Viðskipti innlent

Hátæknihné vekur athygli

:Hátæknihné sem stoðtækjafyrirtækið Össur framleiðir er meðal áhugaverðustu uppfinninga ársins að mati tímaritsins Time Magazine. Rheo hnéð, sem er rafeindastýrt gervihné með gervigreind, er byltingarkennd nýjung á sviði stoðtækni. Unnið hefur verið að þróun og prófunum á hnénu síðastliðin fjögur ár af hópi verkfræðinga hjá Össuri í samvinnu við Massachusetts Institute of Technology í Boston. Aðrar uppfinningar í þessum hópi að mati Time eru meðal annars linsa sem hægt er að græða í augu, myndavél sem hjálpar læknum að sjá bláæðar og HIV próf sem hægt er að taka með munnstroku. "Þetta er ekki einungis ný vara heldur ný tækni sem við erum að koma með á markaðinn og hnéð vekur svo sannarlega verðskuldaða athygli”,  segir Jón Sigurðsson forstjóri Össurar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×