til dýrðar drottni og tónlistargyðjunni, mannsröddinni og hljóðfærunum með öllum þeim Gloríum sem tónskáldin hafa smíðað. En í þessu tilfelli var um að ræða börnin sem Kristur óskaði eftir að yrði leyft að koma til sín. Eða, óskaði hann bara eftir þeim börnum sem kæmust til hans af sjálfsdáðum, fislétt og fljúgandi? Áttu hin að borga fyrir hreinsun á kirtli hans og þrifin á því stórmerkilega grjóti sem vörðuðu stíginn til hans, kertin og eldfærin sem lýstu þeim leiðina? Það þarf að þrífa heima hjá langveikum börnum. Það þarf að borga rafmagnsreikninga í lífi þeirra. Það þarf að borga fólki fyrir að starfa við líf þeirra. Þess vegna eru haldnir fjáröflunartónleikar af þessu tagi. Og það er óviðunandi að kirkjan opni dyr sínar fyrir þeim, glöð yfir fyrirsjáanlegum gróða, trúföst þeirri stefnu að gefa ekki neitt. Súsanna Svavarsdóttir -sussa@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Súsanna Svavarsdóttir Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Það eru ekkert mörg ár síðan Langholtskirkju var skellt í lás, þegar saman tóku sig nokkrir trúarhópar sem ætluðu að sameinast í fyrirbæn kvöld eitt eftir að voveiflegir atburðir höfðu átt sér stað. Harmurinn risti svo djúpt að hópar fólks sem hversdagslega gátu ekki talað saman ákváðu að leggja stríðsaxir þverrifunnar til hliðar og sameinast í bæn til Guðs, þess eina afls í júníversinu sem velflestir trúarhópar eiga sameiginlegt (þótt ólíkar birtingarmyndir hafi). Ástæðan fyrir því að hurð þessarar tilteknu kirkju var skellt á nefið á trúuðu fólki í landinu var sú að yfirvöld í kirkjunni kærðu sig ekkert um alla þá kuklara og villutrúarmenn, sem höfðu af hreinni trúarþörf leyft sér að leita út fyrir bókstafstrúar heilaþvottinn úr prédikunum þjóðkirkju "þjónanna". Kirkjur landsins höfðu engan áhuga á fólki sem hugsaði, fólki sem var leitandi, fólki sem var ekki trúarlega fullnægt af því fólki sem hafði menntast í háskóla til þess að viðhalda hinni lögskipuðu íslensku trú. Hinni einu sönnu. Í ljós kom að gjörningurinn var bara hluti af hinu sanna og eðlilega sjálfseyðandi afli allra stofnana sem hafa vaxið sér yfir höfuð og kirkjunnar þjónum var í kjölfarið uppálagt að vera "næs" við leitandi fólk. Síðan hefur verið nokkur kyrrð á því mónópólíska trúartorgi. Þar til núna. Núna, þegar Hallgrímskirkja hefur orðið uppvís að því að taka hálfa milljón af tekjum af tónleikum til styrktar langveikum börnum og þeirra þjáðu og þjökuðu fjölskyldum. Rökin þau að kirkjan hefði mikinn kostnað af útleigu í "þessu tilfelli", legði fram starfsmenn, greiddi þrif og gríðarlega háan rafmagnsreikning. Svei mér þá, fyrir okkur fávísar sveitakonur ofan af Íslandi, hljómar þetta eins og hver önnur rómverska. Látum vera að kirkjan fái fyrir kostnaði þegar hún er leigð út til alls konar tónleikahalds til dýrðar drottni og tónlistargyðjunni, mannsröddinni og hljóðfærunum með öllum þeim Gloríum sem tónskáldin hafa smíðað. En í þessu tilfelli var um að ræða börnin sem Kristur óskaði eftir að yrði leyft að koma til sín. Eða, óskaði hann bara eftir þeim börnum sem kæmust til hans af sjálfsdáðum, fislétt og fljúgandi? Áttu hin að borga fyrir hreinsun á kirtli hans og þrifin á því stórmerkilega grjóti sem vörðuðu stíginn til hans, kertin og eldfærin sem lýstu þeim leiðina? Það þarf að þrífa heima hjá langveikum börnum. Það þarf að borga rafmagnsreikninga í lífi þeirra. Það þarf að borga fólki fyrir að starfa við líf þeirra. Þess vegna eru haldnir fjáröflunartónleikar af þessu tagi. Og það er óviðunandi að kirkjan opni dyr sínar fyrir þeim, glöð yfir fyrirsjáanlegum gróða, trúföst þeirri stefnu að gefa ekki neitt. Súsanna Svavarsdóttir -sussa@frettabladid.is
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar