Blaðamaður buslar í Kleifarvatni 24. nóvember 2004 00:01 Skáldskapur og veruleiki - Eysteinn Þorvaldsson íslenskufræðingur Það vakti forvitni mína þegar ný glæpasaga eftir Arnald Indriðason var kynnt, og hún var sögð gerast öðrum þræði meðal íslenskra stúdenta í Leipzig á sjötta áratug síðustu aldar. Ég var sá fyrsti sem þar hóf nám eftir stríð, einmitt á sjötta áratugnum, en ári seinna kom Hjörleifur Guttormsson og undir lok áratugarins þrír í viðbót. Vorum við kannski orðnir að sögupersónum hjá þessum vinsæla höfundi? Ég las skáldsögu Arnalds en komst að raun um að ekkert í þessum drjúga söguþræði hans í Leipzig er í samræmi við raunveruleikann. Arnaldur hefur auðvitað viljað hafa þetta svona; rithöfundur hefur að sjálfsögðu frjálsar hendur, en þegar hann staðsetur og tímasetur sögu sína svona nákvæmlega, býst maður við að hann kanni sögusviðið, mannlífið og andrúmsloftið þar sem hann lætur persónur sínar vera á ferli. Við þekkjum slík vinnubrögð hjá góðum höfundum og nægir að nefna Halldór Laxness og Gunnar Gunnarsson. Í Fréttablaðinu er haft eftir Arnaldi að þetta séu "bara leiktjöld" og það er áreiðanlega heiðarlegt tilsvar. Hann hefur ekki reynt að setja sig inní veröldina eins og hún var. Jafnframt minna þessi daufu leiktjöld okkur, börn kalda stríðsins, á það hversu margt mergjað söguefni liggur í þessum tíma eftirstríðsáranna og lífi ungra Íslendinga í rústum Evrópu, sem hugmyndafræðilega var líka í sárum. Framarlega í bók sinni getur Arnaldur um "Das rote Kloster", nafngift sem einhverjir notuðu um blaðamannadeild háskólans í Leipzig. En þetta er líka titill á ágætri bók eftir Brigitte Klump og þar hefði glæpasöguhöfundurinn getað fengið gagnlegar heimildir hefði hann kært sig um þær. Arnaldur Indriðason er ekki á höttunum eftir slíku efni; krimmar hans eru að hætti algengrar formúlu glæpasagna, en sumir samtímahöfundar eru þó farnir að hyggja að hugmyndalegum átökum í glæpareyfurum og nægir þar að nefna Dan Brown. Hið yfirborðslega orðaskak í Kleifarvatni um sósíalisma er auðvitað meinlaust. En vegna þess að höfundur hefur útnefnt stað og tíma í Leipzig þá er það í besta falli hvimleitt að hann skuli búa til lævísi, launráð og sundrungu meðal íslensku stúdentanna. Í raunveruleikanum var þetta nefnilega einstaklega samheldinn, hreinskilinn og skemmtilegur hópur og öll launmál víðs fjarri. Í grein í Fréttablaðinu 20. nóvember sl. skrifar Árni Snævarr grein sem nefnist "Kalda stríðið snýr aftur í Kleifarvatni". Fyrst hélt ég að þetta ætti að vera umsögn eða ritdómur um sögu Arnalds, en ekki þarf langt að lesa til að sjá að Árni er að burðast við að gera það sem höfundur Kleifarvatns ætlaði sér alls ekki, nefnilega að heimfæra söguna upp á lifandi persónur. Það tekst óhönduglega. Hann minnist á SÍA-gögnin sem innbrotsþjófur stal handa Morgunblaðinu á sínum tíma en Arnaldur hefur ekki notað þau. Einnig notar Árni tækifærið til að kynna eigin ritsmíðar en ósmekklegust er aðdróttun hans um að Guðmundur heitinn Ágústsson hafi "gengið á mála hjá leyniþjónustunni". Menn gátu lent í Stasi-skjölunum af furðulegasta tilefni og Guðmundur skýrði skilmerkilega frá því hvernig nafn hans komst í þau. Með grein sinni birtir Árni mynd sem ég lánaði honum fyrir mörgum árum með því skilyrði að ég myndi sjálfur semja myndartextann ef hann birti hana. Hann hét því og lofaði einnig að skila myndinni. Hvorugt hefur hann efnt. Myndin er tekin í hinum sögufræga Auerbachs-kjallara á "messutíma". Þegar hinar stóru vörusýningar voru haust og vor í Leipzig, komu jafnan margir Íslendingar til borgarinnar. Það var öruggt að hitta þá fyrir á þessum veitingastað. Við slíkt tækifæri er myndin tekin. Á henni eru þrír háskólastúdentar, þrír kaupsýslumenn, tveir íslenskir og einn þýskur, og svo Einar Olgeirsson. Eins og sjá má eru menn að dreypa á kampavíni í þessu ágæta samkvæmi. Nokkrir lesendur Kleifarvatns hafa komið að máli við mig og spurt hvort ekki hafi verið skelfilegt að hrærast innanum þetta illþýði sem frá segir í sögunni. Flestir halda að sagan styðjist við einhvern raunveruleika eins og margar raunsæilegar skáldsögur gera. Af þessu má hafa talsvert gaman og ég bendi spyrjendum á að allir íslensku strákarnir í Leipzig séu skúrkar í sögunni og spyr á móti hvar mig sé að finna í þessu gengi. Fólk þykist eiga erfitt með að sjá líkingu við mig í einhverri persónunni. Þá líkingu virðist Árni Snævarr hinsvegar hafa fundið: "Tómas er rekinn frá námi rétt eins og Eysteinn Þorvaldsson" segir hann í Fréttablaðinu. Það er rétt að geta þess strax að Tómas er morðinginn í sögunni og úr því að Árni fullyrðir að við Tómas höfum báðir verið reknir, þá er auðvitað líklegt að við höfum fleira sameiginlegt á samviskunni. En þá er einnig rétt að taka fram og leiðrétta að ég var alls ekki rekinn úr skóla. Ég sagði mig úr háskólanum formlega með skriflegri greinargerð, skilaði þeim gögnum sem skila bar og kvaddi löglega. Þetta stendur meira að segja í bókinni "Liðsmenn Moskvu" eftir Árna Snævarr sem ég hef alltaf haldið að væri sami maður og blaðamaðurinn með þessu nafni. Árni segir kannski eins og ágætur fræðimaður sem gataði á spurningu um efnisatriði í eigin riti: "Þá bók hef ég að vísu skrifað en ekki lesið". Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Skáldskapur og veruleiki - Eysteinn Þorvaldsson íslenskufræðingur Það vakti forvitni mína þegar ný glæpasaga eftir Arnald Indriðason var kynnt, og hún var sögð gerast öðrum þræði meðal íslenskra stúdenta í Leipzig á sjötta áratug síðustu aldar. Ég var sá fyrsti sem þar hóf nám eftir stríð, einmitt á sjötta áratugnum, en ári seinna kom Hjörleifur Guttormsson og undir lok áratugarins þrír í viðbót. Vorum við kannski orðnir að sögupersónum hjá þessum vinsæla höfundi? Ég las skáldsögu Arnalds en komst að raun um að ekkert í þessum drjúga söguþræði hans í Leipzig er í samræmi við raunveruleikann. Arnaldur hefur auðvitað viljað hafa þetta svona; rithöfundur hefur að sjálfsögðu frjálsar hendur, en þegar hann staðsetur og tímasetur sögu sína svona nákvæmlega, býst maður við að hann kanni sögusviðið, mannlífið og andrúmsloftið þar sem hann lætur persónur sínar vera á ferli. Við þekkjum slík vinnubrögð hjá góðum höfundum og nægir að nefna Halldór Laxness og Gunnar Gunnarsson. Í Fréttablaðinu er haft eftir Arnaldi að þetta séu "bara leiktjöld" og það er áreiðanlega heiðarlegt tilsvar. Hann hefur ekki reynt að setja sig inní veröldina eins og hún var. Jafnframt minna þessi daufu leiktjöld okkur, börn kalda stríðsins, á það hversu margt mergjað söguefni liggur í þessum tíma eftirstríðsáranna og lífi ungra Íslendinga í rústum Evrópu, sem hugmyndafræðilega var líka í sárum. Framarlega í bók sinni getur Arnaldur um "Das rote Kloster", nafngift sem einhverjir notuðu um blaðamannadeild háskólans í Leipzig. En þetta er líka titill á ágætri bók eftir Brigitte Klump og þar hefði glæpasöguhöfundurinn getað fengið gagnlegar heimildir hefði hann kært sig um þær. Arnaldur Indriðason er ekki á höttunum eftir slíku efni; krimmar hans eru að hætti algengrar formúlu glæpasagna, en sumir samtímahöfundar eru þó farnir að hyggja að hugmyndalegum átökum í glæpareyfurum og nægir þar að nefna Dan Brown. Hið yfirborðslega orðaskak í Kleifarvatni um sósíalisma er auðvitað meinlaust. En vegna þess að höfundur hefur útnefnt stað og tíma í Leipzig þá er það í besta falli hvimleitt að hann skuli búa til lævísi, launráð og sundrungu meðal íslensku stúdentanna. Í raunveruleikanum var þetta nefnilega einstaklega samheldinn, hreinskilinn og skemmtilegur hópur og öll launmál víðs fjarri. Í grein í Fréttablaðinu 20. nóvember sl. skrifar Árni Snævarr grein sem nefnist "Kalda stríðið snýr aftur í Kleifarvatni". Fyrst hélt ég að þetta ætti að vera umsögn eða ritdómur um sögu Arnalds, en ekki þarf langt að lesa til að sjá að Árni er að burðast við að gera það sem höfundur Kleifarvatns ætlaði sér alls ekki, nefnilega að heimfæra söguna upp á lifandi persónur. Það tekst óhönduglega. Hann minnist á SÍA-gögnin sem innbrotsþjófur stal handa Morgunblaðinu á sínum tíma en Arnaldur hefur ekki notað þau. Einnig notar Árni tækifærið til að kynna eigin ritsmíðar en ósmekklegust er aðdróttun hans um að Guðmundur heitinn Ágústsson hafi "gengið á mála hjá leyniþjónustunni". Menn gátu lent í Stasi-skjölunum af furðulegasta tilefni og Guðmundur skýrði skilmerkilega frá því hvernig nafn hans komst í þau. Með grein sinni birtir Árni mynd sem ég lánaði honum fyrir mörgum árum með því skilyrði að ég myndi sjálfur semja myndartextann ef hann birti hana. Hann hét því og lofaði einnig að skila myndinni. Hvorugt hefur hann efnt. Myndin er tekin í hinum sögufræga Auerbachs-kjallara á "messutíma". Þegar hinar stóru vörusýningar voru haust og vor í Leipzig, komu jafnan margir Íslendingar til borgarinnar. Það var öruggt að hitta þá fyrir á þessum veitingastað. Við slíkt tækifæri er myndin tekin. Á henni eru þrír háskólastúdentar, þrír kaupsýslumenn, tveir íslenskir og einn þýskur, og svo Einar Olgeirsson. Eins og sjá má eru menn að dreypa á kampavíni í þessu ágæta samkvæmi. Nokkrir lesendur Kleifarvatns hafa komið að máli við mig og spurt hvort ekki hafi verið skelfilegt að hrærast innanum þetta illþýði sem frá segir í sögunni. Flestir halda að sagan styðjist við einhvern raunveruleika eins og margar raunsæilegar skáldsögur gera. Af þessu má hafa talsvert gaman og ég bendi spyrjendum á að allir íslensku strákarnir í Leipzig séu skúrkar í sögunni og spyr á móti hvar mig sé að finna í þessu gengi. Fólk þykist eiga erfitt með að sjá líkingu við mig í einhverri persónunni. Þá líkingu virðist Árni Snævarr hinsvegar hafa fundið: "Tómas er rekinn frá námi rétt eins og Eysteinn Þorvaldsson" segir hann í Fréttablaðinu. Það er rétt að geta þess strax að Tómas er morðinginn í sögunni og úr því að Árni fullyrðir að við Tómas höfum báðir verið reknir, þá er auðvitað líklegt að við höfum fleira sameiginlegt á samviskunni. En þá er einnig rétt að taka fram og leiðrétta að ég var alls ekki rekinn úr skóla. Ég sagði mig úr háskólanum formlega með skriflegri greinargerð, skilaði þeim gögnum sem skila bar og kvaddi löglega. Þetta stendur meira að segja í bókinni "Liðsmenn Moskvu" eftir Árna Snævarr sem ég hef alltaf haldið að væri sami maður og blaðamaðurinn með þessu nafni. Árni segir kannski eins og ágætur fræðimaður sem gataði á spurningu um efnisatriði í eigin riti: "Þá bók hef ég að vísu skrifað en ekki lesið".
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar