Söguþræði spillt 29. nóvember 2004 00:01 Söguþræði spillt - Eiríkur Sturla Ólafsson nemi og þýðandi Miðvikudaginn 24. nóv. síðastliðinn birtist í Fréttablaðinu grein um skáldskap og veruleika undir fyrirsögninni "Buslað í Kleifarvatni" eftir Eystein Þorvaldsson íslenskufræðing. Í henni fjallar höfundur, sem á árum áður var stúdent í Leipzig, um nýjustu bók Arnaldar Indriðasonar sem út kom nú fyrir stuttu. Gremst Eysteini augljóslega hvernig Arnaldur hagræðir ýmsum atriðum er varða andann í hópi þeirra Íslendinga sem þar voru við nám og telur rétt að leiðrétta ýmis atriði er varða bókina og hefur þar væntanlega að takmarki sínu að leiða í ljós sannleikann svo fólk geti gert greinarmun á skáldskap og veruleika eins og fram kemur í fyrirsögn greinar hans. Allt finnst mér þetta hið besta mál, að einni klausu undanskilinni þar sem hann vitnar í Árna Snævarr og fer hún hér á eftir: "Nokkrir lesendur Kleifarvatns hafa komið að máli við mig og spurt hvort ekki hafi verið skelfilegt að hrærast innanum allt þetta illþýði sem frá segir í sögunni... Af þessu má hafa talsvert gaman og ég bendi spyrjendum á að allir íslensku strákarnir í Leipzig séu skúrkar í sögunni og spyr á móti hvar mig sé að finna í þessu gengi... Þá líkingu virðist Árni Snævarr hins vegar hafa fundið: "Tómas er rekinn frá námi rétt eins og Eysteinn Þorvaldsson" segir hann í Fréttablaðinu. Það er rétt að geta þess strax að Tómas er morðinginn í sögunni og úr því að Árni fullyrðir að við Tómas höfum báðir verið reknir, þá er auðvitað líklegt að við höfum báðir fleira sameiginlegt á samviskunni." Nú spyr ég: Trúir Eysteinn því virkilega að verið sé að væna hann um að hafa morð á samviskunni? Og það sem meira máli skiptir og er hvati að þessum skrifum mínum: Þurfti hann að "kjafta" frá því hver morðinginn er í annars ágætri grein sinni? Nú hef ég ekki lesið bókina en hef hlakkað mikið til að gera það í jólafríinu. Hvort sem lesandi fær að vita slíkt strax á upphafssíðum bókarinnar eður ei, þá hefur áhugi minn og eflaust fleiri á að lesa bókina snarminnkað. Hvernig svo sem í málum liggur í Kleifarvatni, þá gerði greinarhöfundur lesendum Arnaldar mikinn óleik með þessari athugasemd sinni. Það liggur nefnilega í eðli gæpasagna að maður eigi smátt og smátt að komast að því hver morðinginn er og hvaða hvatir liggi að baki verknaði hans og hafi maður minnsta grun um hvernig í málum liggur áður en lesning hefst, þá getur maður sleppt því að eyða tíma í téða bók. Tíma, sem ég fyrir mitt leyti hafði hlakkað mikið til að eyða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Halldór 28.06.2025 Halldór Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson Skoðun Sniðgangan á Rapyd slær öll met Björn B. Björnsson Skoðun Frá Írak til Gaza: Hvað höfum við lært af lygunum og stríðsbröltinu? Helen Ólafsdóttir Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þjónusta sem gleður – skilar sér beint í kassann Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn – Rödd skynseminnar í borginni Ómar Már Jónsson skrifar Skoðun Virði barna og ungmenna Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Sættir þú þig við þetta? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Alþingi gleymir aftur fötluðum börnum Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Söguþræði spillt - Eiríkur Sturla Ólafsson nemi og þýðandi Miðvikudaginn 24. nóv. síðastliðinn birtist í Fréttablaðinu grein um skáldskap og veruleika undir fyrirsögninni "Buslað í Kleifarvatni" eftir Eystein Þorvaldsson íslenskufræðing. Í henni fjallar höfundur, sem á árum áður var stúdent í Leipzig, um nýjustu bók Arnaldar Indriðasonar sem út kom nú fyrir stuttu. Gremst Eysteini augljóslega hvernig Arnaldur hagræðir ýmsum atriðum er varða andann í hópi þeirra Íslendinga sem þar voru við nám og telur rétt að leiðrétta ýmis atriði er varða bókina og hefur þar væntanlega að takmarki sínu að leiða í ljós sannleikann svo fólk geti gert greinarmun á skáldskap og veruleika eins og fram kemur í fyrirsögn greinar hans. Allt finnst mér þetta hið besta mál, að einni klausu undanskilinni þar sem hann vitnar í Árna Snævarr og fer hún hér á eftir: "Nokkrir lesendur Kleifarvatns hafa komið að máli við mig og spurt hvort ekki hafi verið skelfilegt að hrærast innanum allt þetta illþýði sem frá segir í sögunni... Af þessu má hafa talsvert gaman og ég bendi spyrjendum á að allir íslensku strákarnir í Leipzig séu skúrkar í sögunni og spyr á móti hvar mig sé að finna í þessu gengi... Þá líkingu virðist Árni Snævarr hins vegar hafa fundið: "Tómas er rekinn frá námi rétt eins og Eysteinn Þorvaldsson" segir hann í Fréttablaðinu. Það er rétt að geta þess strax að Tómas er morðinginn í sögunni og úr því að Árni fullyrðir að við Tómas höfum báðir verið reknir, þá er auðvitað líklegt að við höfum báðir fleira sameiginlegt á samviskunni." Nú spyr ég: Trúir Eysteinn því virkilega að verið sé að væna hann um að hafa morð á samviskunni? Og það sem meira máli skiptir og er hvati að þessum skrifum mínum: Þurfti hann að "kjafta" frá því hver morðinginn er í annars ágætri grein sinni? Nú hef ég ekki lesið bókina en hef hlakkað mikið til að gera það í jólafríinu. Hvort sem lesandi fær að vita slíkt strax á upphafssíðum bókarinnar eður ei, þá hefur áhugi minn og eflaust fleiri á að lesa bókina snarminnkað. Hvernig svo sem í málum liggur í Kleifarvatni, þá gerði greinarhöfundur lesendum Arnaldar mikinn óleik með þessari athugasemd sinni. Það liggur nefnilega í eðli gæpasagna að maður eigi smátt og smátt að komast að því hver morðinginn er og hvaða hvatir liggi að baki verknaði hans og hafi maður minnsta grun um hvernig í málum liggur áður en lesning hefst, þá getur maður sleppt því að eyða tíma í téða bók. Tíma, sem ég fyrir mitt leyti hafði hlakkað mikið til að eyða.
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar