Netaðgangur og nauðhyggja Símans 18. nóvember 2004 00:01 Skyldur Símans - Björgvin G. Sigurðsson Aðgengi að fyrsta flokks netaðgangi er grundvallaratriði þegar kemur að vali fólks á búsetu. Sé ekki um að ræða aðgang að háhraða nettengingu er byggðin annars flokks og ekki samkeppnishæf við þær sem búa betur að þessu leyti. Í ljósi þess hvernig samfélagið hefur þróast hlýtur það að teljast til grunnþarfa í samfélaginu að hafa kost á góðri nettenginu enda miðast þjóðfélagið við það. Þarna hafa stjórnvöld brugðist skyldu sinni á meðan þjóðareignin, Síminn, fjárhættuspilar með fé almennings í áhættufjárfestingum. Yfir 22.000 Íslendingar hafa ekki aðgang að háhraða nettengingu og eru þar með án tækifæra til að nýta sér möguleika fjarskiptabyltingarinnar. Þessar tölur koma fram í svari samgönguráðherra við fyrirspurn minni um málið. Þar með er íbúum þessara byggðarlaga haldið frá raunverulegri þátttöku í þjóðfélaginu, fjarnámi, fjarvinnslu og öllu viðunandi aðgengi að möguleikum og tækifærum sem netið og upplýsingatæknin gefur kost á. Um er að ræða dreifbýlið og smærri byggðarlög sem Síminn sér ekki hagnaðarvon í að tryggja aðgang að háhraða nettengingu. Þetta mál snertir ekki bara íbúa dreifbýlisins og smærri byggðarlaga, heldur ekki síður þær tugþúsundir Íslendinga sem eiga annað heimili í sumar- og heilsárshúsum úti um allt land. Síminn er hins vegar haldinn þeirri nauðhyggju að hann sé ekki þjónustufyrirtæki íslensku þjóðarinnar heldur harðsvírað gróðafyritæki. Á meðan ríkisvaldið hristir ekki upp í fyrirtækinu og skikkar til aðgerða er ekki breytinga að vænta. Á dögunum lagði ég fram þingsályktunartillögu á Alþingi til að breyta þessu. Hún fjallar um að Alþingi feli samgönguráðherra að undirbúa frumvarp til laga sem tryggi að allir landsmenn eigi kost á háhraða nettengingu óháð búsetu. Háhraða nettenging flokkast sem grunnþjónusta í nútímasamfélagi rétt eins orkuveita og símaþjónusta. Síminn metur það svo að ekki sé arðvænlegt að leggja ADSL-tengingar í byggðarlögum þar sem íbúar eru færri en 150. Gróðasjónarmiðin ráða för en kjarni málsins er sá að það er skylda samfélagsins að tryggja öllum Íslendingum háhraða nettengingu óháð búsetu. Án þess er ekki um að ræða jafnstöðu við aðra um þátttöku í nútímasamfélagi. Stjórnvöld eiga þess t.d. kost að skylda Símann til að veita, eða hafa milligöngu um að veita, slíka þjónustu eða gefa fjarskiptafyrirtækjunum kost á að bjóða í slíkan þjónustu pakka. Á meðan svo er að mikill fjöldi Íslendinga býr ekki við háhraðatengingar og góðan aðgang að upplýsingahraðbrautinni eru byggðir þeirra ekki að fullu keppnishæfar þegar kemur að vali fólks og fyrirtækja til búsetu. Byggðirnar eru annars flokks í þessu tilliti og íbúum þeirra er mismunað af hálfu samfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Skyldur Símans - Björgvin G. Sigurðsson Aðgengi að fyrsta flokks netaðgangi er grundvallaratriði þegar kemur að vali fólks á búsetu. Sé ekki um að ræða aðgang að háhraða nettengingu er byggðin annars flokks og ekki samkeppnishæf við þær sem búa betur að þessu leyti. Í ljósi þess hvernig samfélagið hefur þróast hlýtur það að teljast til grunnþarfa í samfélaginu að hafa kost á góðri nettenginu enda miðast þjóðfélagið við það. Þarna hafa stjórnvöld brugðist skyldu sinni á meðan þjóðareignin, Síminn, fjárhættuspilar með fé almennings í áhættufjárfestingum. Yfir 22.000 Íslendingar hafa ekki aðgang að háhraða nettengingu og eru þar með án tækifæra til að nýta sér möguleika fjarskiptabyltingarinnar. Þessar tölur koma fram í svari samgönguráðherra við fyrirspurn minni um málið. Þar með er íbúum þessara byggðarlaga haldið frá raunverulegri þátttöku í þjóðfélaginu, fjarnámi, fjarvinnslu og öllu viðunandi aðgengi að möguleikum og tækifærum sem netið og upplýsingatæknin gefur kost á. Um er að ræða dreifbýlið og smærri byggðarlög sem Síminn sér ekki hagnaðarvon í að tryggja aðgang að háhraða nettengingu. Þetta mál snertir ekki bara íbúa dreifbýlisins og smærri byggðarlaga, heldur ekki síður þær tugþúsundir Íslendinga sem eiga annað heimili í sumar- og heilsárshúsum úti um allt land. Síminn er hins vegar haldinn þeirri nauðhyggju að hann sé ekki þjónustufyrirtæki íslensku þjóðarinnar heldur harðsvírað gróðafyritæki. Á meðan ríkisvaldið hristir ekki upp í fyrirtækinu og skikkar til aðgerða er ekki breytinga að vænta. Á dögunum lagði ég fram þingsályktunartillögu á Alþingi til að breyta þessu. Hún fjallar um að Alþingi feli samgönguráðherra að undirbúa frumvarp til laga sem tryggi að allir landsmenn eigi kost á háhraða nettengingu óháð búsetu. Háhraða nettenging flokkast sem grunnþjónusta í nútímasamfélagi rétt eins orkuveita og símaþjónusta. Síminn metur það svo að ekki sé arðvænlegt að leggja ADSL-tengingar í byggðarlögum þar sem íbúar eru færri en 150. Gróðasjónarmiðin ráða för en kjarni málsins er sá að það er skylda samfélagsins að tryggja öllum Íslendingum háhraða nettengingu óháð búsetu. Án þess er ekki um að ræða jafnstöðu við aðra um þátttöku í nútímasamfélagi. Stjórnvöld eiga þess t.d. kost að skylda Símann til að veita, eða hafa milligöngu um að veita, slíka þjónustu eða gefa fjarskiptafyrirtækjunum kost á að bjóða í slíkan þjónustu pakka. Á meðan svo er að mikill fjöldi Íslendinga býr ekki við háhraðatengingar og góðan aðgang að upplýsingahraðbrautinni eru byggðir þeirra ekki að fullu keppnishæfar þegar kemur að vali fólks og fyrirtækja til búsetu. Byggðirnar eru annars flokks í þessu tilliti og íbúum þeirra er mismunað af hálfu samfélagsins.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar