Stríðsglæpir í beinni 18. nóvember 2004 00:01 Stríðsglæpir og afstaða Íslendinga - Eiríkur Bergmann Einarsson Á meðan okkar ágæti utanríkisráðherra sat í djúpum hægindastólnum í bandaríska utanríkisráðuneytinu og sötraði te með Colin Powell, fráfarandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sýndu sjónvarpsstöðvar úti um allan heim myndskeið sem tökumaður bandarísku NBC-sjónvarpsstöðvarinnar tók og sýnir bandarískan hermann drepa óvopnaðan Íraka sem lá hreyfingarlaus á gólfinu í mosku í Falluja. Utanríkisráðherra herlausu smáþjóðarinnar í norðri hafði á þessum einkafundi sínum með bandaríska stallbróður sínum einstakt tækifæri til að mótmæla stríðsglæpum Bandaríkjanna eins og áttu sér stað í moskunni og í Abu Ghraib-fangelsinu svo dæmi sé tekið, en ætli megi ekki telja líklegt að slík grimmdarverk séu einnig framin þegar myndavélarnar eru hvergi nálægar. Ætli utanríkisráðherrann okkar, sem hafði þessa einstöku aðstöðu til að koma óhug þjóðar sinnar á framfæri, hafi ekki örugglega gripið tækifærið? Af fréttum að dæma virðist svo ekki hafa verið, var víst of upptekinn við að væla út framlengingu á veru þessara fjögurra F-15 orrustuvéla sem enn eru á Keflavíkurflugvéli. Og það þótt þær séu að sönnu vitagagnslausar og þar með óþarfar. Og það sem meira er; utanríkisráðherrann og íslensk stjórnvöld almennt virðast, öfugt við almenning í landinu, barasta ekki hafa neinar athugasemdir við ólögmæta hryllingsför Bandaríkjahers í Írak. Settu okkur meira að segja á lista yfir hinar viljugu stríðsþjóðir og sjá enga ástæðu til að láta af stuðningi okkar við ólögmæta herförina þrátt fyrir að allir viðurkenni nú orðið að forsendur stríðsins voru í besta falli byggðar á kolröngum upplýsingum og að öllum líkindum á hreinum og klárum blekkingum. En allt kom þetta fyrir ekki; utanríkisráðherrann sat sáttur í sinni og sötraði sitt te. Enda raunar ákafari stuðningsmaður stríðsins en sá sem á móti honum sat, sjálfur Colin Powell, fráfarandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna. En efasemdir hans um nauðsyn þess að ráðast rakeiðis inn í Írak þegar þeir náðu ekki honum Osama í fjöllunum í Afganistan hafa nú kostað hann ráðherrastólinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Stríðsglæpir og afstaða Íslendinga - Eiríkur Bergmann Einarsson Á meðan okkar ágæti utanríkisráðherra sat í djúpum hægindastólnum í bandaríska utanríkisráðuneytinu og sötraði te með Colin Powell, fráfarandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sýndu sjónvarpsstöðvar úti um allan heim myndskeið sem tökumaður bandarísku NBC-sjónvarpsstöðvarinnar tók og sýnir bandarískan hermann drepa óvopnaðan Íraka sem lá hreyfingarlaus á gólfinu í mosku í Falluja. Utanríkisráðherra herlausu smáþjóðarinnar í norðri hafði á þessum einkafundi sínum með bandaríska stallbróður sínum einstakt tækifæri til að mótmæla stríðsglæpum Bandaríkjanna eins og áttu sér stað í moskunni og í Abu Ghraib-fangelsinu svo dæmi sé tekið, en ætli megi ekki telja líklegt að slík grimmdarverk séu einnig framin þegar myndavélarnar eru hvergi nálægar. Ætli utanríkisráðherrann okkar, sem hafði þessa einstöku aðstöðu til að koma óhug þjóðar sinnar á framfæri, hafi ekki örugglega gripið tækifærið? Af fréttum að dæma virðist svo ekki hafa verið, var víst of upptekinn við að væla út framlengingu á veru þessara fjögurra F-15 orrustuvéla sem enn eru á Keflavíkurflugvéli. Og það þótt þær séu að sönnu vitagagnslausar og þar með óþarfar. Og það sem meira er; utanríkisráðherrann og íslensk stjórnvöld almennt virðast, öfugt við almenning í landinu, barasta ekki hafa neinar athugasemdir við ólögmæta hryllingsför Bandaríkjahers í Írak. Settu okkur meira að segja á lista yfir hinar viljugu stríðsþjóðir og sjá enga ástæðu til að láta af stuðningi okkar við ólögmæta herförina þrátt fyrir að allir viðurkenni nú orðið að forsendur stríðsins voru í besta falli byggðar á kolröngum upplýsingum og að öllum líkindum á hreinum og klárum blekkingum. En allt kom þetta fyrir ekki; utanríkisráðherrann sat sáttur í sinni og sötraði sitt te. Enda raunar ákafari stuðningsmaður stríðsins en sá sem á móti honum sat, sjálfur Colin Powell, fráfarandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna. En efasemdir hans um nauðsyn þess að ráðast rakeiðis inn í Írak þegar þeir náðu ekki honum Osama í fjöllunum í Afganistan hafa nú kostað hann ráðherrastólinn.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun