Um jákvæða og neikvæða fjölmiðlun Þorgrímur Gestsson skrifar 19. nóvember 2004 00:01 Fjölmiðlar - Þorgrímur Gestsson blaðamaður og rithöfundur Jákvæður er sá sem játar, kveður já við, neikvæður sá sem neitar, rífur niður fremur en byggir upp, samkvæmt Íslenskri orðabók. Hlutleysi er hins vegar að láta einhvern í friði, skipta sér ekki af honum. Jákvæður fréttaflutningur er þá fréttaflutningur þar sem kveðið er já við þeim eða því sem fjallað er um, neikvæður sá sem rífur niður. En sé fréttaflutningurinn hlutlaus er það látið í friði sem fjallað er um. Skyldi vera ástæða til að flokka fjölmiðla undir eitthvert af þessum þremur hugtökum? Það er skoðun margra, meðal annars Júlíusar Hafstein, hátíðastjóra ríkisins. Eftir að hafa staðið fyrir tæpra 60 milljóna króna hátíðahöldum vegna aldarafmælis fullveldisins gaf hann út skýrslu þar sem fjölmiðlum er meðal annars gefin einkunn fyrir það hvernig þeir "stóðu sig" í umfjöllun um hátíðahöldin, það er í hve miklum mæli þeir voru neikvæðir, jákvæðir eða hlutlausir. Niðurstaðan var sú að Morgunblaðið var "jákvæðast" en DV og Fréttablaðið "neikvæðust". Sagt var frá þessari skýrslu veislustjórans í menningarþættinum Víðsjá í síðustu viku, í pistli þar sem annar umsjónarmanna, Marteinn Breki Helgason, gerði grín að hátíðastjóranum með aðferð öfugmælanna. En síðar í vikunni var sagt frá henni í kvöldfréttum útvarpsins á afar hlutlausan hátt, engin tilraun gerð til að setja spurningamerki við hugtakanotkunina, aðeins komið á framfæri sjónarmiði hátíðastjórans, mest í formi talna. Þar fannst mér fréttastofa Útvarpsins bregðast skyldu sinni. Nútíma blaða- og fréttamennska, sem þróaðist einkum í Bandaríkjunum á fyrstu áratugum síðustu aldar, er hvorki jákvæð, neikvæð né hlutlaus. Hún er óhlutdræg og ekki síður gagnrýnin, en það er orðið sem menn eiga raunverulega við þegar þeir nota orðið "neikvæðni", og óhlutdrægni á ekkert skylt við hlutleysi. Það er eitt helsta hlutverk nútímafjölmiðla að gagnrýna valdamenn og flokka þeirra og veita þeim aðhald, fylgjast með gerðum stjórnmálamanna, skoða þær, rannsaka, túlka og birta niðurstöður sínar almenningi. Það er ekki niðurrif. Því miður hefur orðið bakslag í fjölmiðlun af þessu tagi upp á síðkastið, ekki síst í upprunalandinu, Bandaríkjunum. Þar í landi finnast þó einstaka fjölmiðlar sem hafa ekki brugðist og fjalla á gagnrýninn hátt um ýmsa stóra viðburði, til að mynda Íraksstríðið. En það er neikvæður fréttaflutningur að mati ráðamanna og sjálfur utanríkisráðherra þessa lands nefndi það fjölmiðlafólk sem helst stendur sig í stykkinu um þessar mundir "meinfýsnishlakkandi úrtölumenn" og kvaðst hafa áhyggjur af andúð fjölmiðla og stjórnmálamanna á Bandaríkjunum, sem hann líkti við "glórulausa fordóma". Og harðir hægrimenn íslenskir hafa gefið gagnrýnum fjölmiðlum þá einkunn að þeir séu óáreiðanleg og ómarktæk málgögn illgjarnra vinstrimanna (ekki síst New York Times). Hátíðastjórinn og utanríkisráðherrann vilja semsé að fjölmiðlar séu vinsamlegir í sinn garð og vina sinna, fjalli vinsamlega um gjörðir þeirra, styðji þá í einu og öllu. Ef bent er á það sem aflaga fer fyrtast þeir og tala um meinfýsi, andúð, fordóma og neikvæði. En þeir hafa það sér til afbötunar að þeir eru svo gjörsamlega vissir í sinni sök að ekki er efi í þeirra huga: Heimastjórnarafmælið var stórkostlegt og Bush er helsti forvígismaður mannréttinda og lýðræðis í heiminum. Það er myndin af heiminum sem þeir vilja að allir hafi. Hugmyndafræðin að baki þeirrar gerðar fréttamennsku sem ég gat um hér að ofan að hefði fyrst tekið að þróast í Bandaríkjunum snemma á síðustu öld er kennd við þjóðfélagslega ábyrgð. Önnur hugmyndafræði tíðkaðist í árdaga dagblaða á 17. öld og var kennd við einveldi. Henni var einkum ætlað að styðja stjórnvöld og þjóna ríkinu en öll gagnrýni bönnuð. Hún var aflögð víðast í hinum vestræna heimi fyrir margt löngu en tíðkaðist þó lengi í mörgum löndum, meðal annars Suður-Ameríku og Sovétríkjunum meðan þau voru og hétu, og einhvers staðar tíðkast hún líklega enn. Viljum við þess konar fjölmiðlun á Íslandi í byrjun 21. aldar? Annars er forvitnilegt að athuga hvað Íslensk orðabók segir um orðið meinfýsi: Illgirni, illska, fögnuður yfir óförum annarra. Hvert beinist illgirni og illska úrtölumannanna og yfir óförum hverra hlakka þeir? Bush? Almennings í Írak? Júlíusar Hafstein? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Fjölmiðlar - Þorgrímur Gestsson blaðamaður og rithöfundur Jákvæður er sá sem játar, kveður já við, neikvæður sá sem neitar, rífur niður fremur en byggir upp, samkvæmt Íslenskri orðabók. Hlutleysi er hins vegar að láta einhvern í friði, skipta sér ekki af honum. Jákvæður fréttaflutningur er þá fréttaflutningur þar sem kveðið er já við þeim eða því sem fjallað er um, neikvæður sá sem rífur niður. En sé fréttaflutningurinn hlutlaus er það látið í friði sem fjallað er um. Skyldi vera ástæða til að flokka fjölmiðla undir eitthvert af þessum þremur hugtökum? Það er skoðun margra, meðal annars Júlíusar Hafstein, hátíðastjóra ríkisins. Eftir að hafa staðið fyrir tæpra 60 milljóna króna hátíðahöldum vegna aldarafmælis fullveldisins gaf hann út skýrslu þar sem fjölmiðlum er meðal annars gefin einkunn fyrir það hvernig þeir "stóðu sig" í umfjöllun um hátíðahöldin, það er í hve miklum mæli þeir voru neikvæðir, jákvæðir eða hlutlausir. Niðurstaðan var sú að Morgunblaðið var "jákvæðast" en DV og Fréttablaðið "neikvæðust". Sagt var frá þessari skýrslu veislustjórans í menningarþættinum Víðsjá í síðustu viku, í pistli þar sem annar umsjónarmanna, Marteinn Breki Helgason, gerði grín að hátíðastjóranum með aðferð öfugmælanna. En síðar í vikunni var sagt frá henni í kvöldfréttum útvarpsins á afar hlutlausan hátt, engin tilraun gerð til að setja spurningamerki við hugtakanotkunina, aðeins komið á framfæri sjónarmiði hátíðastjórans, mest í formi talna. Þar fannst mér fréttastofa Útvarpsins bregðast skyldu sinni. Nútíma blaða- og fréttamennska, sem þróaðist einkum í Bandaríkjunum á fyrstu áratugum síðustu aldar, er hvorki jákvæð, neikvæð né hlutlaus. Hún er óhlutdræg og ekki síður gagnrýnin, en það er orðið sem menn eiga raunverulega við þegar þeir nota orðið "neikvæðni", og óhlutdrægni á ekkert skylt við hlutleysi. Það er eitt helsta hlutverk nútímafjölmiðla að gagnrýna valdamenn og flokka þeirra og veita þeim aðhald, fylgjast með gerðum stjórnmálamanna, skoða þær, rannsaka, túlka og birta niðurstöður sínar almenningi. Það er ekki niðurrif. Því miður hefur orðið bakslag í fjölmiðlun af þessu tagi upp á síðkastið, ekki síst í upprunalandinu, Bandaríkjunum. Þar í landi finnast þó einstaka fjölmiðlar sem hafa ekki brugðist og fjalla á gagnrýninn hátt um ýmsa stóra viðburði, til að mynda Íraksstríðið. En það er neikvæður fréttaflutningur að mati ráðamanna og sjálfur utanríkisráðherra þessa lands nefndi það fjölmiðlafólk sem helst stendur sig í stykkinu um þessar mundir "meinfýsnishlakkandi úrtölumenn" og kvaðst hafa áhyggjur af andúð fjölmiðla og stjórnmálamanna á Bandaríkjunum, sem hann líkti við "glórulausa fordóma". Og harðir hægrimenn íslenskir hafa gefið gagnrýnum fjölmiðlum þá einkunn að þeir séu óáreiðanleg og ómarktæk málgögn illgjarnra vinstrimanna (ekki síst New York Times). Hátíðastjórinn og utanríkisráðherrann vilja semsé að fjölmiðlar séu vinsamlegir í sinn garð og vina sinna, fjalli vinsamlega um gjörðir þeirra, styðji þá í einu og öllu. Ef bent er á það sem aflaga fer fyrtast þeir og tala um meinfýsi, andúð, fordóma og neikvæði. En þeir hafa það sér til afbötunar að þeir eru svo gjörsamlega vissir í sinni sök að ekki er efi í þeirra huga: Heimastjórnarafmælið var stórkostlegt og Bush er helsti forvígismaður mannréttinda og lýðræðis í heiminum. Það er myndin af heiminum sem þeir vilja að allir hafi. Hugmyndafræðin að baki þeirrar gerðar fréttamennsku sem ég gat um hér að ofan að hefði fyrst tekið að þróast í Bandaríkjunum snemma á síðustu öld er kennd við þjóðfélagslega ábyrgð. Önnur hugmyndafræði tíðkaðist í árdaga dagblaða á 17. öld og var kennd við einveldi. Henni var einkum ætlað að styðja stjórnvöld og þjóna ríkinu en öll gagnrýni bönnuð. Hún var aflögð víðast í hinum vestræna heimi fyrir margt löngu en tíðkaðist þó lengi í mörgum löndum, meðal annars Suður-Ameríku og Sovétríkjunum meðan þau voru og hétu, og einhvers staðar tíðkast hún líklega enn. Viljum við þess konar fjölmiðlun á Íslandi í byrjun 21. aldar? Annars er forvitnilegt að athuga hvað Íslensk orðabók segir um orðið meinfýsi: Illgirni, illska, fögnuður yfir óförum annarra. Hvert beinist illgirni og illska úrtölumannanna og yfir óförum hverra hlakka þeir? Bush? Almennings í Írak? Júlíusar Hafstein?
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun