Hugmyndin um "ónýtta tekjustofna" 11. nóvember 2004 00:01 Tekjur sveitarfélaga - Hafsteinn Þór Hauksson formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna Íslenskur málsháttur segir að gott sé að telja peninga úr pyngju annars. Því miður virðist mörgum sveitarstjórnarmönnum þykja slík talning full ánægjuleg. Eitt af því sem margir þeirra þreytast ekki á að tala um þessa dagana eru svokallaðir "ónýttir tekjustofnar" margra sveitarfélaga. Nýting þessara tekjustofna á svo að verða til þess fallin að efla sveitarfélagið og gera því kleift að mæta útgjöldum sínum. Og ekki er undarlegt þó margir velti því fyrir sér hvort það sé virkilega svo að ónýttir peningar liggi fyrir manna og hunda fótum sem sveitarstjórninar þurfi einfaldlega að "nýta" og þar með sé margvíslegum fjárhagslegum vandræðum lokið. En málið er víst aðeins flóknara en svo, því miður. Það er nefnilega svo að þegar sveitarstjórnarmenn tala um ónýtta tekjustofna eru þeir að vísa til þess að ýmis sveitarfélög fullnýta ekki lögvarðar heimildir sínar til þess að leggja skatta á íbúa sína. Sum þeirra rukka til dæmis ekki hámarks útsvar og hafa ef til vill ekki lagt á hið margfræga holræsagjald. Þegar talað er um að sveitarfélag eigi "ónýtta tekjustofna" er sem sagt verið að vísa til þess að því sé lagalega stætt á því að hækka skatta. Veruleikinn er auðvitað sá að hinir svonefndu ónýttu tekjustofnar eru alls ekki ónýttir. Fólkið í landinu er að nota fjármuni sína til þess að reka heimilin, ala upp börnin og búa í haginn. Ef sveitarfélag tekur upp á því að nýta hina "ónýttu tekjustofna" þarf að taka peningana af íbúunum, svo einfalt er það. Ég trúi því að það fólk sem situr í bæjarstjórnum á Íslandi vilji sveitarfélagi sínu allt hið besta og sé að reyna að láta gott af sér leiða. Og ég þakka þeim fyrir þeirra mikilvægu störf. En margt þessa fólks virðist hafa allt aðra sýn en ég á hlutverk sitt. Ég lít svo á að sveitarfélög eigi að sníða sér stakk eftir vexti, rétt eins og heimilin í landinu þurfa að gera. Ef endar ná ekki saman þarf að skera niður útgjöld. Auðvitað eru nokkur sveitarfélög í landinu svo illa stödd að þau geta varla skorið niður útgjöld, nánast allar þeirra tekjur fara í verkefni sem þeim er lögskylt að sinna. En þar kann lausnin að vera fólgin í hagræðingu og umfram allt ráðdeild. Undir engum kringumstæðum eiga slík sveitarfélög að fara út í áhættufjárfestingar með peninga íbúanna eins og því miður hefur gerst á Íslandi allt of oft. Við ykkur sem sitjið í sveitarstjórnum vítt og breitt um landið hef ég þetta að segja: Ekki tala við okkur íbúana eins og við séum kjánar. Ef þið teljið að lausnin á vanda sveitarfélagsins felist í skattahækkunum, segið það þá bara. Ekki fela ykkur á bak við frasa eins og "ónýtta tekjustofna". Reynslan hefur sýnt að sterkust verða þau sveitarfélög sem gæta strangs aðhalds í fjármálum og hafa það ætíð að markmiði að halda álögum í lágmarki og sníða sér stakk eftir vexti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Friðum Eyjafjörð Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Tekjur sveitarfélaga - Hafsteinn Þór Hauksson formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna Íslenskur málsháttur segir að gott sé að telja peninga úr pyngju annars. Því miður virðist mörgum sveitarstjórnarmönnum þykja slík talning full ánægjuleg. Eitt af því sem margir þeirra þreytast ekki á að tala um þessa dagana eru svokallaðir "ónýttir tekjustofnar" margra sveitarfélaga. Nýting þessara tekjustofna á svo að verða til þess fallin að efla sveitarfélagið og gera því kleift að mæta útgjöldum sínum. Og ekki er undarlegt þó margir velti því fyrir sér hvort það sé virkilega svo að ónýttir peningar liggi fyrir manna og hunda fótum sem sveitarstjórninar þurfi einfaldlega að "nýta" og þar með sé margvíslegum fjárhagslegum vandræðum lokið. En málið er víst aðeins flóknara en svo, því miður. Það er nefnilega svo að þegar sveitarstjórnarmenn tala um ónýtta tekjustofna eru þeir að vísa til þess að ýmis sveitarfélög fullnýta ekki lögvarðar heimildir sínar til þess að leggja skatta á íbúa sína. Sum þeirra rukka til dæmis ekki hámarks útsvar og hafa ef til vill ekki lagt á hið margfræga holræsagjald. Þegar talað er um að sveitarfélag eigi "ónýtta tekjustofna" er sem sagt verið að vísa til þess að því sé lagalega stætt á því að hækka skatta. Veruleikinn er auðvitað sá að hinir svonefndu ónýttu tekjustofnar eru alls ekki ónýttir. Fólkið í landinu er að nota fjármuni sína til þess að reka heimilin, ala upp börnin og búa í haginn. Ef sveitarfélag tekur upp á því að nýta hina "ónýttu tekjustofna" þarf að taka peningana af íbúunum, svo einfalt er það. Ég trúi því að það fólk sem situr í bæjarstjórnum á Íslandi vilji sveitarfélagi sínu allt hið besta og sé að reyna að láta gott af sér leiða. Og ég þakka þeim fyrir þeirra mikilvægu störf. En margt þessa fólks virðist hafa allt aðra sýn en ég á hlutverk sitt. Ég lít svo á að sveitarfélög eigi að sníða sér stakk eftir vexti, rétt eins og heimilin í landinu þurfa að gera. Ef endar ná ekki saman þarf að skera niður útgjöld. Auðvitað eru nokkur sveitarfélög í landinu svo illa stödd að þau geta varla skorið niður útgjöld, nánast allar þeirra tekjur fara í verkefni sem þeim er lögskylt að sinna. En þar kann lausnin að vera fólgin í hagræðingu og umfram allt ráðdeild. Undir engum kringumstæðum eiga slík sveitarfélög að fara út í áhættufjárfestingar með peninga íbúanna eins og því miður hefur gerst á Íslandi allt of oft. Við ykkur sem sitjið í sveitarstjórnum vítt og breitt um landið hef ég þetta að segja: Ekki tala við okkur íbúana eins og við séum kjánar. Ef þið teljið að lausnin á vanda sveitarfélagsins felist í skattahækkunum, segið það þá bara. Ekki fela ykkur á bak við frasa eins og "ónýtta tekjustofna". Reynslan hefur sýnt að sterkust verða þau sveitarfélög sem gæta strangs aðhalds í fjármálum og hafa það ætíð að markmiði að halda álögum í lágmarki og sníða sér stakk eftir vexti.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar