Hugmyndin um "ónýtta tekjustofna" 11. nóvember 2004 00:01 Tekjur sveitarfélaga - Hafsteinn Þór Hauksson formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna Íslenskur málsháttur segir að gott sé að telja peninga úr pyngju annars. Því miður virðist mörgum sveitarstjórnarmönnum þykja slík talning full ánægjuleg. Eitt af því sem margir þeirra þreytast ekki á að tala um þessa dagana eru svokallaðir "ónýttir tekjustofnar" margra sveitarfélaga. Nýting þessara tekjustofna á svo að verða til þess fallin að efla sveitarfélagið og gera því kleift að mæta útgjöldum sínum. Og ekki er undarlegt þó margir velti því fyrir sér hvort það sé virkilega svo að ónýttir peningar liggi fyrir manna og hunda fótum sem sveitarstjórninar þurfi einfaldlega að "nýta" og þar með sé margvíslegum fjárhagslegum vandræðum lokið. En málið er víst aðeins flóknara en svo, því miður. Það er nefnilega svo að þegar sveitarstjórnarmenn tala um ónýtta tekjustofna eru þeir að vísa til þess að ýmis sveitarfélög fullnýta ekki lögvarðar heimildir sínar til þess að leggja skatta á íbúa sína. Sum þeirra rukka til dæmis ekki hámarks útsvar og hafa ef til vill ekki lagt á hið margfræga holræsagjald. Þegar talað er um að sveitarfélag eigi "ónýtta tekjustofna" er sem sagt verið að vísa til þess að því sé lagalega stætt á því að hækka skatta. Veruleikinn er auðvitað sá að hinir svonefndu ónýttu tekjustofnar eru alls ekki ónýttir. Fólkið í landinu er að nota fjármuni sína til þess að reka heimilin, ala upp börnin og búa í haginn. Ef sveitarfélag tekur upp á því að nýta hina "ónýttu tekjustofna" þarf að taka peningana af íbúunum, svo einfalt er það. Ég trúi því að það fólk sem situr í bæjarstjórnum á Íslandi vilji sveitarfélagi sínu allt hið besta og sé að reyna að láta gott af sér leiða. Og ég þakka þeim fyrir þeirra mikilvægu störf. En margt þessa fólks virðist hafa allt aðra sýn en ég á hlutverk sitt. Ég lít svo á að sveitarfélög eigi að sníða sér stakk eftir vexti, rétt eins og heimilin í landinu þurfa að gera. Ef endar ná ekki saman þarf að skera niður útgjöld. Auðvitað eru nokkur sveitarfélög í landinu svo illa stödd að þau geta varla skorið niður útgjöld, nánast allar þeirra tekjur fara í verkefni sem þeim er lögskylt að sinna. En þar kann lausnin að vera fólgin í hagræðingu og umfram allt ráðdeild. Undir engum kringumstæðum eiga slík sveitarfélög að fara út í áhættufjárfestingar með peninga íbúanna eins og því miður hefur gerst á Íslandi allt of oft. Við ykkur sem sitjið í sveitarstjórnum vítt og breitt um landið hef ég þetta að segja: Ekki tala við okkur íbúana eins og við séum kjánar. Ef þið teljið að lausnin á vanda sveitarfélagsins felist í skattahækkunum, segið það þá bara. Ekki fela ykkur á bak við frasa eins og "ónýtta tekjustofna". Reynslan hefur sýnt að sterkust verða þau sveitarfélög sem gæta strangs aðhalds í fjármálum og hafa það ætíð að markmiði að halda álögum í lágmarki og sníða sér stakk eftir vexti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Tekjur sveitarfélaga - Hafsteinn Þór Hauksson formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna Íslenskur málsháttur segir að gott sé að telja peninga úr pyngju annars. Því miður virðist mörgum sveitarstjórnarmönnum þykja slík talning full ánægjuleg. Eitt af því sem margir þeirra þreytast ekki á að tala um þessa dagana eru svokallaðir "ónýttir tekjustofnar" margra sveitarfélaga. Nýting þessara tekjustofna á svo að verða til þess fallin að efla sveitarfélagið og gera því kleift að mæta útgjöldum sínum. Og ekki er undarlegt þó margir velti því fyrir sér hvort það sé virkilega svo að ónýttir peningar liggi fyrir manna og hunda fótum sem sveitarstjórninar þurfi einfaldlega að "nýta" og þar með sé margvíslegum fjárhagslegum vandræðum lokið. En málið er víst aðeins flóknara en svo, því miður. Það er nefnilega svo að þegar sveitarstjórnarmenn tala um ónýtta tekjustofna eru þeir að vísa til þess að ýmis sveitarfélög fullnýta ekki lögvarðar heimildir sínar til þess að leggja skatta á íbúa sína. Sum þeirra rukka til dæmis ekki hámarks útsvar og hafa ef til vill ekki lagt á hið margfræga holræsagjald. Þegar talað er um að sveitarfélag eigi "ónýtta tekjustofna" er sem sagt verið að vísa til þess að því sé lagalega stætt á því að hækka skatta. Veruleikinn er auðvitað sá að hinir svonefndu ónýttu tekjustofnar eru alls ekki ónýttir. Fólkið í landinu er að nota fjármuni sína til þess að reka heimilin, ala upp börnin og búa í haginn. Ef sveitarfélag tekur upp á því að nýta hina "ónýttu tekjustofna" þarf að taka peningana af íbúunum, svo einfalt er það. Ég trúi því að það fólk sem situr í bæjarstjórnum á Íslandi vilji sveitarfélagi sínu allt hið besta og sé að reyna að láta gott af sér leiða. Og ég þakka þeim fyrir þeirra mikilvægu störf. En margt þessa fólks virðist hafa allt aðra sýn en ég á hlutverk sitt. Ég lít svo á að sveitarfélög eigi að sníða sér stakk eftir vexti, rétt eins og heimilin í landinu þurfa að gera. Ef endar ná ekki saman þarf að skera niður útgjöld. Auðvitað eru nokkur sveitarfélög í landinu svo illa stödd að þau geta varla skorið niður útgjöld, nánast allar þeirra tekjur fara í verkefni sem þeim er lögskylt að sinna. En þar kann lausnin að vera fólgin í hagræðingu og umfram allt ráðdeild. Undir engum kringumstæðum eiga slík sveitarfélög að fara út í áhættufjárfestingar með peninga íbúanna eins og því miður hefur gerst á Íslandi allt of oft. Við ykkur sem sitjið í sveitarstjórnum vítt og breitt um landið hef ég þetta að segja: Ekki tala við okkur íbúana eins og við séum kjánar. Ef þið teljið að lausnin á vanda sveitarfélagsins felist í skattahækkunum, segið það þá bara. Ekki fela ykkur á bak við frasa eins og "ónýtta tekjustofna". Reynslan hefur sýnt að sterkust verða þau sveitarfélög sem gæta strangs aðhalds í fjármálum og hafa það ætíð að markmiði að halda álögum í lágmarki og sníða sér stakk eftir vexti.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun